Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 64
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 40 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER MANNHAF Mikill fjöldi fólks sótti Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina í Hörpu á miðvikudag. Hátíðin fer fram í fimmtánda sinn í ár og stendur fram á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON TÓNLIST ★★★ ★★ Leaves Iceland Airwaves-hátíðin HARPA– SILFURBERG Leaves hóf tónleikana á The Sens- ualist, sem er tekið af nýútkom- inni plötu, See You in the After- glow. Krafturinn hélt áfram og tóku áhorfendur vel í þessi upphafslög Leaves enda skilaði sveitin sínu afar vel. Eftir kraftmikla byrj- un var hins vegar komið að kafla með ögn lágstemmdari lögum og varð þá vart við að reynt væri á athygli tónleikagesta. Þegar einhverjir voru farnir að líta í kringum sig tilkynnti söngvari sveitarinnar að nú væri komið að smá rokki og voru Lea- ves-meðlimir því aftur komnir í þann gír sem þeir sóma sér hvað best í. - ofr NIÐURSTAÐA: Kraftmikil byrjun með slakari miðju. Kaflaskiptir tónleikar TÓNLIST ★★★★ ★ Mammút Iceland Airwaves-hátíðin HARPA NORÐURLJÓS Fullt var út úr dyrum þegar Mammút steig á svið. Hljóm- sveitin hefur verið reglulegur gestur á hátíðinni allt frá því að hún sigraði í Músíktilraunum árið 2004. Hljómsveitin er orðin að einhverju miklu meira en vel smurðri vél en eflaust mætti líkja tengslum hljómsveitarmeð- lima við óvenju hæfileikaríkan systkinahóp. Söngkona sveitar- innar, Kata Mogensen, fær sér- stakt hrós, en sviðsframkoma hennar og söngur var í hæsta gæðaflokki. Einungis var flutt nýtt efni á tónleikunum en nýju lögin eru gríðarsterk og virtust leggjast vel í áhorfendur og hafði kurt- eislegt golfklappið sem einkennt hafði salinn fyrr um kvöldið breyst í dynjandi lófatak, hróp og skræki. Þekktustu lögin af nýju plöt- unni, Salt og Blóðberg, voru á meðal fyrstu laga sveitarinnar að þessu sinni og varð það mögu- lega til þess að ákveðinn stíg- anda vantaði í tónleikana en ljóst er að hljómsveitin er að prófa sig áfram með uppröðun laga á tón- leikum. Orri Freyr Rúnarsson NIÐURSTAÐA: Frábærir tónleikar. Mammút er eins og vel smurð vél. Vel smurð vél TÓNLIST ★★★ ★★ Vök Iceland Airwaves-hátíðin HARPA– NORÐURLJÓS Það var orðið rúmlega hálffullt í salnum þegar Vök, sigursveit Músiktilrauna 2013, steig á svið klukkan átta. Um leið og fyrsta lagið byrjaði að hljóma kom í ljós að hljóðkerfið var langt frá því að vera í botni þannig að afar óáhugaverðar samræður parsins fyrir framan mig hálfyfirgnæfðu hljómsveitina. Þetta hvimleiða vandamál fylgdi Norðurljósasaln- um eitthvað fram eftir kvöldinu en lagaðist þó smátt og smátt eftir því sem á leið. Hljómsveitin hefur verið afar dugleg að spila að undanförnu og hefur það skilað sér í stórbættri sviðsframkomu sem var öll til fyrir myndar. Að auki hefur það haft jákvæð áhrif að bæta þriðja meðlimnum við sveitina sem gaf öllum færi á að einbeita sér að eigin hlutverkum á sviðinu. Heilt yfir voru tónleikar Vakar virkilega góðir. Spilamennskan var til fyrirmyndar og verður gaman að fylgjast með hljómsveit- inni í framtíðinni. Orri Freyr Rúnarsson NIÐURSTAÐA: Heilt yfir góðir tónleikar. Miklu meira en efnileg HLUSTAÐ AF ÁHUGA Tónleikagestir hlýddu á tónlistina af áhuga. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON Húsfyllir í Hörpu TÓNLIST ★★★★ ★ Emilíana Torrini Iceland Airwaves-hátíðin HARPA– SILFURBERG Tónleikar Emilíönu Torrini á Ice- land Airwaves á miðvikudagskvöld mörkuðu tímamót. Tónleikarn- ir voru hennar fyrstu á hátíðinni frá árinu 1999 og var þetta einnig í fyrsta sinn sem Emilíana kemur fram í Hörpu. Löngu var orðið tímabært að ein af okkar bestu söngkonum endurnýjaði kynni sín við Iceland Airwaves. Lög af nýrri plötu Emilíönu, Tookah, voru fyrirferðarmikil á efnisskránni og er ljóst að þar er um mjög vandaða plötu að ræða. Emilíana ákvað sjálf í upphafi tón- leikanna að ávarpa gesti á móður- málinu sem féll vel í kramið hjá Íslendingum í salnum. Hún hóf leik á laginu Tookah en það er grípandi og skemmtilegt lag sem greip viðstadda strax. Tónleikarnir voru í einu orði sagt frábærir. Frammistaða Emil- íönu var mögnuð og söngur hennar oft á tíðum dáleiðandi. Tónleikarn- ir voru fumlausir og ljóst að Emil- íana er í fantaformi um þessar mundir. Jón Júlíus Karlsson NIÐURSTAÐA: Heillandi og einlæg frammistaða sem hitti beint í mark. Einlæg Emilíana FRÁBÆRIR TÓNLEIKAR Emilíana Torrini kom fram í Silfurbergi á miðvikudag. Tónleikarnir þóttu vel heppnaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON TOPPSKÓNUM ECCO GOLFDAGAR Í 40% AFSLÁTTUR af Ecco golfskóm alla helgina Láttu þetta ekki fram hjá þér fara, týpur frá sumrinu 2012-2013. Takmarkað magn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.