Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 34
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Sem samkynhneigð manneskja finnst mér ég hafa meiri skilning á fólki sem er almennt út úr rammanum en marg-ir aðrir. Þess vegna var mér mikið í mun að vinna þetta leikrit vel og sýna því mikla virð- ingu að til sé fólk sem þráir að lifa lífi sínu eins og börn. Síst af öllu vildi ég gera niðurlægjandi grín að því,“ segir Lilja Sigurð- ardóttir. Leikhópurinn Lab Loki frumsýnir í kvöld fyrsta leik- verk Lilju, Stóru börnin í leik- stjórn Rúnars Guðbrandssonar, í Tjarnarbíói. Infantílistar og hul- inn heimur þeirra er í forgrunni í verkinu, fólk sem vill haga sér og láta meðhöndla sig eins og börn og er tilbúið að borga fyrir slíka þjónustu. Fólk sem er á höttunum eftir eins konar móðurást. Kaupa sér nálægð Hvaða persónur eru það sem sækja aftur í þeirra eigin fortíð í verkinu? „Verkið fjallar um konu sem starfar sem dagmamma fyrir fullorðið fólk, infantíl- ista, og þrjá viðskiptavini sem koma úr hinum ýmsu aðstæðum. Einn sækir í sársauka æskunnar, annar er á flótta undan ábyrgð í lífinu og sá þriðji er að þrotum komin eftir endalausan þvæling milli ástarsambanda. Í rauninni má líta á verkið á nokkra vegu. Þjónustan sem dagmamman, sem kallar sig einfaldlega mömmu, veitir vekur sömu spurningar og vændi því um er að ræða kaup og sölu á ást, þótt í þessu tilfelli sé það móðurást. Leikritið fjallar líka um sálarástand viðskipta- vinanna og eymd fólksins sem sér ekki aðrar leiðir færar en að kaupa þjónustu annarrar mann- eskju til að finna fyrir nálægð. Svo má auðvitað líka nálgast þetta verk sem fjölskyldudrama með mömmu og þremur börnum og öllum þeim málum sem koma upp í fjölskyldum.“ Spratt upp úr sjónvarpsþætti Hvernig kviknaði hugmyndin að verkinu? „Verkið sprettur í raun upp úr sjónvarpsþætti sem ég sá þegar ég bjó í Englandi fyrir um áratug. Við Rúnar Guðbrands- son leikstjóri, sem þá var mágur minn, vorum samtíða í Leic- ester og ræddum mikið þennan þátt, sem fjallaði um infantílista og þá þjónustu sem þeir sækja í. Síðar þegar ég viðraði þessa hug- mynd við Rúnar, að semja leik- rit um þetta viðfangsefni, upp- veðraðist hann allur og sagðist hafa haft svipaða hugmynd í kollinum lengi. Þetta small því mjög skemmtilega saman. Þessi tilhneiging, að leita aftur í for- tíðarsjálfið, finnst mér svo full af nostalgíu og fegurð og ég varð mjög glöð þegar ég heyrði að Rúnari þætti það líka.“ Leitaðir þú þér frekari upplýs- inga um infantílista við undirbún- ing verksins? „Já, við höfum til að mynda kynnt okkur fleiri heim- ildarmyndir og lesið bækur um infantílista, auk þess sem heilt samfélag á netinu snýst um in- fantílisma. Það er hægt að finna með því að gúggla ABDL, Adult Baby Diaper Lovers, og finna alls kyns þjónustu sem er í boði. Til dæmis eru til sérfataverslanir sem selja barnaföt fyrir fullorðið fólk, stór barnahúsgögn og margt fleira sem fólk þarf til að geta lifað eins og börn.“ Er svona samfélag til á Íslandi? „Á einkamálasíðum eru auglýs- ingar frá infantílistum sem leita hver annan uppi og við höfum líka haft ávæning af því að þjón- usta eins og sú sem mamman í leikritinu veitir sé rekin hér á landi. Það hefur þó reynst erfitt að fá ítarlegri upplýsingar um þessa þjónustu því infantílismi viðist vera mjög mikið tabú, ein- hverra hluta vegna.