Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 68
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 44 BAKÞANKAR Kolbeins Tuma Daðasonar „Það er auðvitað mjög huglægt hvað er ljótt orð, margir tengja það við merkingu orðsins. Oft eru orðin ljót- ari þegar þau lýsa einhverju ljótu,“ segir Viktor Orri Valgarðsson, sem stofnaði Facebook-síðu ásamt Garðari Þór Þorkelssyni þar sem leitað er að ljótasta íslenska orðinu. Þar er hægt að leggja fram tillögu að orði og þau orð sem fá flest læk keppa loks um titilinn. „Þessi keppni er ágætt dæmi um mátt samfélagsmiðlanna og er afurð þess að við félagarnir vorum að ræða keppnina um fallegasta orðið sem fram fór fyrir stuttu. Okkur þótti enn áhugaverðara að halda keppni um ljótasta orðið,“ útskýrir Viktor Orri. Síðan var stofnuð fyrir skömmu og hefur á stuttum tíma fengið tæp eitt þúsund læk og hafa hundruð orða verið tilnefnd. Spurður um einkenni ljótra orða segir Garðar: „Óheppileg samsetn- ing hljóða, eins og tvö L líkt og í orð- inu fjall, hljómar ekkert of vel.“ Aðstandendur síðunnar eiga þó í stökustu erfiðleikum með að velja ljótasta orðið sjálfir. „Orð sem erfitt er að segja og skrifa eru mér ofar- lega í huga, eins og gengilbeina sem er mjög asnalegt orð, einnig eru orð eins og geirvarta og úlnliður ofar- lega í huga,“ bætir Viktor við. Ljótasta orðið verður valið á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvem- ber. „Við gerum ráð fyrir fjölmennri samkomu,“ bætir Viktor við að lokum en frú Vigdísi Finnbogadótt- ur verður boðið sem heiðursgesti. - glp Geirvarta meðal ljótustu orðanna Tveir piltar standa fyrir keppni um val á ljótasta orði sem til er í íslensku máli. LEITA AÐ LJÓTASTA ORÐINU Viktor Orri Valgarðs- son og Garðar Þór Þorkelsson, aðstandendur síðunnar þar sem leitin fer fram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Skoðanakannanir Túrtappi Geirvarta Úlnliður Trauðla Hné ➜ Skoðanakannanir vinsælt orð „Ég held að við séum alveg örugg- lega tæknilegasta hljómsveit lands- ins,“ segir Viðar Jónsson, stofnandi hljómsveitarinnar Þryðjy Kos- synn! sem samanstendur af tækni- mönnum Þjóðleikhússins. Tæknimennirnir Axel Cortes, Halldór Snær Bjarnason og Krist- inn Gauti Einarsson ásamt Viðari mynda hljómsveitina sem hefur verið starfandi í tvö ár en þeir leika og syngja fjölbreytta tón- list á fimm tungumálum. „Sveitin var stofnuð í einhverju flippi en við syngjum lög á íslensku, ensku, spænsku, þýsku og dönsku,“ bætir Viðar við. Þessir lykilstarfsmenn Þjóð- leikhússins njóta aðstoðar ýmissa gestasöngvara sem margir hverjir eru þjóðþekktir og jafnvel heims- þekktir. „Ólafía Hrönn er fastur gestasöngvari hjá okkur en hún er einnig umboðsmaður okkar. Það er öllum starfsmönnum Þjóðleikhúss- ins boðið að ganga í hljómsveitina en við erum samt fjórir sem mynd- um þennan kjarna,“ útskýrir Viðar. Þryðjy Kossynn! kemur fram á hljómleikum á Café Rosenberg á laugardag og hefjast þeir klukkan 22. „Með okkur koma fram heims- þekktir einstaklingar sem ég get því miður ekki nafngreint,“ bætir Viðar við að lokum. - glp Tæknilegasta hljómsveit landsins Tækni-hljómsveitin Þryðjy Kossynn! skartar tæknimönnum Þjóðleikhússins. MIKIL TÆKNISVEIT Hljómsveitin Þryðjy Kossynn! er