Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 76
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 48 Hann er mættur aftur til leiks, eini maðurinn sem hefur verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar frá árinu 2008 og heitir ekki LeBron James. Þangað til nýlega hafði Derrick Rose ekki spilað körfubolta síðan hann sleit kross- band í hné í byrjun úrslitakeppn- innar 2011, þá nýbúinn að hljóta þá eftirsóttu upphefð að vera valinn verðmætasti leikmaður deildar- innar. Sú leiktíð fór því út um þúfur hjá Bulls en af nýafstöðnu undirbún- ingstímabili að dæma hefur Rose ekki gleymt miklu síðan – jafnvel lært eitt og annað nýtt. Hann hefur farið á kostum, og þótt honum hafi fatast flugið í fyrsta leik tímabils- ins gegn meisturum Miami Heat á þriðjudag og tapað stórt þá hafa sumir spekúlantar, til dæmis Bill Simmons, engu að síður spáð því að Chicago Bulls, með Rose í broddi fylkingar, muni verða sterkara lið en Miami í ár – að minnsta kosti fram að úrslitakeppni í vor. Það verður enginn hægðarleikur fyrir nokkurt lið að skáka LeBron James og félögum í Miami í ár, frekar en undanfarin tvö. Liðið hefur styrkt sig og því er spáð enn einum meistaratitlinum af öllum veðbönkum. Það kom því nokkuð á óvart (og „nokkuð“ er hér nokkuð vægt ákvæðisorð) þegar Miami- liðar tóku upp á því að tapa fyrir Philadelphia 76‘ers á miðvikudags- kvöld. Furðan stafaði ekki hvað síst af því að engu liði hafði verið spáð verra gengi í deildinni í vetur en einmitt Philadelphiu, sem losaði sig við sterka menn í sumar og fékk lítið í staðinn. Stórveldi í lægð Ekki er búist við að tvö helstu veldi NBA-sögunnar, Boston Celtics og Los Angeles Lakers, verði til stór- ræðanna í vetur. Celtics er höfuð- laus her – hefur misst Paul Pierce og Kevin Garnett, auk þess sem leikstjórnandinn snjalli, Rajon Rondo, mun sitja meiddur á hliðar- línunni fyrstu vikurnar eða mán- uðina. Lakers er í svipuðu tjóni, með Kobe Bryant borgaralega klæddan að vinna sig upp úr meiðslum og búið að senda Dwight Howard til Houston. Steve Nash yngist ekki og fæstir eiga von á að Lakers nái í úrslitakeppnina þennan vetur. Það er reyndar til mikils að vinna fyrir þau lið sem standa sig hvað verst á leiktíðinni sem nú er nýhafin. Nýliðavalið næsta sumar stefnir í að verða það kræsileg- asta í áraraðir, og jafnvel talið að þar verði fimm, sex – ef ekki fleiri – leikmenn sem geti haft afger- andi áhrif til langtíma á liðin sem hreppa fyrstu valréttina. Allra stærsta hnossið er Kanada- maðurinn Andrew Wiggins, sem sagður er mesta efni sem sést hefur síðan kóngurinn LeBron James var valinn árið 2003. Ef Lakers hefur í hyggju að blanda sér í slaginn um feitustu bit- ana á nýliðamarkaðnum á næsta ári með því að standa sig herfilega þá byrjaði liðið reyndar ekki nógu vel á þeirri vegferð, því öllum að óvör- um lagði það nágranna sína í Los Angeles Clippers að velli í fyrsta leik á þriðjudag. Fyrirfram höfðu menn spáð því að Clippers yrðu meðal bestu liða deildarinnar, enda eru þeir komnir með almennilegan þjálfara, Doc Rivers frá Boston, í stað Vinny Del Negro, sem margir töldu örgustu liðleskju, og hafa auk þess bætt leikmannahópinn. Galopin vesturdeild Lakers var kippt hressilega niður á jörðina eftir sigurinn gegn Clippers með rassskellingu af hendi Golden State Warriors, öðru liði sem menn spá miklum frama í Vesturdeild- inni þetta árið. Warriors komust í aðra umferð