Fréttablaðið - 01.11.2013, Side 67

Fréttablaðið - 01.11.2013, Side 67
FÖSTUDAGUR 1. nóvember 2013 | MENNING | James Blake hlaut hin virtu Merc- ury-verðlaun í Bretlandi fyrir aðra plötu sína, Overgrown. Hann hafði betur í samkeppni við flytjendur á borð við Arctic Monkeys, David Bowie, Disclosure, Villagers, Rudimental og Laura Mvula, sem veðbankar töldu líklegasta til að hreppa verðlaunin. „Ég vil þakka foreldrum mínum fyrir að sýna mér hversu mikilvægt er að vera sjálfstæð- ur,“ sagði Blake í þakkarræðu sinni en verðlaunin voru afhent í London. Blake spilaði á Sónar- hátíðinni í Reykjavík í febrúar við góðar undirtektir. Á meðal annarra sem hafa fengið verð- launin eru Primal Scream, PJ Harvey, Badly Drawn Boy, Alt-J og Ms Dynamite. Blake þakkaði foreldrunum MERCURY -VERÐLAUNIN James Blake hlaut Mercury-verðlaunin fyrir plötuna Overgrown. NORDICPHOTOS/GETTY „Við erum sálufélagar og náum ótrúlega vel saman,“ segir tón- listarkonan Ramona Gonzales úr hljómsveitinni Nite Jewel sem kemur fram á Iceland Airwaves- hátíðinni í kvöld. Bandaríski dúett- inn er skipaður kærustuparinu Ramonu, sem syngur og semur lögin, og upptökustjóranum og útsetjaranum Cole M. Greif-Neill. Sveitin á rætur að rekja til Los Angeles en hún leikur elektrón- íska/tilraunakennda tónlist með indí-ívafi. „Ísland er mjög fallegt land en það er samt pínukalt hérna. Við fórum Gullna hringinn og það var yndislegt,“ segir Ramona hæst- ánægð með Íslandsdvölina. Nite Jewel er önnur tveggja sveita sem unnu samkeppni á vegum Reyka Vodka um að spila á tónlistarhátíðinni Ice- land Airwaves. „Við sendum lag í keppnina og svo bara vorum við allt í einu á leiðinni til Íslands,“ segir Ramona um ferlið. Keppnin var haldin í samstarfi við Groove- shark-tónlistarveituna. Hljómsveitir sendu inn prufu- upptökur og svo valdi nefnd á vegum Iceland Airwaves sigur- sveitirnar tvær. Þær unnu viku- ferð til Íslands þar sem allur kostnaður verður greiddur og fá að koma fram á hátíðinni. „Við vorum á tónleikaferðalagi um Asíu en eftir Íslandsdvölina ætlum við aftur til Los Angeles að klára nýjustu plötuna okkar sem kemur vonandi út fljótlega,“ segir Ramona aðspurð um framhaldið. Nite Jewel kemur fram á skemmtistaðnum Harlem í kvöld klukkan 23.20. - glp Sálufélagarnir í Nite Jewel heillast af Íslandi Dúettinn Nite Jewel frá Los Angeles kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. Hljómsveitin vann ferðina til Íslands. ALSÆL Á ÍSLANDI Dúettinn Nite Jewel kemur fram á Iceland Airwaves á Harlem í kvöld. MYND/ANGEL CEBALLOS Bandaríska hljómsveitin Kings of Leon leggur af stað í tónleikaferð um Bandaríkin hinn 5. febrúar næstkomandi og hefst ferðalagið í Atlanta í Bandaríkjunum. Sveitin er að fylgja eftir nýjustu plötu sinni sem heitir Mechanical Bull en hún kom út fyrir skömmu. Trommuleikari sveitarinnar, Nathan Followill, sagði í sam- tali við Rolling Stone tímaritið að hljómsveitin hefði aldrei hljómað betur en núna og sagði meðlimi hlakka mikið til að byrja að spila aftur saman. Hljómsveitin hefur í nokkur ár verið ein sú vinsælasta í heimin- um en platan Only By The Night kom sveitinni heldur betur á kortið árið 2008 með lögum eins og Sex On Fire og Use Somebody og seldist í rúmum sex milljónum eintaka í heiminum. Kings of Leon á leið í tón- leikaferðalag SNÝR AFTUR Kings of Leon snýr aftur og hefur tónleikaferðalag í febrúar. NORDICPHOTOS/GETTY Ísland er mjög fallegt land en það er samt pínukalt hérna. Við fórum Gullna hringinn og það var yndis- legt. 43

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.