Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 38
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska og hönnun. Gómsæti og dans. Dr. Bragi. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hrekkjavakan. Hrekkjavökukökur. Förðun. Helgarmaturinn og Spjörunum úr 6 • LÍFIÐ 1. NÓVEMBER 2013 „Þetta er þáttur í þeirri viðleitni að gera borgina glaðari, skemmti- legri og gestrisnari,“ segir Jakob Frímann Magnússon, fram- kvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, um Miðborgarvöku sem hald- in verður í fyrsta sinn í kvöld. Af því tilefni verða verslanir opnar til klukkan 22 og bjóða upp á skemmtileg og góð tilboð, skemmti atriði og jafnvel veitingar af ýmsu tagi. „Við stefnum á að halda slíka Miðborgarvöku tvisvar á ári, að hausti og vori, en í ár ber hátíðina upp á sama tíma og Airwaves-hátíðina og því ljóst að mikill fjöldi fólks verður í bænum í kvöld og skemmtanir á hverju götuhorni,“ segir Jakob Frímann. „Okkur langaði að búa til viðburð á tíma þegar annars er lítið að gerast, á haustin og vorin,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunar- innar Hríms, en hún situr í stjórn Miðborgarinnar okkar. „Við vildum einnig tengja okkur betur við þá viðburði sem eru í bænum, líkt og Airwaves núna,“ segir hún. Tinna segir bæinn stappaðan af fólki þessa stundina. „Gestir Airwaves voru farnir að streyma að strax á mánudaginn og það er allt annar brag- ur á bænum núna þegar hann er stútfullur af tón- listarunnendum og hipsterum,“ segir hún glað- lega og býst við miklum mannfjölda í bænum í kvöld og afar góðri stemningu enda veður spáin mjög fín. Fyrir utan fín tilboð bjóða sumir verslunareig- endur í miðbænum upp á fjölbreytt skemmtiatriði. „Sumir verða með utandagskrárviðburði í tengslum við Airwaves, aðrir verða með plötusnúða,“ segir Tinna en auk þess verða marg- ir með vín og konfekt sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Hún bendir á að Langur laugardagur verði einnig á sínum stað á morgun líkt og ávallt fyrsta laugardag hvers mánaðar. Tinna segir góða samstöðu ríkja meðal verslunareigenda í mið- borginni. „Hér er mikill uppgangur og samhugur og við reynum stöðugt að finna upp á einhverju nýju og skemmtilegu til að draga fólk að,“ segir hún og hlakkar til kvöldsins. Fleiri upplýsingar um Miðborgina okkar má nálgast á www.mid- borgin.is. MIÐBORGARVAKA TIL TÍU Í KVÖLD Miðborgarvaka verður haldin í fyrsta sinn í kvöld. Þá verða verslanir í miðborginni opnar til klukkan 22 og bjóða auk þess upp á skemmti- atriði, veitingar og ýmis góð tilboð. Búast má við miklum mannfjölda í miðbænum enda stendur hin frábæra Airwaves-hátíð sem hæst. Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi verslunar- innar Hríms. Miðbærinn fyllist af fólki í kvöld bæði vegna Airwaves-hátíðarinnar og Miðborgarvöku sem haldin verður í fyrsta sinn. MYND/STEFÁN Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar. É g kynntist þessum vörum fyrir rúm- lega tveimur árum þegar vinkona mín og einn meðeigenda minna í dag spurði mig hvort ég hefði heyrt af þessum íslensku hágæðahúðvör- um. Hvorug okkar hafði heyrt um Dr. Braga áður og forvitni okkar var vakin,“ segir Ásta S. Einarsdóttir sem nú er framkvæmdastjóri Dr. Braga í London. Hún segir hrifningu sína af vörunum hafa verið hvatann að því að auka hróður íslenskra vísinda og framleiðslu bæði á Íslandi og erlendis. „Mér þótti mjög spenn- andi að til væru íslenskar há- gæðahúðvörur sem hafa ein- staklega mikla virkni án þess að skaða húðina.“ Maðurinn á bak við vísindin er Jón Bragi Bjarnason heitinn, doktor í lífefnafræði. Eftir að hafa rannsakað virkni sjávarensíma í þrjátíu ár þróaði hann vörurnar en prófanir sýndu fram á græðandi áhrif á húðina. „Ég kynntist dótt- ur Jóns Braga, Sigurrósu, þegar við vorum saman í Fegurðarsamkeppni Íslands á sínum tíma og ég vona að fjölskylda hans sé ánægð með að við séum að halda nafni hans og vís- indum á loft,“ útskýrir Ásta. Vörulínan verður fljótlega fáanleg í Harrod´s og segir Ásta vör- urnar vera einstaklega hreinar en þær inni- halda engin rotvarnarefni, ilmefni, litarefni, olíur eða paraben. Jafnframt hafi fólki með húðvandamál eins og exem fundist vörurnar slá á einkennin. Viðtökurnar hafa verið glimr- andi í Bretlandi og eru Beckham-hjónin og leikkonurnar Thandie Newton og Sienna Mill- er meðal annars viðskiptavinir Dr. Braga. „Annars eru ekki síðri með- mæli að mamma mín notar ekkert annað og er oft búin að fá verðskuld- að hrós fyrir hversu vel hún líti út og falleg húð hennar sé. Vörurnar sem innihalda sjávarensímin virka eins og rakakrem, augnkrem og serum allt í senn,“ segir hún. Ásta hefur búið erlendis síðustu 17 árin en hún stundaði MBA-nám í New York áður en hún flutti til London með fjölskyldu sína árið 2005. „Við vönd- um okkur mikið við að tala góða og fal- lega íslensku á heimilinu og ég er mjög stolt af krökkunum fyrir það hve góða íslensku þau tala þrátt fyrir að hafa aldrei gengið í íslenskan skóla.“ Hægt er að fá nánari upplýsingar á drbragi.is. HÚÐIN ÍSLENSK VÍS- INDI Í HÁGÆÐAHÚÐ- VÖRUM FRÁ DR. BRAGA Ásta S. Einarsdóttir framkvæmdastjóri snyrtivörulínunnar Dr. Bragi í London Ásta S. Einarsdóttir segir vörurnar vera einstaklega hreinar en þær innihalda engin rotvarnarefni, ilmefni, litarefni, olíur eða paraben. AUGLÝSING: MIÐBORGIN OKKAR KYNNIR Vörurnar hafa fengið talsverða um- fjöllun í erlendum miðlum á borð við tískutímaritið Vogue.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.