Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 112
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 84 LAUGARDAGUR 12:45 Newcastle - Chelsea S2 Sport 2 12:50 Abu Dhabi - Tímataka S2 Sport 14:35 Laugardagsmörkin S2 Sport 2 15:00 Fulham - Man. Utd S2 Sport 2 15:00 Man. City - Norwich S2 Sport 3 15:00 Hull - Sunderland S2 Sport 4 15:00 West Ham - A. Villa S2 Sport 5 15:00 Stoke - Southampton S2 Sport 6 15:00 WBA - Crystal Palace S2 Sport 17:00 Laugardagsmörkin S2 Sport 2 17:30 Arsenal - Liverpool S2 Sport 2 19:00 Vallecano - Real Madrid S2 Sport 02:00 Box(Golovkin-Stevens) S2 Sport SUNNUDAGUR 12:30 Abu Dhabi kappakstur S2 Sport 13:30 Everton - Tottenham S2 Sport 2 16:00 Cardiff - Swansea S2 Sport 2 16:00 Atl. Madrid - Bilbao S2 Sport Það verða fimmtán beinar útsendingar á sport- stöðvum Stöðvar 2 um helgina, frá ensku og spænsku deildinni, Formúlu eitt og boxi. FÓTBOLTI Þegar eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Southamp- ton, Nicola Cortese, rak stjórann Nigel Adkins í janúar héldu marg- ir að hann væri genginn af göfl- unum. Adkins hafði farið með Dýrlingana upp um tvær deildir á tveimur árum og það sem meira var, liðið var í þægilegri fjarlægð frá fallbaráttunni. Í stað Englendingsins 48 ára var 41 árs gamall Argentínu maður, Mauricio Pochettino, fenginn í stjórahlutverkið. Pochettino hafði gert þokkalega hluti með Espanyol en látinn taka poka sinn þegar liðið var í langneðsta sæti deildarinnar eftir þrettán leiki. Þess utan var enskukunnátta hans lítil og þekk- ing á enskri knattspyrnu lítil. Stór nöfn mættu á svæðið Pressa á Pochettino var mikil en hann stóðst hana. Hann gerði engin kraftaverk með Southamp- ton út leiktíðina. Skilaði liðinu í 14. sæti sem vel má vera að Adkins hefði einnig gert. Sumarið nýtti fyrrverandi miðvörður argen- tínska landsliðsins hins vegar vel. Cortese hafði sagt við ráðn- inguna á Pochettino að nú ætti að taka félagið á næsta stig. Hann væri vel til þess fallinn að telja sterka leikmenn á að ganga til liðs við Southampton sem er nákvæm- lega það sem gerðist. Dejan Lovren, Victor Wanyama og Pablo Osvaldo voru allt í einu mættir á St. Mary‘s og hjólin fóru að snúast líkt og nýsmurð væru. Að loknum níu umferðum í úrvalsdeildinni situr Southamp- ton í 5. sæti deildarinnar. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Arsenal og fyrir ofan bæði stór- liðin frá Manchester. Hvernig í ósköpunum má það vera? Stutta svarið er gríðarlega agaður varnar leikur alls liðsins sem Pochettino mun eiga mikinn heiður af. Þá virðast markvarðar- vandræði liðsins úr sögunni með tilkomu Arturs Boruc sem Pochettino hefur sýnt mikið traust. „Rickie Lambert er okkar fremsta varnarlína þegar við erum ekki með boltann. Við verjumst allir á sama tíma,“ segir Pochett- ino við breska fjölmiðla. „Við viljum halda boltanum og þegar við erum án hans vinnum við hörðum höndum, allir sem einn, að ná honum aftur. Aðeins Roma hefur gert betur Sigurinn á Fulham á St. Mary‘s um síðustu helgi var fjórða skiptið í röð sem liðið hélt hreinu á heima- velli. Lundúnaliðið átti tvö skot í öllum leiknum og hvorugt hitti markið. Áður hafði liðið aðeins haldið hreinu þrisvar á heimavelli í 24 leikjum. