Fréttablaðið - 08.11.2013, Page 8

Fréttablaðið - 08.11.2013, Page 8
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 FLUGMÁL Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa segir reynsluleysi, lágflug og of mikla þyngd meðal orsaka þess að lítil flugvél með fjóra um borð brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls. Tveir menn slös- uðust alvarlega. Tveir mannanna í flugvélinni þennan dag, 1. apríl 2010, höfðu hvor um sig á prjónunum að taka vélina á leigu. Mennirnir, sem þekktust ekki, ætluðu að skiptast á að fljúga vélinni í reynsluflugi. Sá sem hóf flugið tók með sér tvo farþega. Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heið- arbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brot- lenti á mosavöxnum hrygg. Flugmaðurinn og hinn tilvon- andi leigutakinn slösuðust alvar- lega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús en hinir tveir slösuðust minna. Vélin, sem var af gerðinni Cessna 177 og með einkennisstaf- ina TF-KEX, eyðilagðist. „Flugmaðurinn gerði ekki þyngdar- og jafnvægisútreikn- inga fyrir flugið en hafði það eftir öðrum flugmanni, sem hafði verið að fljúga flugvélinni undanfarið, að það væri í lagi að vera með þrjá farþega og fulla eldsneytistanka,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngu- slysa sem kveður vélina í reynd hafa verið 125 pundum of þunga. Yfirhlaðna flugvélin er sögð hafa misst hraða í krappri beygju í sterkum og hviðóttum vindi. „Við rannsóknina kom fram að farþega A [hinum flugmann- inum] líkaði ekki framkvæmd flugsins en hikaði við að gera athugasemdir við það sökum mis- munar á heildarreynslu þeirra,“ segir rannsóknarnefndin. Sá sem flaug vélinni hafði minni reynslu en hinn af því að fljúga smærri vélum en hafði það hins vegar fram yfir að vera atvinnuflugmaður. Mennirnir sögðust hafa tekið eftir því í aðdragandanum að hreyfill vélarinnar gekk verr þegar kveikt var á rafmagnselds- neytisdælu. Kveikt var á þessari dælu þegar slysið varð og fannst vatn og ryð í henni. Sömuleið- is var örlítið vatn í blöndungi. Rannsóknarnefndin nefnir mögu- legar gangtruflanir sem eina orsök slyssins. Sjálfur bar flug- maðurinn að sér hefði fundist sem hreyfillinn skilaði ekki því afli sem til var ætlast í lok beygj- unnar afdrifaríku. gar@frettabladid.is Brotlentu of þungri vél og slösuðust illa Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 1. Takmarkaður undirbúningur fyrir flug. 2. Flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessa tegund flugvélar. 3. Flugvélin var yfir hámarksþyngd. 4. Flugvélinni var flogið í krappri beygju í sterkum, hviðóttum vindi á litlum hraða. 5. Flugvélin missti hraða og hæð í krappri beygju með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina. 6. Flogið var í lítilli hæð og því lítið svigrúm til leiðréttingar og að ná nægilegum flughraða. 7. Mögulegar gangtruflanir í hreyfli. Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Orsakir flugslyss í Langholtsfjalli FRÁ SLYSSTAÐ „Flugvélin rann eftir hryggnum, kastaðist yfir veg og hafnaði loks á grasbala við sumarbústað, um 70 metrum frá þeim stað þar sem hún kom fyrst niður,“ segir rannsóknarnefnd samgönguslysa. MYND/ÚR SKÝRSLU RANNSÓKNARNEFNDAR SAMGÖNGUSLYSA TF-KEX Cessna-vélin gereyðilagðist. MYND/ÚR SKÝRSLU RANNSÓKNARNEFNDAR SAMGÖNGUSLYSA SJÚKRAFLUTNINGAR „Sameining heilbrigðis- stofnana kann að hafa áhrif á það hvernig sjúkraflutningum verður best hagað í framtíð- inni svo tryggja megi öryggi fólks í einstökum byggðarlögum. Þetta verður því að skoða í sam- hengi og þess vegna tel ég ekki tímabært að ráð- ast í breytingar á sjúkraflutningum núna nema þar sem augljóst er að fækkun bíla hafi ekki