Fréttablaðið - 08.11.2013, Síða 4
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
94,3% landsmanna notuðu netið til
að skoða fréttavefi
eða vefútgáfur fjölmiðla á síðasta
ári.
Fjöldinn hefur aukist jafnt og þétt,
en hlutfallið var 77,6 prósent árið
2009.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Veðurspá
Sunnudagur
15-23 m/s
TVÍSKIPT HELGI Fyrir þá sem ætla að nýta helgina til útiveru má mæla með
morgundeginum því það gengur í S- hvassviðri eða storm á sunnudag. Bjart víða um
land á morgun en nokkuð kalt. Hlýnar á sunnudag og víða úrkoma.
-1°
8
m/s
-1°
7
m/s
-2°
6
m/s
3°
7
m/s
Á morgun
Fremur hægur vindur
Gildistími korta er um hádegi
5°
0°
5°
2°
0°
Alicante
Basel
Berlín
26°
14°
10°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
11°
15°
17°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
10°
10°
23°
London
Mallorca
New York
13°
25°
10°
Orlando
Ósló
París
24°
4°
14°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
7°
-4°
4
m/s
0°
11
m/s
-4°
7
m/s
-2°
6
m/s
-3°
2
m/s
-3°
4
m/s
-9°
5
m/s
0°
-1°
-2°
-5°
-3°
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
FJÖLMIÐLAR Umsóknarfrestur
um stöðu dagskrárstjóra Útvarps
rann út í gær. Fimmtán sóttu um
stöðuna. Einungis tvær konur er
að finna í hópi umsækjenda, þær
Ólínu Þorvarðardóttur, fyrrver-
andi alþingismann, og Áslaugu
Baldursdóttur. - ka
Sótt um starf dagskrárstjóra:
Aðeins tvær
konur á lista
Eftirtaldir sóttu um starf dag-
skrárstjóra Útvarps hjá RÚV:
Áslaug Baldursdóttir, Davíð Þór
Jónsson, Gunnar Gunnarsson,
Guðni Tómasson, Helgi Péturs-
son, Hjálmar Hjálmarsson, Ingi
Rafn Sigurðsson, Jóhann Hauks-
son, Kristján Hreinsson, Magnús
R. Einarsson, Ólína Þorvarðardótt-
ir, Sighvatur Jónsson, Sigmundur
Ernir Rúnarsson, Snorri Ásmunds-
son og Þorsteinn Hreggviðsson.
➜ Umsækjendurnir
DÓMSMÁL Hæstiréttur mildaði
refsingu ökuníðings í sex mánaða
fangelsi í stað árs eins og héraðs-
dómur dæmdi.
Maðurinn var ákærður fyrir
akstur undir áhrifum áfengis og
fíkniefna, hraðakstur, akstur án
ökuréttinda, fíkniefnalagabrot og
brot á skilyrðum reynslulausnar.
Auk fangelsisvistar er maðurinn
sviptur ökuréttindum ævilangt
og þarf að greiða tæp sjö hundruð
þúsund í sakarkostnað. - ebg
Hæstiréttur mildar dóm:
Fangelsi fyrir
glæfraakstur
LEIÐRÉTTING
Mistök urðu við gerð grafs með
aðsendri grein Leifs Þorbergssonar
á bls. 28 í Fréttablaðinu í gær og er
beðist velvirðingar á því. Rétt graf fylgir
með grein Leifs á Vísi.
ORKUMÁL „Það er sárt að borga
áfram um eina milljón króna
á dag í raforkuskatt sem átti
að vera tímabundinn og þurfa
á sama tíma að segja fólki upp
vegna sparnaðar,“ segir Rannveig
Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á
Íslandi.
Rannveig og
forsvarsmenn
álfyrirtækj-
anna á Íslandi
hafa síðustu tvö
ár gagnrýnt að
raforkuskattur
stjórnvalda sé
enn innheimtur.
Upphaflegur samningur þeirra
við ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs, sem var undirritað-
ur í lok árs 2009, gerði einungis
ráð fyrir að skatturinn yrði til
þriggja ára.
Í desember 2012 ákvað sú ríkis-
stjórn hins vegar að framlengja
samninginn. Ákvörðunin var
harðlega gagnrýnd af mörgum
þingmönnum stjórnarandstöðu-
flokkanna, þar á meðal af þeim
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,
forsætisráðherra og Bjarna Bene-
diktssyni, fjármála- og efnahags-
ráðherra.
Samkvæmt fjárlagafrum-
varpi núverandi ríkisstjórnar
verður framlengingin frá árinu
2012 látin standa til ársins 2015.
Stóriðjufyrirtækin þurfa því að
greiða um 1,7 milljarða króna í
skatt vegna raforkukaupa á næsta
ári.
„Árið 2010 fórum við í 60 millj-
arða króna fjárfestingarverkefni
hér í Straumsvík og þá höfðum
við skriflega staðfestingu frá
Steingrími J. Sigfússyni, þáver-
andi fjármálaráðherra, um að það
yrði staðið við samkomulagið um
þennan tímabundna skatt,“ segir
Rannveig og heldur áfram.
„Álverið var á síðasta ári rekið
með tapi í fyrsta sinn í tuttugu ár
og það er líklegt að rekstur þessa
árs skili tapi upp á rúman millj-
arð króna og á sama tíma er þessi
skattur lagður á. Fólk verður að
gera sér grein fyrir því að það
að standa ekki við gefin loforð
og gerða samninga er afar slæmt
fyrir orðspor Íslands meðal
erlendra fjárfesta,“ segir Rann-
veig.