úrslitakeppninnar í fyrra með sjóð- heitan Stephen Curry fremstan í flokki og þeir verða varla verri eftir að hafa nælt sér í Andre Iguodala, landsliðsmann Banda- ríkjanna, frá Denver Nuggets í sumar. Önnur lið sem venju sam- kvæmt munu blanda sér í topp- baráttuna vestan megin þetta árið eru mennirnir sem aldur- inn virðist ekki bíta á í San Antonio Spurs og orkuboltarn- ir í Oklahoma City Thunder, sem misstu reyndar sjötta mann liðsins og þriðja stiga- hæsta leikmann, Kevin Martin, til Minnesota Timb erwolves án þess að fá neitt í staðinn. Það gæti reynst þeim dýrt. Svo má ekki gleyma Houston Rockets. Þeir sömdu við miðherjann Dwight Howard í sumar og hann hóf leiktíðina á að rífa niður hvorki fleiri né færri en 26 fráköst á móti Charlotte Bob- cats á miðvikudag. Með hann, James Harden, Omer Asik, Jeremy Lin, Chandl er Parsons og fleiri innanborðs eru Houston- menn til alls líklegir. Memphis Grizzlies og Denver Nuggets eru lið sem menn hafa áður farið flatt á að vanmeta og brenna sig ekki á því aftur. Væringar í austrinu Austan megin spá menn sem áður segir Miami og Chicago góðu gengi, og auk þeirra Indiana Pacers, sem hafa verið á miklu flugi síðustu ár, og Brooklyn Nets, sem nánar er fjallað um hér til hliðar. Svo er víst ekki hægt að afskrifa New York- liðið þótt það hafi, ef eitthvað er, veikst frá fyrra ári. Þá verður spennandi að fylgjast með því hvernig Cleveland Caval- iers pluma sig með stappfullt lið af ungum mönnum – Kyrie Irving, Dion Waiters, Tristan Thompson og fyrsta valréttinn í nýliðaval- inu þetta árið, Anthony Bennett, að ógleymdum miðherjanum sterka Andrew Bynum, sem er reyndar aldrei hægt að treysta á að verði heill heilsu mikið meira en hálfan leik. Detroit Pistons teflir einnig fram breyttu liði og hefur bætt við sig framherjan- um Josh Smith frá Atlanta Hawks og Brandon Jenn- ings frá Mil- waukee Bucks og þyir eiga góða möguleika á að komast í úrslita- keppnina. Stígur Helgason stigur@frettabladid.is HANN ER SNÚINN AFTUR Búið er að blása til leiks í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron James og félagar í Miami Heat þurfa nú að mæta Derrick Rose aft ur– hann hefur ekki spilað í eitt og hálft ár en virðist í feiknagóðu formi. Nokkur óvænt úrslit hafa þó litið dagsins ljós í blábyrjun leiktíðar. Patrick Beverly 25 ára leikstjórnandi HOUSTON ROCKETS Beverly hefur leikið utan Banda- ríkjanna, í Úkraínu, Grikklandi og Rússlandi, frá því að Lakers valdi hann númer 42 í nýliða- valinu 2008. Nú er hann búinn að hirða byrjunarliðssætið hjá Rockets af engum öðrum en Jeremy Lin. Eric Bledsoe 23 ára leikstjórnandi PHOENIX SUNS Bledsoe náði aldrei að blómstra hjá Clippers en verður í töluvert stærra hlutverki hjá slöku liði Phoenix Suns í vetur og er til alls líklegur. Jimmy Butler 24 ára skotbakvörður CHICAGO BULLS Butler, sem varð heimilislaus þrettán ára gamall, sýndi hvað í honum bjó á síðari hluta síðustu leiktíðar, þegar hann spilaði stórkostlegan varnar- leik og hóf að skora þriggja stiga körfur af miklum móð. Verður lykilmaður í ógnarsterku liði Bulls í vetur. Michael Carter-Williams 22 ára leikstjórnandi PHILADELPHIA 76‘ERS Carter-Williams er hávaxinn og slánalegur leikstjórnandi sem hefur ákaflega næmt auga fyrir því hvert best er að senda boltann. Hann var valinn ellefti í nýliðavalinu í sumar og hóf NBA- ferilinn í vikunni með ótrúlegum leik– skoraði 22 stig, gaf 12 stoðsendingar, tók sjö fráköst