Fréttablaðið - 01.11.2013, Side 38
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska og hönnun. Gómsæti og dans. Dr. Bragi. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hrekkjavakan. Hrekkjavökukökur. Förðun. Helgarmaturinn og Spjörunum úr
6 • LÍFIÐ 1. NÓVEMBER 2013
„Þetta er þáttur í þeirri viðleitni að gera borgina glaðari, skemmti-
legri og gestrisnari,“ segir Jakob Frímann Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, um Miðborgarvöku sem hald-
in verður í fyrsta sinn í kvöld. Af því tilefni verða verslanir opnar til
klukkan 22 og bjóða upp á skemmtileg og góð tilboð, skemmti atriði
og jafnvel veitingar af ýmsu tagi. „Við stefnum
á að halda slíka Miðborgarvöku tvisvar á ári, að
hausti og vori, en í ár ber hátíðina upp á sama
tíma og Airwaves-hátíðina og því ljóst að mikill
fjöldi fólks verður í bænum í kvöld og skemmtanir
á hverju götuhorni,“ segir Jakob Frímann.
„Okkur langaði að búa til viðburð á tíma þegar
annars er lítið að gerast, á haustin og vorin,“
segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunar-
innar Hríms, en hún situr í stjórn Miðborgarinnar
okkar. „Við vildum einnig tengja okkur betur við
þá viðburði sem eru í bænum, líkt og Airwaves
núna,“ segir hún.
Tinna segir bæinn stappaðan af fólki þessa
stundina. „Gestir Airwaves voru farnir að streyma
að strax á mánudaginn og það er allt annar brag-
ur á bænum núna þegar hann er stútfullur af tón-
listarunnendum og hipsterum,“ segir hún glað-
lega og býst við miklum mannfjölda í bænum í
kvöld og afar góðri stemningu enda veður spáin
mjög fín.
Fyrir utan fín tilboð bjóða sumir verslunareig-
endur í miðbænum upp á fjölbreytt skemmtiatriði.
„Sumir verða með utandagskrárviðburði í tengslum við Airwaves,
aðrir verða með plötusnúða,“ segir Tinna en auk þess verða marg-
ir með vín og konfekt sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á.
Hún bendir á að Langur laugardagur verði einnig á sínum stað á
morgun líkt og ávallt fyrsta laugardag hvers mánaðar.
Tinna segir góða samstöðu ríkja meðal verslunareigenda í mið-
borginni. „Hér er mikill uppgangur og samhugur og við reynum
stöðugt að finna upp á einhverju nýju og skemmtilegu til að draga
fólk að,“ segir hún og hlakkar til kvöldsins.
Fleiri upplýsingar um Miðborgina okkar má nálgast á www.mid-
borgin.is.
MIÐBORGARVAKA TIL TÍU Í KVÖLD
Miðborgarvaka verður haldin í fyrsta sinn í kvöld. Þá verða verslanir í miðborginni opnar til klukkan 22 og bjóða auk þess upp á skemmti-
atriði, veitingar og ýmis góð tilboð. Búast má við miklum mannfjölda í miðbænum enda stendur hin frábæra Airwaves-hátíð sem hæst.
Tinna Brá
Baldvinsdóttir
eigandi verslunar-
innar Hríms.
Miðbærinn fyllist af fólki í kvöld bæði vegna Airwaves-hátíðarinnar og Miðborgarvöku sem haldin verður í fyrsta sinn.
MYND/STEFÁN
Jakob Frímann
Magnússon
framkvæmdastjóri
Miðborgarinnar
okkar.
É
g kynntist þessum vörum fyrir rúm-
lega tveimur árum þegar vinkona
mín og einn meðeigenda minna í
dag spurði mig hvort ég hefði heyrt
af þessum íslensku hágæðahúðvör-
um. Hvorug okkar hafði heyrt um Dr. Braga
áður og forvitni okkar var vakin,“ segir Ásta
S. Einarsdóttir sem nú er framkvæmdastjóri
Dr. Braga í London. Hún segir hrifningu sína
af vörunum hafa verið hvatann að því að auka
hróður íslenskra vísinda og framleiðslu bæði
á Íslandi og erlendis. „Mér þótti mjög spenn-
andi að til væru íslenskar há-
gæðahúðvörur sem hafa ein-
staklega mikla virkni án þess að
skaða húðina.“
Maðurinn á bak við vísindin
er Jón Bragi Bjarnason
heitinn, doktor í lífefnafræði. Eftir að hafa
rannsakað virkni sjávarensíma í þrjátíu ár
þróaði hann vörurnar en prófanir sýndu fram
á græðandi áhrif á húðina. „Ég kynntist dótt-
ur Jóns Braga, Sigurrósu, þegar við vorum
saman í Fegurðarsamkeppni Íslands á sínum
tíma og ég vona að fjölskylda hans sé ánægð
með að við séum að halda nafni hans og vís-
indum á loft,“ útskýrir Ásta. Vörulínan verður
fljótlega fáanleg í Harrod´s og segir Ásta vör-
urnar vera einstaklega hreinar en þær inni-
halda engin rotvarnarefni, ilmefni, litarefni,
olíur eða paraben. Jafnframt hafi fólki með
húðvandamál eins og exem fundist vörurnar
slá á einkennin. Viðtökurnar hafa verið glimr-
andi í Bretlandi og eru Beckham-hjónin og
leikkonurnar Thandie Newton og Sienna Mill-
er meðal annars viðskiptavinir Dr.
Braga. „Annars eru ekki síðri með-
mæli að mamma mín notar ekkert
annað og er oft búin að fá verðskuld-
að hrós fyrir hversu vel hún líti út og
falleg húð hennar sé. Vörurnar sem
innihalda sjávarensímin virka eins og
rakakrem, augnkrem og serum allt í
senn,“ segir hún.
Ásta hefur búið erlendis síðustu 17
árin en hún stundaði MBA-nám í New
York áður en hún flutti til London með
fjölskyldu sína árið 2005. „Við vönd-
um okkur mikið við að tala góða og fal-
lega íslensku á heimilinu og ég er mjög
stolt af krökkunum fyrir það hve góða
íslensku þau tala þrátt fyrir að hafa
aldrei gengið í íslenskan skóla.“ Hægt
er að fá nánari upplýsingar á drbragi.is.
HÚÐIN ÍSLENSK VÍS-
INDI Í HÁGÆÐAHÚÐ-
VÖRUM FRÁ DR. BRAGA
Ásta S. Einarsdóttir framkvæmdastjóri snyrtivörulínunnar Dr. Bragi í London
Ásta S. Einarsdóttir
segir vörurnar vera
einstaklega hreinar
en þær innihalda
engin rotvarnarefni,
ilmefni, litarefni, olíur
eða paraben.
AUGLÝSING: MIÐBORGIN OKKAR KYNNIR
Vörurnar hafa
fengið talsverða um-
fjöllun í erlendum
miðlum á borð við
tískutímaritið Vogue.