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk allra í deildinni, aðeins þrjú. Ef horft er til stóru deildanna í álfunni er aðeins Roma á Ítalíu sem hefur fengið á sig færri mörk en Dýrlingarnir af suðurströndinni. Króatíski miðvörðurinn Lovren, sem er vanur Meistaradeildar- fótbolta með Lyon og baráttu um titla í Frakklandi, er án nokkurs vafa ein bestu kaup sumarsins. „Ég átti ekki von á því að læra að spila svona,“ segir landsliðs- maður Króata. „Við tökum áhættu en við uppskerum vel.“ Keníabróðir á leiðinni? Eins og svo oft áður er það sóknar- maður liðsins sem fær mesta athygli. Rickie Lambert er í lykil- hlutverki í sóknarleiknum og frammistaðan skilaði honum sæti í landsliði Englands á dögunum. Framherjinn 31 árs gamli er þó aðeins einn fjölmargra sem hafa blómstrað. Samvinna Frakkans Morgans Schneiderlin og Victors Wanyama í stöðu afturliggjandi miðjumanna gerir það að verkum að stundum virðist búið að múra fyrir vítateig Southampton. Reiknað var með því að Kenía- maðurinn Wanyama héldi á vit merkilegri ævintýra eftir dvöl hjá Celtic en Pochettino náði að kló- festa kappann. Svo ánægður er Pochettino með Wanyama að hann horfir hýru auga til bróður hans, McDonald Mariga hjá Inter, sem spilar með Wanyama með lands- liði Kenía. Þá hefur Lovren verið ofurlímið sem vantaði í vörnina og ungir enskir bakverðir hlaupa óþreytandi upp og niður kantinn. Hvort Southampton tekst að halda uppteknum hætti og landa Evrópusæti verður að koma í ljós. Ótrúlegri hlutir hafa gerst og segja sumir að sóknarmennirnir fjölbreyttu, Lambert, Osvaldo auk Adams Lallana og Jays Rodrig- urez, séu rétt að hita upp. Liðið mætir Stoke í dag þar sem ólíklegt er að mörg mörk líti dagsins ljós. kolbeinntumi@frettabladid.is England 1. Southampton (5. sæti) 3 2. Tottenham (4.) 5 3. Chelsea (2.) 6 4. Liverpool (3.) 8 5. West Ham (15.) 8 Þýskaland 1. Bayern München (1.) 6 2. Dortmund (2.) 8 3. Leverkusen (3.) 10 4. Hertha Berlin (5.) 12 5. Wolfsburg (6.) 12 Spánn 1. Barcelona (1. sæti) 7 2. Atletico Madrid (2.) 8 3. Villarreal (4.) 12 4. Getafe (6.) 12 5. Real Sociedad (9.) 12 6. Granada (14.) 12 Ítalía 1. Roma (1. sæti) 1 2. Napoli (2.) 7 3. Juventus (3.) 10 4. Udinese (8.) 11 5. Internazionale (4.) 12 Frakkland 1. Lille (3. sæti) 4 2. Paris St-Germain (1.) 7 3. Mónakó (2.) 8 4. Nantes (4.) 9 5. Reims (10.) 10 FÆST MÖRK FENGIN Á SIG Í FIMM STÓRU DEILDUNUM Í EVRÓPU Skrýtin stjóraskipti sem gengu upp Southampton situr í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eft ir níu umferðir og hefur fengið á sig fæst mörk allra liða. Evrópusæti er ekki svo fj arlægur draumur. BREYTTI ÖLLU Á ST. MARY’S Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Southampton. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY FRÁBÆRT GENGI Rickie Lambert og félagar fagna einu marka sinna. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Rauði herinn mætir Skyttunum í London á laugardag í baráttunni um toppsætið í deildinni. Arsenal eru efstir en Liverpool ætlar sér hinsvegar að endur- heimta toppsætið með þá sjóðheitu Sturridge og Suarez fremsta í flokki. F ÍT O N / S ÍA Fáðu þér áskrift 512 5100 stod2.is ARSENAL LIVERPOOL LAUGARDAG KL. 17:20 ENSKI BOLTINN, NET OG HEIMASÍMI Á 8.990 KR.Gegn 3 mánaða samningi SEX STIGA LEIKUR Á EMIRATES Ekki missa af þessum stórleik á Stöð 2 Sport 2! Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.