og stal níu boltum. Andre Drummond 20 ára miðherji DETROIT PISTONS Hinn tröllslegi Drummond var valinn níundi í nýliðavalinu í fyrra og hefur síðan vaxið jafnt og þétt. Menn gera ráð fyrir því að hann verði meðal frákasta- hæstu leikmanna deildarinnar þetta árið. Reggie Jackson 23 ára leikstjórnandi OKLAHOMA CITY THUNDER Reggie Jackson hefur verið frekar aftarlega í goggunarröð- inni hjá Oklahoma síðan hann var valinn 24. í nýliðavalinu 2011, en það mun breytast í ár með brotthvarfi Kevins Martin og meiðslum Russells Westbrook. Hann hefur sýnt í undirbúningsleikjum að hann getur staðið undir ábyrgðinni. Victor Oladipo 21 árs skotbakvörður ORLANDO MAGIC Oladipo var valinn annar í nýliðavalinu í sumar og gera má ráð fyrir að hann fái mikið að spila þennan fyrsta vetur sinn í deildinni. Hann er frábær varnarmaður og lunkinn skorari. Kelly Olynyk 22 ára miðherji BOSTON CELTICS Þessi stóri Kanadamaður, sem Boston valdi 13. í nýliðavalinu í sumar, sýndi í æfingaleikjum í sumar að hann getur vel spilað körfubolta. Hann ætti að fá nóg að gera í þunnskipuðu liði Boston Celtics. Klay Thompson 23 ára skotbakvörður GOLDEN STATE WARRIORS Thompson er á meðal bestu þriggja stiga skyttna deildar- innar. Hann spilaði mikið á síðustu leiktíð og stóð sig vel. Hóf þessa með því að slá persónulegt stigamet á móti Lakers, skoraði 38 stig og hitti úr 15 af 19 skotum sínum. Tristan Thompson 22 ára kraftframherji CLEVELAND CAVALIERS Menn hafa beðið eftir að Tristan Thompson springi út og réttlæti að Cleveland hafi valið hann fjórða í nýliðavalinu 2011. Upphafið á þessu tímabili bendir til þess að kannski ætli hann loksins að láta verða af því núna. Jonas Valanciunas 21 árs miðherji TORONTO RAPTORS Þessi stóri og stæðilegi Lithái hefur ekki staðið undir væntingum enn sem komið er, en bundnar eru vonir við að það breytist loksins í ár. Hann hefur verið sprækur á undirbún- ingstímabilinu. Fá lið leggja meira undir á komandi leiktíð en Brooklyn Nets. Liðið er með nýjan þjálfara – goðsögnina Jason Kidd, sem lagði skóna á hilluna í vor eftir magnaðan feril og síðbúinn meistaratitil með Dallas Mavericks árið 2011. Kidd er reyndar algjörlega óskrifað blað í þjálfunarfræðunum, en sér til fulltingis hefur hann fengið mikla reynslubolta í liðið; þrefalda sendingu frá Boston Celtics sem allir hafa unnið meistaratitil á um- liðnum árum. Þetta eru þeir Kevin Garnett, Paul Pierce og Jason Terry, sem auk Andrei Kirilenko munu styrkja Brooklyn-liðið til mikilla muna. Byrjunarliðið verður ógnarsterkt; skipað þeim Deron Williams, Joe Johnson, Pierce, Garnett og Brook Lopez, og bekkurinn er ekki ónýtur heldur, með Terry, Kirilenko, Mirza Teletovic, Andray Blatche, Reggie Evans og Shaun Livingston í aðalhlutverkum. Þessir menn eru fæstir nein unglömb og það er ljóst að í Brooklyn er tjaldað til einnar nætur– eða einnar leiktíðar– með þennan mann- skap. Þar á bæ ætla menn einfaldlega að gera atlögu að titlinum. Allt annað verður álitið ósigur. ALLT UNDIR HJÁ ENDURBÆTTU BROOKLYN-LIÐI NÝJU MENNIRNIR Kevin Garnett hefur sagt að nú sé stefnt á titil. Það er enda leynt og ljóst markmið Brooklyn-búa. Það er því mikil ábyrgð á herðum Jasons Kidd. NORDICPHOTOS/AFP FYLGIST MEÐ ÞESSUM ➜ Hann er mættur aftur til leiks, eini maðurinn sem hefur verið val- inn besti leik- maður NBA- deildarinnar frá árinu 2008 og heitir ekki LeBron James.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.