Fréttablaðið - 01.11.2013, Page 48

Fréttablaðið - 01.11.2013, Page 48
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Tíska og hönnun. Gómsæti og dans. Dr. Bragi. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hrekkjavakan. Hrekkjavökukökur. Förðun. Helgarmaturinn og Spjörunum úr HELGAR MATURINN SÚKKULAÐIKÓKOSOSTAKAKA Hvern faðmaðir þú síð- ast? Strákana mína áður en þeir fóru í skólann. En kysstir? Manninn minn áður en ég fór í vinnuna. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Þegar Heiðar bauð mér og vinkonu minni til NY á tónleika sem mig langaði rosalega til að fara á. Frábær ferð. (Takk fyrir mig, Heiðar minn.) Hvaða galla í eigin fari ertu búin að um- bera allt of lengi? Á erf- itt með að treysta, vil helst gera allt sjálf svo að hlutirn- ir séu alveg eins og ég hugs- aði þá. Er óþolinmóð og vil að hlut- irnir gerist strax! Ertu hörundsár? Nei, það þekkist ekki á okkar heimili að fara í fýlu eða vera sár. Við bara ræðum hlutina. Dansarðu þegar eng- inn sér til? Ég dansa alla daga, ein og þegar aðrir sjá til. Kemur manni í gírinn. Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvern- ig? Mér finnst gaman að gera mig að fífli og fá aðra til að hlæja. En ætli það hafi ekki verið þegar ég var nýflutt heim og fór öfugan hring á hringtorginu í Kópa- voginum og mætti bíl. Hringirðu stundum í vælubílinn? Nei, það geri ég ekki. Það er minn stærsti kostur. Tekurðu strætó? Nei, ég keyri bíl og hjóla mikið. Hvað eyðirðu mikl- um tíma á Facebook á dag? Allt of miklum. Hætti á Facbook í byrjun árs og eyddi 70% vina og kolféll svo og byrjaði aftur. Face- book er ávanabindandi. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heils- arðu þeim? Heilsaði þeim þar sem það var dag- legt brauð að hitta þekkt- ar manneskjur meðan við bjuggum úti en þegar ég hitti Gary Barlow þá titraði ég og hafði enga stjórn á taugunum. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Nei, ég er eins og opin bók. Hef ekkert að fela. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Ég ætla ekki að baka og alls ekki að taka til. Eik Gísladóttir ALDUR: 38 ára STARF: Sit í ritstjórn Kvenna- blaðsins. Menntuð grafísk- ur hönnuður og hárgreiðslu- kona. ...SPJÖ RU N U M Ú R Botn: 80 g Now-möndlumjöl (Fjarðarkaup, Hag- kaup, Lifandi markaður) 20 g kókoshnetuhveiti 12 g Fiber Sprinkle (má líka nota mulið hrökkbrauð) 1 eggjahvíta 1 dl möndlumjólk Fylling: 450 g kotasæla 250 g kvark/hreint skyr/grísk jógúrt (1%) 2 msk. Now-erythriol (Fjarðarkaup, Hag- kaup, Lifandi markaður) 1 msk. Walden Farms Marshmallow Dip (má sleppa) 1 tsk. súkkulaði, sykurlaust Jello-pudding- mix 1,5 msk. Hershey‘s ósætt kakó (Kostur) Now-kókoshnetudropar Aðferð 1. Hræra allt gumsið sem fer í botninn saman þar til það verð- ur að deigi og hnoða í kúlu. 2. Setja kúluna á smjörpapp- írsklæddan botn úr smelluformi (20-25 cm í þvermál). 3. Setja annan smjörpappír yfir kúluna og fletja út með kökukefli þar til botninn hefur fyllt út í kantana. 4. Henda lummunni í 160°C heitan ofn í um 10 mínútur meðan fyllingin er gerð. 5. Hræra fyllinguna saman með töfra- sprota. 6. Hella yfir botninn sem ætti nú að vera orðinn fallega gullinbrúnn. 7. Inn í ofn í 30-35 mínútur. Kakan á að vera aðeins „wobbly“ þegar hún kemur úr sólbaðinu. Ragnhildur Þórðardóttir einkaþjálfari http://ragganagli. wordpress.com/

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.