Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 36
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska og hönnun. Gómsæti og dans. Dr. Bragi. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hrekkjavakan. Hrekkjavökukökur. Förðun. Helgarmaturinn og Spjörunum úr 4 • LÍFIÐ 1. NÓVEMBER 2013 Ég hef ferðast víða um heiminn svo að matarþekking mín er mjög víðtæk. Ég ákvað að bókin myndi inni- halda upplifan- ir mínir af góm- sætum mat sem passar við ýmis tilefni „Þetta er svolítið nýtt og spennandi fyrir mig en bókin var skrifuð í stíl við sjónvarpsþáttinn minn, Framandi og freistandi, sem sýndur var á RÚV, segir Yesmine Olsson og bætir við: „Ég hef ferðast víða um heiminn svo að matarþekking mín er mjög víðtæk. Ég ákvað að bókin myndi inni- halda upplifanir mínir af gómsætum mat sem passar við ýmis tilefni,“ útskýrir hún. Bókin heitir Í tilefni dagsins og er væntanleg á næstunni. Hún er ætluð sem hvatning til fólks að skella sér í eldamennskuna og styðjast við uppskriftir í bókinni sem henta viðkomandi degi vikunn- ar. „Ég er búin að byggja þetta upp í tíu mismunandi kafla en er með sömu áherslu og áður á krydd- aða rétti.“ Yesmine segir bók- ina hafa verið stórt og mikið verkefni en hún slær hvergi slöku við því í nóvember mun hún vinna þétt með kokkunum í Hörpudiskn- um í Hörpu með uppskots- matseðli af réttum úr bók- inni. Jafnframt heldur hún áfram að bjóða upp á ind- versk matreiðslunámskeið heima hjá sér. Hægt er að panta námskeið á yesmine.is Flest fólk elskar súkkulaði og segist hún því hafa fengið þá skemmtilegu hugmynd að koma með sitt eigið eftirréttasúkkulaði á mark- að sem mun vera stökkt hreint chili-súkkulaði. „Þetta verður fáanlegt í Hörpudisknum og á völdum kaffihúsum því ég verð jú að hafa tíma til að búa þetta til,“ segir hún að lokum. GÓMSÆTI FÓLK ELSKAR SÚKKULAÐI Listakokkurinn Yesmine Olsson hefur nóg fyrir stafni en hún gefur út matreiðslubókina Í til- efni dagsins, heldur námskeið heima hjá sér og kemur með nýtt chili-súkkulaði á markað. „Við erum að bjóða upp á krefj- andi danstíma fyrir þá sem eru í atvinnumennsku, að klára dans- listarnám og þá sem eru lengra komnir. Kameron Bink kennir þessa tíma en hann á glæsileg- an feril að baki og er hokinn af reynslu,“ segir Nanna Ósk Jóns- dóttir eigandi Dance Center Reykjavík. Hann dansar með ballettflokknum Rock the ballet og hefur tekið þátt í fjölmörg- um uppfærslum víða um heim. Árið 2007 komst hann á topp tíu-lista í alþjóðlega sjónvarps- þættinum So You Think You Can Dance en sú reynsla kom honum á kortið. Nanna segir Bink vera mjög fjölhæfan kennara þar sem hann kenni bæði nútímadans, hip hop og djassfunk. Hún telur Bink vera einn af fáum dönsurum sem geta dansað bæði klassísk- an dans og hipphopp. „Oft eru dansarar mjög sérhæfðir í einum stíl en svona menn opna náttúru- lega dyrnar fyrir dansara sem vilja komast út í heim þar sem samkeppnin er gríðarlega mikil,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún þau vera að reyna að tengja ís- lenska dansara í atvinnumennsku við erlenda markaðinn og því ætti fólk að nýta sér þetta tæki- færi. Nánari upplýsingar fást á dancecenterreykjavik.is HREYFING DANSAÐU Á TOPPNUM Nanna Ósk Jónsdóttir rekur dansskólann Dance Center Reykjavík og hvetur dansara til að dansa með Kameron Bink. Nanna Ósk Jónsdóttir, eigandi Dance Center Reykjavík, og Kameron Bink dansari. WWW.FASHIONACADEMY.IS - INFO@FASHIONACADEMY.IS - 571 5151 Á„ ður en ég hóf nám í snyrtifræði skoðaði ég vel þá valkosti sem voru í boði. Fashion Academy varð fyrir valinu o g stóð undir öllum mínum væntingum. Aðbúnaður er til fyrirmyndar og aðstaðan glæsileg. Skipulag, námsefni og kennsla er með besta móti. Ég mæli 100% með Fashion A cademy Reykjavík.“ Ágústa Árnadóttir, útskrifuð úr snyrtifræði frá Fashion Academy mars 2013 Nám í snyrtifræði Eins árs nám í snyrtifræði á framhaldskólastigi Allir kennarar eru faglærðir Tækjakostur skólans er glænýr Námið er lánshæft hjá LÍN Skólinn býður nemendum upp á fjármögnun skólagjalda NÝJAR ANNIR HEFJAST Í NÓVEMBER - MARS - ÁGÚST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.