Spurð hvort Rio Tinto Alcan
á Íslandi ætli að skoða lagalega
stöðu sína segir Rannveig að fyr-
irtækið sé ekki búið að gefa upp
alla von um að fyrri orð standi.
„Við höfum reynt að koma
okkar sjónarmiðum á framfæri
og munum gera það áfram.“
haraldur@frettabladid.is
Fækka fólki en borga háar
upphæðir í raforkuskatt
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, vonar að staðið verði við samning um að orkuskattur verði
ekki framlengdur. Skatturinn verður látinn standa til ársins 2015, þvert á fyrri orð leiðtoga stjórnarflokkanna.
RANNVEIG RIST
SKJALIÐ Skriflega staðfestingin frá
Steingrími J. Sigfússyni, þáverandi fjár-
málaráðherra, um að skatturinn yrði
ekki framlengdur.
„Ég vil þó nota tækifærið til að nefna eitt atriði hér í lokin
vegna þess að það sýnir– það er ekki hægt að kalla það
annað en ósvífni núverandi ríkisstjórnar. Það er framganga
stjórnarinnar varðandi skatt á raforku, raforkuskattinn,
þar sem búið var að gera samkomulag við fyrirtæki sem
góðfúslega tóku þátt í því að fjármagna framkvæmdir
eða útgjöld ríkisstjórnarinnar, jafnvel með því að greiða
skatta fyrir fram til nokkurra ára eins og sum stóriðjufyrir-
tækin gerðu samkvæmt samningi um að það yrði bara
til ákveðins tíma. Svo kemur hæstvirtur forsætisráðherra,
eftir að hafa framlengt þessa skattlagningu, og segir að víst
hefði verið staðið við samkomulagið, samkomulagið hefði verið að hafa þetta
bara til ákveðins tíma en nú sé sá tími liðinn og þá sé hægt að setja skattinn
á aftur. Þessir útúrsnúningar eru náttúrlega svo ósvífnir og grófir að þeir eru
til þess fallnir að hræða hvern þann sem hefur verið að velta fyrir sér að
fjárfesta í atvinnuuppbyggingu á Íslandi frá því. Vonandi verður skaðinn ekki
langvarandi, vonandi tekst nýrri ríkisstjórn fljótt að sýna fram á að hún haldi
loforð og samninga betur en sú sem ég vona að fari frá næsta vor.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Alþingi, 6. desember 2012.
„Fyrir nokkrum vikum síðan bar ég það upp við hæstvirtan
atvinnuvegaráðherra hvernig á því stæði að það væri
ekki staðið við gefin loforð til stóriðjunnar um að hann
[raforkuskatturinn] væri tímabundinn skattur. Með þessu
fjárlagafrumvarpi er verið að framlengja sérstakan skatt
af seldri raforku. Þetta er í raun og veru skattur sem átti
einungis að gilda tímabundið og er fyrst og fremst greiddur
af stóriðjufyrirtækjunum. Svikin loforð á borð við þetta eru,
ásamt öðru, til þess fallin að fæla menn frá því að koma með
fjármagn til Íslands.“
Bjarni Benediktsson, Alþingi, 3. desember 2012.
➜ Viðbrögð forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar
við framlengingu samningins um raforku-
skatt árið 2012.
SIGMUNDUR D.
GUNNLAUGSSON
BJARNI
BENEDIKTSSON
EFNAHAGSMÁL Jesper Rangvid, prófess-
or í fjármálum við Viðskiptaháskólann
í Kaupmannahöfn, segir ábyrgð dönsku
bankanna á kreppunni allt aðra en þeirra
íslensku. „Dönsku bankamennirnir ráku
kannski bankana illa á tímabili en siðferðis-
lega gerðu þeir ekki mikið rangt. Enginn
dómur hefur fallið í Danmörku í tengslum
við kreppuna en þau dómsmál sem verða
rekin verða af allt öðrum meiði og ekki eins
alvarleg og á Íslandi,“ segir Jesper.
Jesper er formaður nefndar sem rannsakaði
orsök og afleiðingar fjármálakreppunnar í Dan-
mörku og kynnti hann helstu niðurstöður nefndar-
innar í Seðlabankanum í gær.
Hann segir að á meðan framþróun sé
í efnahagsmálum á Íslandi sé efnahags-
kerfi Danmerkur nú að taka á sig skell-
inn.
„Atvinnuleysi eykst enn í Danmörku
og afleiðingar hrunsins eru enn áber-
andi í samfélaginu. Íslendingar geta aftur
á móti stjórnað gjaldmiðli sínum sem
kemur sér vel fyrir til dæmis ferðaþjón-
ustu og útflutning. Að sama skapi var það
íslenska krónan sem olli því hversu djúpt krísan
risti á Íslandi,“ segir Jesper.
-ebg
Dómsmál vegna bankahrunsins í Danmörku af öðrum meiði en á Íslandi:
Ábyrgð íslenskra banka meiri
JESPER RANGVID
STJÓRNSÝSLA Yfirfasteignamats-
nefnd segir eiganda íbúðar á
Vatnsstíg eiga að borga fasteigna-
gjðld sem hún væri atvinnuhús-
næði en ekki íbúarhúsnæði. Borgin
hækkaði gjöld á íbúðinni úr 0,2
prósentum í 1,65 prósent þar sem
hún er leigð til ferðamanna þegar
eigandinn er að heiman.
„Óumdeilt er að kærandi hefur
boðið ferðamönnum gistingu í íbúð
sinni gegn endurgjaldi og hefur
hann til þess tilskilið rekstrar-
leyfi,“ segir matsnefndin. - gar
Úrskurður um fasteignamat:
Borgi meira af
íbúð í gistingu