skipuð tæknimönnum Þjóðleikhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Góðan daginn, Tumi,“ segir brosmild-asta og skemmtilegasta afgreiðslu- kona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. Allar mínar pæling- ar um hvaða peningabatterí reki hvaða stórverslun hafa skipt litlu máli und- anfarin ár. Ef það er virkur dagur og ég á ferðinni á milli 12 og 19 er bleika svínið sótt heim. Útrætt mál. KRAKKARNIR elska að hitta Franciscu sem man nöfnin á þeim og okkur hjónunum jafnvel þótt margar vikur hafi liðið frá síðustu heimsókn. Ekki bara á okkur held- ur oftar en ekki fólkinu á undan og eftir í röðinni. Brosið er alltaf á sínum stað og spurn- ingar um líðan. Engin tilgerð. Bara góðmennska og kurteisi sem fólk lærir ekki á nám- skeiðum. EKKI þekki ég kaup og kjör Franciscu hjá stórversluninni en ég vona svo sannarlega að þau séu vel yfir meðallagi miðað við hvað gengur og gerist í stétt- inni. Fyrir mína parta væri ég líklegri til að fara í næstu verslun ef ekki væri fyrir hina yndislegu afgreiðslukonu. Sem er líklega svo yndisleg að henni kæmi ekki til hugar að biðja um launa- hækkun. EN hvaðan kemur þessi gleði í hjarta Franciscu sem birtist í fallegu brosi og viðmóti hennar við alla? Öll fjölskyldan í 6.000 kílómetra fjarlægð í Sambíu. Hún í tveimur störfum og ferðast Reykavík á enda í strætó til að komast til vinnu. „GUÐ er eina leyndarmálið! Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti,“ sagði Francisca í viðtali í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að vera „gjafa- pakkafermdur“ deili ég ekki trú á hið heilaga. Raunar hef ég verið afar gagn- rýninn á flest það sem við kemur trúar- brögðum í gegnum tíðina. En þegar birtingarmynd staðfastrar trúar er hin heilaga Francisca á kassanum í Bónus, þá er guð ekkert annað en hið besta mál. Heilög Francisca LAU & SUN: 16.00 SUN: 20.00 SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ THE HOLLYWOOD REPORTER ENTERTAINMENT WEEKLY VARIETY LOS ANGELES TIMES VARIETYQC THE HOLLYWOOD REPORTER EMPIRE EMPIRETOTAL FILM SMÁRABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS PHILOMENA KL. 8 - 10 CAPTAIN PHILIPS KL. 8 / FURÐUFUGLAR 3D KL. 6 KONAN Í BÚRINU KL. 6 / INSIDIUS CHAPTER 2 KL. 10.30 THOR 2 KL. 5.30 - 8 - 10.30 THOR 2 LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 FURÐUFUGLAR 2D KL. 3.20 - 5.40 FURÐUFUGLAR 3D KL. 3.20 CAPTAIN PHILIPS KL. 5 - 8 - 10.45 INSIDIUS CHAPTER 2 KL. 8 - 10.20 KONAN Í BÚRINU KL. 8 - 10.15 MÁLMHAUS KL. 5.45 TÚRBÓ 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 Miðasala á: og HÁSKÓLABÍÓ PHILOMENA KL. 5.45 - 8 - 10.15 CAPTAIN PHILIPS KL. 10 FRANCES HA KL. 6 KONAN Í BÚRINU KL. 10.15 GRAVITY 3D KL. 8 - 10.50 MÁLMHAUS KL. 5.45 - 8 HROSS Í OSS KL. 6 - 8 -H.V.A., FBL - H. S., MBL EMPIRE THE NEW YORK TIMES “SKEMMTILEGASTA ÍSLENSKA KVIKMYND SEM ÉG HEF SÉÐ LENGI!” - BERGSTEINN SIGURÐS- SON, DJÖFLAEYJAN RÚV EMPIRE TOTAL FILM PHILOMENA 5:50, 8, 10:10 FURÐUFUGLAR 3:50, 6 3D FURÐUFUGLAR 3:50 2D CAPTAIN PHILLIPS 6, 9 ABOUT TIME 9 AULINN ÉG 2 - ÍSL TAL 3:50 2D Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. The New York Times Los Angeles Times Empire ÍSL TAL 5%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.