neikvæð áhrif á þjónustuna,“ segir Kristján Þór. Búið var að ákveða að fækka sjúkrabílum á landsbyggðinni um næstu áramót og semja við Rauða kross Íslands um málið. Nú hefur heil- brigðisráðherra ákveðið að endurskoða áform um fækkun bílanna og hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Rauða krossins um endurskoðun samningsins. „Fyrst og fremst verðum við að tryggja öryggi fólks í öllum byggðum landsins. Það gerum við best með því að skoða aðstæður með stað- kunnugum og skipuleggja fyrirkomulag sjúkraflutn- inga með hliðsjón af skipu- lagi heilbrigðisþjónustunnar á hverjum stað í náinni sam- vinnu við forsvarsmenn í hverju heilbrigðisum- dæmi,“ segir Kristján Þór. - jme Heilbrigðisráðherra endurskoðar sjúkraflutninga á landsbyggðinni: Hætt hefur verið við að fækka sjúkrabílum KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON HÆTT VIÐ FÆKKUN Heilbrigðisráðherra ætlar að endurskoða fyrri ákvörðun um fækkun sjúkrabíla á landsbyggðinni. DANMÖRK Sextugur Dani var í gær dæmdur í sjö daga fang- elsi, skilorðsbundið í eitt ár, fyrir að senda fyrrverandi nágranna sínum dauða rottu í pósti. Jót- landspósturinn segir frá. Í sendingunni var miði sem á stóð: „Deyðu, svín. Deyðu.“ Maðurinn sagði fyrir rétti að þeir nágranninn hefðu eldað grátt silfur saman um langa hríð, jafn- vel eftir að kærandi flutti í burtu. Eftir á sagðist hann ekki hafa hugsað verknaðinn til enda. - þj Illdeilur fóru úr böndunum: Sendi dauða rottu í pósti DÓMSMÁL Kormákur Geirharðs- son og Skjöldur Sigurjónsson, auk Arnars og Bjarka Gunnlaugssona, þurfa að standa skil á láni sem þeir höfðu gengist í ábyrgð fyrir. Hæstiréttur staðfesti í gær fyrri dóm héraðsdóms þar að lútandi. Málið tengist sölu fjórmenning- anna á veitingastaðnum Domo árið 2009 en þeir þurftu að ábyrgjast hluta af kaupverðinu. Landsbank- inn krafði þá svo um ábyrgðina þegar nýi eigandinn stóð ekki við skuldbindingar sínar. - ebg Hæstiréttur staðfesti dóm: Sæta því að greiða af láni REYKJAVÍKURBORG „Óþarfi er að stofna til sérstakrar nefndar um samráð sem þegar er í mjög góðum farvegi,“ bókuðu borgarráðs- fulltrúar meirihluta Besta flokks- ins og Samfylkingarinnar, er þeir felldu í gær tillögu sjálfstæðis- manna um aukið samstarf lögreglu og borgarinnar. Sjálfstæðismenn kváðust harma niðurstöðuna. „Óskað er eftir því að skrifaðar verði fundargerðir á fundum borgarstjóra og lögreglu- stjóra og þær lagðar fyrir borgar- stjórn svo fljótt sem auðið er,“ bók- uðu þeir. - gar Samráð borgar og lögreglu: Meirihluti vill ekki nýja nefnd LÖGREGLUSTJÓRI OG BORGARSTJÓRI Hittast mánaðarlega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Íbúar utan EES borga meira fyrir heilbrigðis- þjónustu hér á landi en þeir sem búsettir eru innan EES. Þetta kemur fram í svari Krist- jáns Þórs Júlíussonar heilbrigðis- ráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Fram- sóknarflokks, sem vildi vita hvort skoðað hefði verið að inn- heimta hærri gjöld fyrir heil- brigðisþjónustu af einstakling- um sem búsettir væru utan EES. Heilbrigðisráðherra segir þá sem búsettir eru utan svæðisins greiða fullt gjald fyrir heilbrigð- isþjónustu. - jjk Íslensk heilbrigðisþjónusta: Íbúar utan EES greiða meira UMFERÐARMÁL Huga þarf að bíldekkjum Lögreglan minnir ökumenn á að fylgjast með sliti á hjólbörðum. Dýpt mynsturraufa hjólbarða fólksbifreiða og jeppa má ekki vera undir en 1,66 millimetrum. Einnig er mikilvægt að athuga hvort loftþrýstingur sé réttur miðað við stærð hjólbarðanna. Austurstræti 8-10 Nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta borgarinnar. PI PA R\ TB W A - SÍ A - 13 31 31

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.