Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 102
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 74 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER TÓNLIST ★★★★★ Jagwar Ma Iceland Airwaves-hátíðin LISTASAFN REYKJAVÍKUR Ástralska hljómsveitin Jagwar Ma er án efa ein sú áhugaverðasta sem hefur komið fram á árinu og er plata hennar, Howlin, til marks um það. Það voru því örugglega margir sem biðu eftir þessum tónleikum sveit- arinnar með mikilli eftirvæntingu. Tónlist Jagwar Ma hefur gríðar- sterkar vísanir í Madchester-senuna svokölluðu og koma hljómsveitir á borð við Happy Mondays strax upp í hugann. Þeir eru þó langt frá því að vera einhvers konar ábreiðuband og eru algjörlega með sinn eigin stíl. Um leið og fyrstu tónar komu af sviðinu var ljóst að um góða tónleika yrði að ræða. Meðlimir Jagwar Ma, sem eru þrír, voru afar líflegir og virtust skemmta sér vel. Það sama má segja um þá áhorfend- ur sem voru á staðnum, en þeim hafði fækkað talsvert áður en að yfir lauk og var salurinn einungis hálffullur þegar hljómsveitin steig af sviðinu. Segja má að allt við tónleikana hafi verið nánast fullkomið, hvort sem það snýr að tónlistinni sjálfri, flutningnum, hljóði eða ljósum. Vissulega hefði þó verið gaman að sjá hljómsveit á borð við Jagwar Ma í ögn minni sal sem hefði mögulega hentað henni betur. Þeir áhorfendur sem horfðu á tón- leikana hafa þó eflaust áttað sig á því að um alvöru Iceland Air- waves-viðburð var að ræða og það verður afar erfitt að toppa þessa tónleika. Orri Freyr Rúnarsson NIÐURSTAÐA: Stórkostlegir tónleikar þar sem allt gekk upp. Allt að því fullkomið TÓNLIST ★★★★★ Yo La Tengo Iceland Airwaves-hátíðin HARPA-SILFURBERG Það voru margir búnir að bíða lengi eftir að sjá bandarísku hljómsveitina Yo La Tengo en hún hefur verið starfandi frá árinu 1984. Sveitin lék á Iceland Air waves í Hörpu á fimmtudags- kvöld og voru þetta fyrstu tón- leikar hennar hér á landi. Yo La Tengo á sér marga aðdá- endur hér á landi. Sveitin gaf nýverið út plötuna Fade og er að fylgja henni eftir á tónleikaferða- lagi um þessar mundir. Tónleikarnir byrjuðu vel og troðfullt var út úr dyrum þegar sveitin hóf leik. Yo La Tengo skipa hjónin Ira Kaplan og Georgia Hubley sem stofnuðu sveitina á sínum tíma og James McNew sem gekk til liðs við hana árið 1989. McNew leikur aðallega á bassa en greip líka í gítarinn. Hann gerði sér lítið fyrir og sleit tvo strengi á miðjum tónleikunum, fipaðist þó ekkert og kláraði lagið. Hátindur tónleikanna var þegar hljómsveitin lék lagið Ohm af nýjustu plötu sinni. Þægilegt og skemmtilegt lag. Að því lagi loknu sigu tónleikarnir heldur niður á við. Langir gítarkaflar reyndu á þolinmæði tónleikagesta og heldur fór að fækka í salnum sem áður var troðfullur. Jón Júlíus Karlsson NIÐURSTAÐA: Fín tónlist en óþarf- lega langir gítardjammkaflar báru athygli tónleikagesta ofurliði. Of mikið tangódjamm YO LA TENGO Bandaríska hljómsveitin reyndi á þolinmæði tónleikagesta. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR JAGWAR MA Hljómsveitin Jagwar Ma stóð sig frábærlega í Listasafni Reykjavíkur. NORDICPHOTOS⁄GETTY Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 3. desember í 16 nætur á frábæru stökktutilboði. Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför látum við þig/ykkur vita á hvaða gististað dvalið er á. Ekki missa af þessu einstaka tilboði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara. Stökktu tilboð Verð frá kr. 99.900 Netverð á mann m.v. 2 - 4 fullorðna í íbúð/studio/herbergi í 16 nætur. Aukagjald á einbýli 39.000 kr. Stökktu tilboð - með allt innifalið! Verð frá kr. 179.900 Netverð á mann m.v. 2 í tvíbýli í 16 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 80.000. Frá kr. 99.900 Stökktu til Kanarí 3. des í 16 nætur HYDROXYCUT WILDBERRY 21 BRÉF KR PK ÁÐUR 5.990 KR www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Grandi· Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Kræsingar & kostakjör TÓNLIST ★★★★★ Eldar Iceland Airwaves-hátíðin IÐNÓ Hljómsveitin Eldar úr Keflavík spilaði fyrir þægilegan fjölda tón- leikagesta í Iðnó í gærkvöldi. Tónlistin var í rólegri kantinum en stórskemmtileg. Söngur Valdi- mars Guðmundssonar var í einu orði sagt: Frábær. Hann var einnig skemmtilega vandræðalegur og feiminn á milli laga. Áhorfendur hlógu að mjög svo bókstaflegum þýðingum lagaheita Elda yfir á ensku. Þegar Valdimar var að kynna síðasta lagið fór íslenskur maður upp á svið og bað meðlimi hljómsveitarinnar um að gefa sér eiginhandaráritun. Valdimar benti honum á að spyrja þau frekar að tónleikunum loknum. Eldar er greinilega mönnuð góðum tónlistarmönnum og heppn- uðust tónleikarnir mjög vel. Ekki var vart við eitt óánægt andlit á meðal gesta. Samúel Karl Ólason NIÐURSTAÐA: Hinir fínustu tón- leikar. Að mestu rólegar melódíur og raddir söngkonunnar og Valdimars virkuðu vel saman. Eldar loguðu á sviðinu GAMAN Gestir á Iceland Airwaves- hátíðinni, þar á meðal Danni í Maus, skemmtu sér vel á tónleikunum á fimmtu- dagskvöld eins og sjá má. AIRWAVES 2013 Hljómsveitin vinsæla Hjaltalín spilaði við góðar undirtektir á fimmtu- dagskvöldið og sýndi söngvarinn Högni Egils- son eins og oft áður góð tilþrif á sviðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.