Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 59
| ATVINNA |
AFGREIÐSLUSTARF Í 7 VIKUR
Óskum eftir því að ráða í afgreiðslustarf í verslun okkar í
Smáralind.
Um er að ræða tímabundið starf sem hentar mjög vel þeim
sem ætlar í skóla eftir áramót.
Starfið er laust strax.
Umsóknir sendist á netfangið
aslaug@lifoglist.is
Starf tæknimanns
Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar auglýsir starf tæknimanns laust til umsóknar
Tæknimaður á framkvæmdasviði sinnir verkefnum á sviði skipulags- og byggingamála m.a. í samvinnu við
skipulags- og byggingafulltrúa. Auk þess sinnir hann verkefnum á sviði umhverfis- og framkvæmdamála.
Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið
gudmundur.eliasson@fjardabyggd.is merkt „Tæknimaður á framkvæmdasviði“.
Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2013.
Helstu verkefni:
• Þjónusta við íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu á sviði
byggingamála.
• Eftirfylgni vegna byggingaleyfa, þ.m.t, úttektir og
bygginga eftirlit í umboði skipulags- og byggingafulltrúa.
• Eftirlit með að lögum og reglugerðum mannvirkjamála
sé framfylgt.
• Umsjón og eftirlit með framkvæmdum á vegum sveitar
félagsins, t.d. í nýbyggingum, veitum og hafnarmann
virkjum.
• Gerð lóðaleigusamninga á grundvelli lóðarblaðs og
samþykkts deiliskipulags.
• Yfirlestur eignaskiptasamninga og annarra skjala sem
heyra undir byggingasvið.
• Vinnur að framkvæmd og eftirliti með sorphirðu og urðun
sorps í sveitarfélaginu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Verkfræði, tæknifræði eða sambærilega menntun á
háskólastigi.
• Reynslu af og þekkingu á skipulags- og bygginga
málefnum sveitarfélaga.
• Reynslu af og þekkingu á verkeftirliti í mannvirkjagerð.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni.
• Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum samninganef-
ndar sveitarfélaga (SNS) við viðkomandi stéttarfélag.
Eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um stöðuna.
Allar frekari upplýsingar veitir Guðmundur Elíasson man-
nvirkjastjóri, í síma 470 9019.
Mjóifjörður Norðfjörður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður
Fjarðabyggð er vaxandi sveitarfélag á Austurlandi og það fjölmennasta með ríflega 4.600 íbúa. Bæjarkjarnar þess eru sex talsins eða Mjóifjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðar-
fjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður. Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar vinnur að fjölbreyttum verkefnum í hverjum þeirra í samstarfi við stjórnsýslunefndir bæjarins og opinberar
fagstofnanir. Í mannauðsstefnu Fjarðabyggðar er áhersla lögð á vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar, gott starfsumhverfi og jöfn tækifæri karla og kvenna.
Íslenska lögfræðistofan sem hyggst
opna skrifstofu á Akureyri óskar
eftir lögmanni til starfa
Um lögmannsstofuna
Skrifstofur lögmannsstofunnar eru staðsettar á höfuð-
borgarsvæðinu, en stofan hyggst nú opna nýja skrifstofu
á Akureyri. Fyrirhugað er að ráða lögmann til starfa sem
einnig mun hafa yfirumsjón með skrifstofunni á Akureyri.
Starfssvið
• Umsjón með lögfræðilegum verkefnum skrifstofunnar
• Verkefnaöflun
• Uppbygging skrifstofunnar í sveitarfélaginu
• Samskipti við hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Kandidats- eða meistarapróf í lögfræði.
• Lögmannsréttindi.
• Starfsreynsla sem nýtist í starfinu er skilyrði.
• Gott vald á íslensku og ensku.
• Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember næstkomandi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann H. Hafstein
hrl. Umsóknir og almennar fyrirspurnir skulu sendar á
netfangið johann@il.is
kopavogur.is
Kópavogsbær
Spennandi störf
hjá Kópavogsbæ
· Kennari í forfallakennslu í Hörðuvallaskóla
· Stuðningsfulltrúi/skólaliði í dægradvöl
Hörðuvallaskóla
· Þroskaþjálfi á áfangaheimili fyrir fatlaða
· Leikskólakennari í stuðning í Leiksk.Sólhvörf
· Leikskólakennari í leikskólann Baug
· Leikskólakennari í leikskólann Efstahjalla
Nánari upplýsingar og fleiri störf er að finna á
vefnum www.kopavogur.is
Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt
á vefnum www.kopavogur.is
Auglýsum eftir starfsfólki við bílaþrif. Bæði fullt starf
og hlutastarf í boði.Áhugasamir sendi tölvupóst með
upplýsingum á starf@splass.is
Starfsfólk
óskast
UMSÓKNUM ÞURFA AÐ FYLGJA
EFTIRFARANDI GÖGN:
Afrit af skírteini flugumsjónarmanns
Afrit af prófskírteinum ásamt einkunnum
fyrir allt bóklegt flugumsjónarnám
Afrit af stúdentsskírteini eða öðrum
sambærilegum prófskírteinum ásamt
einkunnum
Nýtt sakavottorð
Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli og er unnið
á dag- og næturvöktum (3-2-2).
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
HÆFNISKRÖFUR:
Hafa metnað til að ná árangri í starfi
Góð skipulagshæfni
Jákvætt hugarfar og rík þjónustulund
Góð tölvufærni
Góð enskukunnátta er nauðsynleg
Lögð er áhersla á vönduð og nákvæm
vinnubrögð
UMSÓKNARFRESTUR:
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið á vef
Icelandair, www.icelandair.is/umsokn
+ Fyrirspurnum svara:
Steinar Sveinsson, yfirflugumsjónarmaður I steinar@icelandair.is
Starfsmannasvið I starf@icelandair.is
FLUGUMSJÓNARMENN
Vegna aukinna umsvifa óskar Icelandair eftir að ráða flugumsjónarmenn til starfa. Leitað er
að flugumsjónarmönnum í áhugavert og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem öryggi,
áreiðanleiki og hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Umsækjendur þurfa að hafa gilt
skírteini flugumsjónarmanns.
LAUGARDAGUR 2. nóvember 2013 9