“ Er infantílismi af kynferðis- legum toga? „Eitt af því athyglis- verðasta við þetta allt saman er að infantílistar lýsa þessari til- hneigingu sinni annaðhvort sem kynferðislegri eða alls ekki kyn- ferðislegri. Þetta er skilgreint sem „fetish“, blæti sem felur í sér að fólk æsist upp við hluti sem vanalega eru ekki flokkaðir sem kynferðislegir. Infantílsimi eins og hann kemur fyrir í leikrit- inu snýst þó ekki um að laðast að hlutum, eins og snuðum eða bleyj- um, heldur þeirri heildarupp- lifun að vera barn. Persónurnar í verkinu laðast heldur alls ekki að börnum heldur sinni eigin æsku. Það finnst mér merkilegt.“ Ekkert til sem heitir tilviljun Lilja er uppeldisfræðingur að mennt og starfar hjá Hjallastefn- unni við leikskólaeftirlit. Hún hafði lengi dundað sér við ýmis konar skriftir en hafði þó aldrei hugsað sér að gerast rithöfundur fyrr en útgáfufyrirtækið Bjartur auglýsti eftir spennusögum til útgáfu og í kjölfarið kom fyrri af tveimur skáldsögum hennar til þessa, glæpasagan Spor, út árið 2009. Sjálfstætt framhald þeirrar bókar, Fyrirgefning, leit svo dagsins ljós árið eftir en Lilja segir engar frekari bókaskriftir á döfinni að svo stöddu. Ertu búin að fá nóg af bóka- skrifum? „Með leikhússkrifun- um finnst mér að ég hafi fundið farveg sem hentar mér mjög vel og virðist liggja vel fyrir mér. Kannski er það vegna þess að ég er svo mikið fyrir hið sjón- ræna. Ég hef þegar lagt drög að næsta leikhúsverkefni, sem heitir Valdarán og fjallar um valdarán af ýmsum toga. Ef við segjum að Stóru börnin séu leik- ur með kenningar Freuds þá er líka hægt að segja að Valdarán sé leikur með Foucault, svo maður taki nú bara fyrir eitt uppáhald í einu.“ Þú vilt meina að tildrög þessa leikverks, sjónvarpsþátturinn sem þú og Rúnar leikstjóri sáuð bæði úti í Englandi, sé engin til- viljun? „Ég hef afskaplega litla trú á því að nokkuð sé til sem heitir tilviljun. Ég trúi á karma og í mínum huga er það engin spurning að þetta verk átti að verða til fyrst leiðir okkar Rún- ars lágu aftur saman á þennan hátt. Ég er búddisti og trúi því að lífið byggist á orsökum og afleið- ingum.“ Hefurðu lengi verið búddatrú- ar? „Já, í þó nokkuð mörg ár. Búddatrúin er á mörkum þess að Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is Fallegt að leita í fortíðarsjálfið Í kvöld frumsýnir leikhópurinn Lab Loki Stóru börnin, fyrsta leikverk Lilju Sigurðardóttur, í Tjarnarbíói. Verkið fjallar um infantílista, fólk sem þráir að haga sér og láta meðhöndla sig eins og börn. Lilja segir leikritið hafa átt að verða til. Ég hef þegar lagt drögin að næsta leikhúsverk- efni, sem heitir Valdarán og fjallar um valdarán af ýmsum toga. Ef við segjum að Stóru börnin séu leikur með kenningar Freuds þá er líka hægt að segja að Valda- rán sé leikur með Foucault, svo maður taki nú bara fyrir eitt uppáhald í einu“ STÓRU BÖRNIN Hugmyndin að verki Lilju Sigurðardóttur sem frumsýnt er í kvöld spratt upp úr breskum sjónvarpsþætti um infantílista. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.