Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 104
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 76
Autumn Skies
Snorri Helgason
RECORD RECORDS
Autumn Skies er þriðja plata Snorra
Helgasonar og jafnframt sú fyrsta
sem hann gerir með hljómsveitinni
Snorri Helgason. Auk forsprakkans
skipa hana Sigurlaug Gísladóttir
(Mr. Silla), Guðmundur Óskar Guð-
mundsson og Magnús Tryggvason
Eliassen og færa þau aukna og kær-
komna fjölbreytni inn í tónlistina.
Snorri heldur sig við árstíð-
irnar því síðasta plata hans hét
Winter Sun og kom út fyrir tveimur
árum. Þessi fyrrverandi liðsmaður
Sprengjuhallarinnar er sérfræð-
ingur í að semja melódískt þjóð-
lagapopp þar sem kassagítarinn er
í fyrirrúmi ásamt angurværri rödd-
inni og er þessi nýja plata þar engin
undantekning.
Besta lagið er Summer Is Almost
Gone með fínum texta um ástarþrá
þar sem Sigurður Guðmundsson
á góða innkomu á píanóið. Einnig
er hið fallega upphafslag Autumn
Skies II vel samið, rétt eins og hið
hlýlega Calling sem fjallar um
mann sem leitar að kærustu til
að kúra hjá þegar hann vaknar á
morgnana.
Freyr Bjarnason
NIÐURSTAÐA: Fín þriðja plata Snorra
Helgasonar þar sem ást og ástarþrá eru
yrkisefnin.
Ástarþrá að hausti til
Hljómsveitin Kings of Leon legg-
ur af stað í tónleikaferð um Banda-
ríkin hinn 5. febrúar næst komandi
og hefst ferðalagið í Atlanta.
Sveitin er að fylgja eftir nýjustu
plötu sinni sem heitir Mechani-
cal Bull en hún kom út fyrir
skömmu. Trommuleikari sveitar-
innar, Nathan Followill, sagði
í samtali við Rolling Stone-
tímaritið að hljómsveitin hefði
aldrei hljómað betur en núna og
sagði meðlimi hlakka mikið til
að byrja að spila aftur saman.
Hljómsveitin hefur í nokkur ár
verið ein sú vinsælasta í heiminum
en platan Only By The Night kom
sveitinni heldur betur á kortið árið
2008 með lögum eins og Sex On
Fire og Use Somebody og seldist
í rúmum sex milljónum eintaka í
heiminum.
Kóngarnir í ferðlag
Rokkararnir í Kings of Leon eru á leið í tónleikaferð.
SNÝR AFTUR Kings of Leon snýr aftur og hefur tónleikaferðalag í febrúar. NORDICPHOTOS/GETTY
„Það verður mjög mikið um
að vera, við ætlum vekja upp
tónlistar áhuga fólksins í bænum,“
segir Bjarmi Skarphéðinsson.
Hann er annar af skipu-
leggjendum Tónlistarvikunnar
sem fram fer á Selfossi í vikunni
en mikil og skemmtileg dagskrá
einkennir hana.
„Við á Selfossi ættleiðum tón-
listarmanninn Eyþór Inga Gunn-
laugsson þessa viku og mun hann
spila, fræða og tjá hug sinn til
tónlistar á ýmsum samkomum,“
útskýrir Bjarmi. Eyþór Ingi
kemur fram í öllum leikskólum
og grunnskólum í sveitarfélaginu
Árborg, þar sem hann mun spila
og eiga skemmtilega stund með
krökkunum og fólkinu.
„Þetta leggst mjög vel í mig og
verður forvitnilegt og skemmti-
legt,“ segir Eyþór Ingi um
tónlistar vikuna.
Ásamt því að skemmta og
spjalla við krakkana í skólunum
heldur hann fyrirlestur í félags-
miðstöðinni Zelsíuz. „Ég ætla bara
að spjalla við fólkið, eiga góða
stund með þeim og skapa umræðu
um tónlist og gildi hennar,“ bætir
Eyþór Ingi.
Þá mun söngvarinn dæma bæði
í söngvakeppni Fjölbrautaskóla
Suðurlands og söngvakeppni
félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz,
sem báðar fara fram í vikunni.
Selfoss hefur getið sér gott orð
sem einn fremsti tónlistarbær
Íslands, en er þó í mikilli sam-
keppni við Keflavík. „Það er blóm-
legt tónlistarlíf hérna á Selfossi
og mörg þekkt nöfn eiga rætur að
rekja hingað. Við viljum endilega
vekja enn meiri athygli á tónlist-
inni með þessari Tónlistarviku,“
bætir Bjarmi við.
Margar þekktar sveitir á borð
við Skítamóral, Ingó og Veður-
guðina og Mána eru allar frá
kaupstaðnum. Allt frá poppi yfir
í rokk, og allt þar á milli.
Tónlistarvikunni lýkur með
stórtónleikum í íþróttahúsinu IÐU,
þar sem Eyþór Ingi og hljómsveit
hans, Atómskáldin, koma fram,
ásamt kór FSU og fleiri sveit-
um frá Selfossi. „Það verður öllu
tjaldað til, þarna verð-
ur ljósa- og hljóð-
búnaður á heims-
mælikvarða,“
bætir Bjarmi við
að lokum.
gunnarleo@fretta-
bladid.is
Eyþór Ingi ættleiddur
Eyþór Ingi Gunnlaugsson verður í stóru hlutverki á Tónlistarviku á Selfossi.
SKIPULEGGJANDI
Bjarmi Skarp-
héðinsson, annar
skipuleggjenda
Tónlistarvikunnar.
MYND/EINKASAFN
STÓRTÓNLEIKAR Á SELFOSSI Eyþór Ingi og Atómskáldin slá botn í
Tónlistarvikuna á föstudagskvöldið á Selfossi. MYND/JESSICA GOW
TÓNLISTARBÆRINN SELFOSS HEFUR GETIÐ
AF SÉR FJÖLDA ÞEKKTRA HLJÓMSVEITA
Skítamórall
Stofnuð árið 1989.
Hljómsveitin hefur
verið ein allra vinsæl-
asta popphljómsveit
íslenskrar tónlistar-
sögu og gaf okkur
smelli á borð við
Nákvæmlega, Myndir,
Fljúgðu áfram og
Farin.
Ingó og veðurguðirnir
Stofnuð árið 2003.
Hljómsveitin hefur undanfarin ár
verið ákaflega vinsæl og hefur gefið
út smelli á borð við
Bahama, Gestalistinn,
Vinurinn og Argentína.
Mánar frá Selfossi
Stofnuð 1967. Hljómsveitin var
vinsæl á árunum 1967 til 1975 en
sveitin sendi frá sér lög eins og
Leikur að vonum
Á kránni, Frelsi og Útlegð.
Benny Crespo‘s
Gang
Stofnuð árið 2003.
Hljómsveitin hefur
undanfarin ár verið
með betri og virtari
rokkhljómsveitum
landsins en þekktustu
lög sveitarinnar eru
Next Weekend,
Johnny‘s Got a Baby,
Night Time og Shine.