Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 50

Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 50
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4 Eva Ólöf Hjaltadóttir segir að sér hafi ekki liðið vel í langan tíma áður en hún kynntist Femarelle. „Ég er á lyfjum vegna sykursýki og sjúkdóms í skjaldkirtli. Ég þyngdist vegna lyfjanna, hef auk þess þjáðst af gigt með tilheyr- andi verkjum. Mér fannst óþægilegt að vera innan um margt fólk og var farin að finna fyrir þunglyndi. Einnig átti ég erfitt með að vera í hávaða og var að einangr- ast gagnvart félagslífi,“ segir Eva Ólöf. „Ég er 71 árs og var ekki sátt við hvernig mér leið, vildi geta tekið meiri þátt í lífinu. Ég las umfjöllun um Fem- arelle og leist vel á að prófa náttúrulega, hormónalausa meðferð, sérstaklega þar sem sagt var að hylkin gætu minnkað verki. Núna hef ég tekið Femarelle inn í fjóra mánuði og hef endurheimt mitt fyrra líf. Mér líður svo vel að nú get ég farið daglega út að ganga með hundinn minn, fer í sund á hverjum degi og sæki félagsvist og bingó,“ segir Eva glöð í bragði. „Mig er hætt að verkja um allan líkamann. Ég nota Femarelle sem nátt- úrulega verkjameðferð því ef ég er með verk tek ég aukalega inn af því. Það besta við þetta allt er að börnin mín og tengdabörn segja að ég sé aftur orðin lífleg og hress. Þá finnst mér mun meira gaman að hitta barnabörnin mín, því ég get veitt þeim alla athygli. Ég hef misst ellefu kíló án þess að hafa haft fyrir því vegna þess að mér líður betur og get hreyft mig óhindrað. Ég er ánægð með Femarelle-hylkin, mér líður vel af þeim og hef mælt með þeim við vinkonur mínar. DREGUR ÚR VERKJUM OG VANLÍÐAN ICECARE KYNNIR Femarelle er náttúruleg lausn fyrir konur á breytingaaldri. Femarelle er gert úr jurtaefnum og rannsóknir sýna að það slær á einkenni tíðahvarfa og hefur hjálpað mörgum konum að öðlast betri líðan. FEMARELLE ÖRUGGUR KOSTUR Femarelle fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða. sjá www.icecare.is ÁNÆGÐ Eva Ólöf er ánægð með Femarelle og segist nota það sem náttúrulega verkjameðferð. MYND/STEFAN Þetta er eitthvert eyðimerk-urpönk og mér sýnist fólk verða svolítið skrítið á svipinn þegar það setur nýju plöt- una okkar á fóninn,“ segir Jónas Sigurðsson um tónlist hljóm- sveitarinnar Dranga sem skipuð er Jónasi, Mugison og Ómari Guð- jónssyni. „Drangar urðu til um þetta leyti í fyrra þegar við Ómar túruðum um landið og komum við hjá Mugison í Súðavík. Þá spiluðum við þrír á tónleikum á Flateyri og ákváðum að setja hljómsveitina á fót,“ út- skýrir Jónas sem verður á gömlum heimaslóðum þegar hann stígur á svið með Dröngum í Tryggvaskála á Selfossi annað kvöld. Jónas er fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn og þekkir Suðurlandið eins og lófann á sér. „Í gamla daga keyrði ég þrot- laust þvers og kruss um Suður- landið og klassískur hringur á góðum degi var að fara í Fjöl- brautaskóla Suðurlands að morgni, síðan heim í Þorláks- höfn og á sveitaball í Njálsbúð um kvöldið. Að sjálfsögðu var tekinn hamborgari með öllu og rauð- káli í pulsuvagninum á Selfossi í heimleiðinni og farið í gott partí í Hveragerði á eftir,“ segir Jónas og hlær dátt að minningunni. Honum finnst erfitt að setja Sunnlendinga undir sama hatt. „Suðurlandið er svo víðfeðmt og mismunandi menning á hverjum stað. Þannig er stór munur á Selfossi og Eyrarbakka þótt stutt sé þar á milli og mikill munur á Þorláks- höfn og Hveragerði, eins og Hellu og Stokkseyri. Eystri bæirnir eru í meiri tengslum við landbúnaðinn en bæirnir við ströndina eru í tengslum við sjávarútveginn. Hver og einn staður hefur sitt sérkenni og það finnur maður vel á menningu bæjar- ins,“ segir Jónas, sem í dag unir hag sínum vel í höfuðstaðnum. „Ég elska borgir jafn mikið og ég elska að vera í litlum þorpum með góðu mannlífi. Í miðbæ Reykjavíkur eru enn leifar af gömlu þorpi og mikið mannlíf og þar finnst mér ótrúlega gott að vera,“ segir Jónas sem þó fer oft og iðulega heim í Þorlákshöfn. „Þar búa foreldrar mínir enn og margir vina minna. Eftir því sem ég eldist finn ég meira og meira hversu Þorlákshöfn togar sterkt í mig og þangað sæki ég innblástur fyrir tónlist mína og margt fleira. Þorláks- höfn stendur á mörkum mikillar sandfjöru og bjargs sem Atlants- hafið lemur með sínu þunga fargi. Þar er samankomin gríðarleg orka og þar er engu líkt að vera.“ ■ thordis@365.is ELSKAR LÍTIL ÞORP SUNNLENDINGUR Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson ætlar að gera víðreist austur á heimaslóð- ir á morgun þegar hann stígur á svið með nýrri hljómsveit í Tryggvaskála á Selfossi. DRANGAR „Þetta verða notalegir sunnudagstónleikar,“ segir Jónas um tón- leikana í Tryggvaskála. Hann segir ávallt sérstakt að spila á Selfossi og hlakkar mikið til. Drangar spila líka í Máli og menn- ingu klukkan 15 í dag og hálffimm í Slippnum. Frá vinstri: Mugison, Ómar og Jónas. MYND/VALLI TÓNLEIKAR DRANGA í Tryggvaskála hefj- ast klukkan 21 ann- að kvöld. Tónleikar Dranga í Tryggvaskála eru hluti af viðamikilli menningarupplifun á Safnahelgi á Suðurlandi nú um helgina. Dagskráin er í alla staði heillandi og snýr að mat og menningu úr héraði, allt austur að Höfn í Hornafirði. Hvar sem drepið er niður fæti tekur spennandi dagskrá á móti gestum í hverjum bæ frá morgni til kvölds. Svo fátt sé upptalið má nefna tónlist Marlene Dietrich í Eyjum, einleikinn Eldklerkinn á Kirkjubæjarklaustri, söng og upplestur Þórðar Tómassonar í Skógum, saumamaraþon í Njálurefl- inum á Hvolsvelli og gómsætar matar- uppskriftir í heitu pottum Sundhallar Selfoss. Í Flóanum verður gengið að Flóðgáttinni með Guðna Ágústssyni, opið verður í Draugasafninu á Stokks- eyri, í Vík verður fýlaveisla og Horna- fjarðarsöfnin heimsótt. Sjá dagskrá á www.sunnanmenning.is SAFNAHELGI Á SUÐURLANDI Ævintýri og gestrisni Sunn- lendinga bíða ferðalanga um Suðurland alla helgina. KK OG MAGGI Söngelskar sálir verða ekki sviknar af ljúfri kvöldstund í félagsskap KK og Magga Eiríks í Þingborg í kvöld. MYND/VILHELM MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.