Fréttablaðið - 01.11.2013, Page 64

Fréttablaðið - 01.11.2013, Page 64
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 40 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER MANNHAF Mikill fjöldi fólks sótti Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina í Hörpu á miðvikudag. Hátíðin fer fram í fimmtánda sinn í ár og stendur fram á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON TÓNLIST ★★★ ★★ Leaves Iceland Airwaves-hátíðin HARPA– SILFURBERG Leaves hóf tónleikana á The Sens- ualist, sem er tekið af nýútkom- inni plötu, See You in the After- glow. Krafturinn hélt áfram og tóku áhorfendur vel í þessi upphafslög Leaves enda skilaði sveitin sínu afar vel. Eftir kraftmikla byrj- un var hins vegar komið að kafla með ögn lágstemmdari lögum og varð þá vart við að reynt væri á athygli tónleikagesta. Þegar einhverjir voru farnir að líta í kringum sig tilkynnti söngvari sveitarinnar að nú væri komið að smá rokki og voru Lea- ves-meðlimir því aftur komnir í þann gír sem þeir sóma sér hvað best í. - ofr NIÐURSTAÐA: Kraftmikil byrjun með slakari miðju. Kaflaskiptir tónleikar TÓNLIST ★★★★ ★ Mammút Iceland Airwaves-hátíðin HARPA NORÐURLJÓS Fullt var út úr dyrum þegar Mammút steig á svið. Hljóm- sveitin hefur verið reglulegur gestur á hátíðinni allt frá því að hún sigraði í Músíktilraunum árið 2004. Hljómsveitin er orðin að einhverju miklu meira en vel smurðri vél en eflaust mætti líkja tengslum hljómsveitarmeð- lima við óvenju hæfileikaríkan systkinahóp. Söngkona sveitar- innar, Kata Mogensen, fær sér- stakt hrós, en sviðsframkoma hennar og söngur var í hæsta gæðaflokki. Einungis var flutt nýtt efni á tónleikunum en nýju lögin eru gríðarsterk og virtust leggjast vel í áhorfendur og hafði kurt- eislegt golfklappið sem einkennt hafði salinn fyrr um kvöldið breyst í dynjandi lófatak, hróp og skræki. Þekktustu lögin af nýju plöt- unni, Salt og Blóðberg, voru á meðal fyrstu laga sveitarinnar að þessu sinni og varð það mögu- lega til þess að ákveðinn stíg- anda vantaði í tónleikana en ljóst er að hljómsveitin er að prófa sig áfram með uppröðun laga á tón- leikum. Orri Freyr Rúnarsson NIÐURSTAÐA: Frábærir tónleikar. Mammút er eins og vel smurð vél. Vel smurð vél TÓNLIST ★★★ ★★ Vök Iceland Airwaves-hátíðin HARPA– NORÐURLJÓS Það var orðið rúmlega hálffullt í salnum þegar Vök, sigursveit Músiktilrauna 2013, steig á svið klukkan átta. Um leið og fyrsta lagið byrjaði að hljóma kom í ljós að hljóðkerfið var langt frá því að vera í botni þannig að afar óáhugaverðar samræður parsins fyrir framan mig hálfyfirgnæfðu hljómsveitina. Þetta hvimleiða vandamál fylgdi Norðurljósasaln- um eitthvað fram eftir kvöldinu en lagaðist þó smátt og smátt eftir því sem á leið. Hljómsveitin hefur verið afar dugleg að spila að undanförnu og hefur það skilað sér í stórbættri sviðsframkomu sem var öll til fyrir myndar. Að auki hefur það haft jákvæð áhrif að bæta þriðja meðlimnum við sveitina sem gaf öllum færi á að einbeita sér að eigin hlutverkum á sviðinu. Heilt yfir voru tónleikar Vakar virkilega góðir. Spilamennskan var til fyrirmyndar og verður gaman að fylgjast með hljómsveit- inni í framtíðinni. Orri Freyr Rúnarsson NIÐURSTAÐA: Heilt yfir góðir tónleikar. Miklu meira en efnileg HLUSTAÐ AF ÁHUGA Tónleikagestir hlýddu á tónlistina af áhuga. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON Húsfyllir í Hörpu TÓNLIST ★★★★ ★ Emilíana Torrini Iceland Airwaves-hátíðin HARPA– SILFURBERG Tónleikar Emilíönu Torrini á Ice- land Airwaves á miðvikudagskvöld mörkuðu tímamót. Tónleikarn- ir voru hennar fyrstu á hátíðinni frá árinu 1999 og var þetta einnig í fyrsta sinn sem Emilíana kemur fram í Hörpu. Löngu var orðið tímabært að ein af okkar bestu söngkonum endurnýjaði kynni sín við Iceland Airwaves. Lög af nýrri plötu Emilíönu, Tookah, voru fyrirferðarmikil á efnisskránni og er ljóst að þar er um mjög vandaða plötu að ræða. Emilíana ákvað sjálf í upphafi tón- leikanna að ávarpa gesti á móður- málinu sem féll vel í kramið hjá Íslendingum í salnum. Hún hóf leik á laginu Tookah en það er grípandi og skemmtilegt lag sem greip viðstadda strax. Tónleikarnir voru í einu orði sagt frábærir. Frammistaða Emil- íönu var mögnuð og söngur hennar oft á tíðum dáleiðandi. Tónleikarn- ir voru fumlausir og ljóst að Emil- íana er í fantaformi um þessar mundir. Jón Júlíus Karlsson NIÐURSTAÐA: Heillandi og einlæg frammistaða sem hitti beint í mark. Einlæg Emilíana FRÁBÆRIR TÓNLEIKAR Emilíana Torrini kom fram í Silfurbergi á miðvikudag. Tónleikarnir þóttu vel heppnaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON TOPPSKÓNUM ECCO GOLFDAGAR Í 40% AFSLÁTTUR af Ecco golfskóm alla helgina Láttu þetta ekki fram hjá þér fara, týpur frá sumrinu 2012-2013. Takmarkað magn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.