Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 2. nóvember 2013 | HELGIN | 35 ➜ Á einkamálasíðum eru auglýsingar frá infant- ílistum sem leita hver annan uppi og við höfum líka haft ávæning af því að þjónusta eins og sú sem mamman í leikritinu veitir sé rekin hér á landi. vera trú og heimspeki, en gengur út á að reyna að vera almenni- leg manneskja og koma vel fram við allar lifandi verur. Það er kannski leiðinlegt að segja það, en búddisminn er eina trúin sem móðgar mig ekki vitsmunalega.“ Beið eftir að verða stór Þegar Lilja bjó í Leicester, þar sem hún sá sjónvarpsþáttinn eftirminnilega um infantílista, var hún að fylgja sinni heittelsk- uðu, Margréti Pálu Ólafsdóttur, sem var að ljúka meistaranámi sínu í borginni. Margrét Pála er höfundur Hjallastefnunnar og er fimmtán ára aldursmunur á henni og Lilju, en þær hafa verið saman í 22 ár. Hvernig bar fundum ykkar Margrétar Pálu saman? „Mar- grét Pála var að vinna í sama húsi og mamma og þar sá ég hana fyrst á kaffistofunni þegar ég var í þann mund að ljúka sam- ræmdu prófunum. Svo þurfti ég bara að bíða eftir því að verða fullorðin til að eltast við hana, sem tók tíma en tókst að lokum. Mér fannst hún rosalega heillandi, án þess þó að gera mér grein fyrir því hvað það var nákvæmlega sem heillaði mig, því ég vissi ekki þá að ég væri lesbísk. Þegar mamma sagði mér svo að Margrét Pála væri lesbía fannst mér hún enn meira spenn- andi. Mörgum árum síðar, þegar ég var komin úr felum, hitt- umst við aftur. Þá var hún skilin við sambýliskonu sína og ég var orðin stór, svo þetta var allt mjög heppilegt. Í mínum augum er Margrét Pála alltaf mest og best af öllum. Hún er stoð mín og stytta í flestu sem ég geri og líka fyrirmynd mín, því ég dáist að því hvernig hún hagar sínu lífi.“ Mættuð þið fordómum vegna aldursmunarins? „Ég hugsa að Margrét Pála hafi aðallega fengið að heyra það, en svo er það líka þannig að þegar maður hefur farið yfir eitt tabú verð- ur næsta tabú auðveldara við- fangs. Aldursmunurinn var lítið mál í samanburði við það að taka saman við manneskju af sama kyni. Það trúði því eng- inn að sambandið myndi endast, en það hefur gert það svo um munar. Í gegnum sögu og menn- ingu samkynhneigðra para er svona aldursmunur reyndar mjög algengur og svo virðist sem slík sambönd endist lengst og gangi best.“ En þið búið ekki saman? „Nei, það eru nokkur ár síðan við hætt- um að búa saman en við erum mikið saman, ferðumst saman og eigum gæðatíma, en eyðum vinnuvikunni hvor í sinni íbúð. Það er mjög gott fyrirkomulag og að mörgu leyti auðveldara en að búa saman. Fyrir okkur, tvær miðaldra kellingar með engin börn, er í raun engin ástæða til að búa saman þar sem sambúðar- formið er að miklu leyti búið til í kringum börn.“ Hafið þið íhugað að eignast börn saman? „Þegar við höfð- um forsendur og orku til þess að eignast börn var það hrein- lega ekki í boði og við afskrif- uðum það. Ef staðan hefði verið eins og hún er í dag hefðum við örugglega hlaðið niður nokkrum börnum því Margrét Pála er svo mikil barnakerling, en við erum svo heppnar að hún átti unglings- stúlku þegar við tókum saman og sú hefur verið ægilega dugleg við barneignir, á fjögur stykki sem við njótum góðs af.“ Margrét Pála er kröftug mann- eskja sem liggur ekki á skoð- unum sínum og er þar af leið- andi umdeild. Tekur þú gagnrýni á hana og hennar störf, meðal annars í leikskólamálum, nærri þér? „Já. Það er svo fyndið að hún tekur allri gagnrýni af miklu æðruleysi og hefur jafnvel dálít- ið gaman af henni á meðan ég verð oft alveg brjáluð. Í upphafi Hjallastefnunnar var gagnrýnin oft mjög ljót, leiðinleg og ósann- gjörn, en hún hefur minnkað eftir því sem fólk virðist skilja betur út á hvað þetta leikskóla- módel gengur.“ ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 6 56 47 0 9/ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.