Fréttablaðið - 01.11.2013, Síða 40

Fréttablaðið - 01.11.2013, Síða 40
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska og hönnun. Gómsæti og dans. Dr. Bragi. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir Hrekkjavakan. Hrekkjavökukökur. Förðun. Helgarmaturinn og Spjörunum úr 8 • LÍFIÐ 1. NÓVEMBER 2013 E va Dögg er borgarbarn í húð og hár en hún ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni, Eddu Björgvinsdóttur leik- konu, og Gísla Rúnari Jóns- syni, stjúpföður sínum. Leik- listin heillaði ekki og sem barn þráði hún að ferðast um heiminn og verða flugmaður en fyrst og fremst vildi hún verða ofurskvísa, rétt eins og amma Gréta. Um nokkurra ára skeið bjó Eva Dögg í Santa Fe í Kaliforníu í Banda- ríkjunum og lærði Fashion Merc- handising og útskrifaðist árið 2011 með MBA-gráðu í viðskipt- um og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hefurðu verið eitthvað í leik- listinni? Lékstu ekki örlítið í myndinni Hrafninn flýgur? „Mín fyrsta reynsla í sjónvarpi var þegar ég var plötuð til að leika í sjónvarpsmynd sex ára gömul og foreldrar mínir lofuðu mér að fara í margar dótabúðir ef ég bara leiddi hermann yfir torg. Ef vel er að gáð þá sést hermaður leiða barn sem lítur út fyrir að vera eskimói sökum grátbólgins and- lits. Það var ég. Svo var ég pínd í áramóta skaup og þjáðist fyrir það þegar mér var strítt í skólanum út af því. Mig langaði aldrei að verða leikkona því mér fannst þetta alveg hræðilegt enda alveg nóg af leiklist allt í kringum mig,“ segir hún brosandi. Þú hef gjarnan nefnt að mamma þín, Edda Björgvinsdótt- ir, sé sú sem að þú lítur mest upp til. Er það ekki rétt? „Ég lít upp til allra jákvæðra dugnaðarforka og mamma tilheyrir þeim hópi. Mér finnst í raun íslenskar konur ótrúlega duglegar konur og í senn þær glæsilegustu í heiminum. Ef konur eru jákvæðar, sjálfum sér samkvæmar og góðar manneskj- ur þá lít ég upp til þeirra. Mamma er mjög skemmtileg og á það til að ráðleggja mér því hún veit allt- af betur. Það héldu allir að það væri bara áramótaskaup alla daga á mínu heimili þegar ég var barn en, ó nei, mamma mín var ábyggi- lega strangasta mamman á svæð- inu.“ Fyrsta tískublogg landsins Hefur þú ætíð verið meðvituð um tískustrauma? „Það má segja að ég hafi verið meðvituð um tísku- strauma frá blautu barnsbeini. Ég man að foreldrar mínir, sem voru róttækir hippar, áttu ekki orð þegar ég fimm ára stóð uppi á steini á leiðinni yfir Kjöl og ímyndaði mér að ég væri á hælas- kóm. Ég talaði stanslaust um skó sem ég hafði sé í glugga í verslun Steinars Waage á Laugavegi. Þeir voru úr gallaefni með gulu blómi og smáhæl. Vá hvað mig dreymdi um að eignast þá.“ Nú rekur þú tískuvefinn tíska. is. Hvað varð til þess? „Ég opnaði fyrst tiska.is árið 1999 en þá var þetta í raun fyrsta netverslunin á Íslandi sem seldi fatnað, fylgihluti og snyrtivörur. Þá var orðið blogg ekki til og því má segja að þetta hafi verið fyrsta tískubloggið á Ís- landi því við vorum einnig með tískufréttir. Eftir að ég eignað- ist litlu prinsana mína ákvað ég að vinna heima í stað þess að fá mér au-pair því ég uppgötvaði að ég gæti ekki unnið fullt starf sem úti- vinnandi framakona. Ég ákvað að opna vefinn á ný og í dag erum við sjö sem stöndum að honum. Það eru Dóra Lind, Sigga Kling, Edda EVA DÖGG KONUR ERU MEÐ HUNDRAÐ HLUTVERK Í DAG Eva Dögg Sigurgeirsdóttir er stórglæsileg fjögurra barna móðir. Hún rekur sinn eigin tískuvef og á næstunni kemur út fyrsta bókin hennar, Tískubókin – í stíl við þig. Lífi ð ræddi við Evu Dögg um stórbrotið fjölskyldulíf, barneignir á miðjum aldri, vonbrigði með skólakerfi ð og listina að lifa fyrir daginn í dag. NAFN: Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. ALDUR: 43 ára. STARF: Ritstjóri og mamma HJÚSKAPARSTAÐA: Í sambúð með Bjarna Ákasyni BÖRN: 4 – Fannar Daníel 20 ára, Sara Ísabella 14 ára, Bjarni Gabríel 5 ára og Viktor Áki 2 ára. Svo á ég þrjár stjúpdætur IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.