Fréttablaðið - 01.11.2013, Side 58

Fréttablaðið - 01.11.2013, Side 58
Ég var þunglyndur, misnotaði lyf og sat bara og glamraði á gítar allan daginn. Og svo las ég um Grænland,“ sagði bókmennta- verðlaunahafi Norðurlandaráðs, Kim Leine, í viðtali við Berlingske tidende fyrr á þessu ári um upp- haf hugmyndarinnar að baki verðlaunabókinni. Tilefni viðtals- ins var að bók hans Profeterne i Evighedsfjorden, eða Spámenn- irnir í Botnleysufirði eins og hún mun heita á íslensku, var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs sem hún svo hlaut á mið- vikudaginn. Leine, sem er hjúkrunarfræð- ingur að mennt, bjó á Grænlandi í 15 ár og lesningin sem hann vísar til í kvótinu hér á undan var grein eftir Mads Lidegaard sem fjallaði um sögu trúboðanna Maríu Magdalenu og Habakúks sem stofnuðu trúarsöfnuð í Botnleysu- firði í lok átjándu aldar. „Ég vissi ekki hvers vegna þetta var svona mikilvægt, en sagan lá áfram í undirmeðvitundinni og mig lang- aði til að skrifa hana,“ segir Leine. Lesturinn á greininni átti sér stað árið 2002, þegar Leine hafði enn ekki skrifað neina skáldsögu, og það var ekki fyrr en árið 2009, eftir að hann hafði gefið út þrjár bækur, sem hann fór fyrir alvöru að vinna í henni. Aðalpersónan er danskur prestur, Morten Falck, sem, út úr hálgerðri neyð, fer til starfa á Grænlandi og verður for- vitinn um sögurnar af sértrúar- söfnuðinum í Botnleysufirði. Leine fæddist í Noregi árið 1961 en flutti 17 ára gamall til Dan- merkur í þeim tilgangi að kynnast föður sínum sem hann hafði aldrei þekkt. Faðirinn misnotaði hann kynferðislega og til að flýja fortíð- ina flutti Leine til Grænlands árið 1989 og bjó þar til 2004. „Græn- land er afgerandi áhrifavaldur í því að ég náði frelsi en samtímis olli það krísu,“ segir Leine í við- talinu í Berlingske og bætir við að þegar tveir menningarheimar mætist sé mikil hætta á vanda- málum. Í rökstuðningi valnefndar bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs fyrir því að veita Spámönn- unum í Botnleysufirði verðlaunin segir að bókin sé grípandi sögu- leg skáldsaga um kúgun og upp- reisn, margslungið verk þar sem fram komi andúð á nýlendustefnu og hugleiðingar um manneskjuna sem líkama og hugsun. Íslenskir lesendur munu geta lesið bókina á móðurmálinu í mars á næsta ári því rithöfundurinn Jón Hallur Stefánsson vinnur nú af kappi við að þýða hana. Bókaút- gáfan Draumsýn gefur bókina út á Íslandi og þar fengust þær upp- lýsingar að Leine væri væntan- legur til landsins í mars til að fagna útgáfunni og fylgja bókinni úr hlaði. fridrikab@frettabladid.is Grænland var af- gerandi áhrifavaldur Kim Leine hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir skáldsöguna Profeterne i Evighedsfj orden. Leine bjó á Grænlandi í 15 ár og segir þá vist hafa haft afgerandi áhrif á sig. Bókin er væntanlegu á íslensku í mars á næsta ári. Á SIGURSTUNDU Kim Leine með verðlaunagripinn Norðurljós en auk hans hlýtur verðlaunahafinn vegleg peningaverðlaun. MYND: MAGNUS FRODERBERG/NORDEN.ORG GESTASÖNGKONA Ingibjörg Guðjónsdóttir hefur ekki áður sungið með hópnum og segist hlakka mikið til. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Listasafn Reykjavíkur og tónlistarhópurinn Elektra Ensemble hafa um nokkurt skeið staðið fyrir tónleikahaldi á Kjarvalsstöðum. Á þessum fyrstu tónleikum vetrarins fær tónlistarhópur- inn Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu til liðs við sig. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt; þjóðlegur Beethoven og Bliss og amerískt hlað- borð. „Þetta verður glæsileg veisla fyrir kammer- tónlistarunnendur,“ segir gestasöngkonan Ingi- björg. „Fjölbreytt dagskrá og mjög ólík verk.“ En hvernig kom það til að hún fór að syngja með hópnum? „Við Ástríður Alda höfum unnið dálítið saman og þegar hún bað mig um þetta hugsaði ég mig sko ekki um,“ segir Ingibjörg. „Það er ótrú- lega gaman að fá að vinna með svona stórkost- legum konum og ég hlakka mikið til.“ Elektra Ensemble er skipaður fimm ungum tónlistarkonum, þeim Ástríði Öldu Sigurðar- dóttur píanóleikara, Emilíu Rós Sigfúsdóttur flautuleikara, Helgu Björgu Arnardóttur klarín- ettuleikara, Helgu Þóru Björgvinsdóttur fiðlu- leikara og Margréti Árnadóttur sellóleikara. Hópurinn var útnefndur Tónlistarhópur Reykja- víkurborgar 2009 og gekk í kjölfarið til sam- starfs við Listasafn Reykjavíkur um tónleikaröð á Kjarvalsstöðum. - fsb Veisla fyrir kammerunnendur Ingibjörg Guðjónsdóttir verður gestasöngvari með Elektra Ensemble á tónleikum hópsins á Kjarvalsstöðum á sunnudagskvöldið. GLÆSILEGUR HÓPUR Elektra Ensemble og Kjarvalsstaðir hafa í nokkur ár verið í samstarfi um tónleika- hald. Gámasala! 3+1+1 3 2 1+ + Brú nt Sva rt Hvit t Verð 299.000 Settið Sófasett Höfðabakka 9 Topp Grade Leður Sími: 864-8685 Opið Virka daga kl 17-19 laugardaga - sunnudaga kl 13-17 FRI HEIMSENDING NÝ SENDING Save the Children á Íslandi MENNING 1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.