Fréttablaðið - 08.11.2013, Page 22

Fréttablaðið - 08.11.2013, Page 22
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Ókyrrð hefur verið um Ríkisútvarpið í fjöl- miðlum síðustu vikurn- ar. Nýjust er deila um milljónaspilaþátt, beint ofan í umræður um niður- skurð, áður var það brott- hvarf stjórnanda dag- skrárdeildar útvarps og ráðning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í spjallþátt. Ráðið var eftir einkasímtal útvarpsstjóra við stjórnmálamanninn og vakti sú aðferð athygli margra. Eðlilega, því hún stang- aðist á við öll gildi sem Ríkisút- varpið segist fylgja um faglegar ráðningar og starfsmannastefnu. Óhefðbundinni aðferð Páls Magnússonar útvarpsstjóra var reyndar best lýst af hinum nýráðna borgarfulltrúa sjálfum. En Gísli Marteinn Baldursson, sagði í viðtali stuttu síðar: „Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hug- mynd að mönnum,“ sagði Gísli. Á stjórnarfundi var skipst á ólíkum skoðunum um aðferð útvarpsstjóra. Og fjölmiðlar sem vakta Ríkisútvarpið birtu mis- nákvæmar frásagnir af umræð- unum. Réttilega var sagt að tvær bókanir hefðu komið fram, en af innihaldinu fór óskýrum sögum. Örfáir blaðamenn eða álitsgjafar, segja að nú sé gamla útvarpsráð uppvakið, með því að Björg Eva Erlendsdóttir og Pétur Gunnars son reyni að hafa afskipti af mannaráðningum. Það er hraustleg túlkun á bókunum sem hvergi hafa birst og fjalla um meginreglur. Þess má geta að núverandi útvarpsstjórn skipa auk fyrrnefndra þau Ingvi Hrafn Óskarson, Margrét Frímanns- dóttir, Magnús Stefánsson, Guð- rún Nordal, Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Björn Blöndal og Sigríð- ur Hagalín Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Hótað nær daglega Fátítt var í síðustu stjórn að átök um Ríkisútvarpið færu í fjöl- miðla, þó gerðist það þegar áætl- aðar uppsagnir á Rás eitt fyrir rúmu ári voru stöðvaðar. Ekk- ert samráð var við stjórn um þá stefnubreytingu sem fólst í uppsögnunum og stjórnin sam- þykkti þær því ekki. Málið fór í fjölmiðla. Annars voru álita- mál yfirleitt rædd eftir þörfum, án stórátaka og lokið í sátt. Að því leyti var fyrri stjórn farsæl. Núverandi stjórnarformanni og útvarpsstjóra er vorkunn. Ríkis- útvarpinu er hótað nær daglega af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og mörgum virtist útvarpsstjóri kyssa vöndinn, þegar hann „bjall- aði“ í starfandi borgarfulltrúa og réð hann í spjallþátt í sjónvarpi, án faglegs ferlis eða auglýsingar. Stjórn Ríkisútvarpsins ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórnar- hætti. Bókun, sem einhverjir virðast halda að sé heimskuleg pólitík og afskipti af ráðningu, var einmitt dæmi um nauðsyn- legt aðhald og eftirlit með verk- lagi. Hún var ábending til fram- tíðar fyrir útvarpsstjóra, sem hafði misstigið sig og vikið frá faglegum starfsháttum. Gott er að byggja álit og fréttir á traustum heimildum. Blaða- menn og velunnarar Ríkisút- varpsins ættu að óska eftir því að fundargögn stjórnar, sem ekki varða samkeppnisrekstur, verði birt. Það er miklu betra en að blaðamenn á samkeppnismiðlum RÚV og álitsgjafar með ýmsan tilgang leggi út af gögnum sem þeir hafa ekki séð. Ekki má gleymast að Ríkisútvarpið eigum við öll og við megum krefjast upplýsinga um hvernig því er stjórnað og í hvað skattpening- arnir okkar fara. En órökstutt slúður og sleggjudómar verða Ríkisútvarpinu varla til góðs á erfiðum tímum. Úr stjórn RÚV Fyrr á árinu gaf UNICEF á Íslandi út skýrsluna Rétt- indi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Í skýrslunni er fjallað um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis gagnvart börnum á Íslandi, þ.e. heimilisofbeldi, van- rækslu, kynferðislegt ofbeldi og einelti. Í hverjum kafla er farið yfir umfang og eðli ofbeldisins auk þess sem tengsl þess við ýmsa áhættuþætti eru skoðuð, t.d. vanlíðan og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru einnig lagðar fram tillögur um ofbeldisforvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn frá Skólapúlsinum meðal annars að a.m.k. 7% barna í 10. bekk verða fyrir miklu einelti og 21% fyrir nokkru einelti. Rúmlega fjórð- ungur barna í 10. bekk verður því fyrir einelti á hverju ári. Niður- stöður skýrslunnar gefa til kynna að börn sem verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi eru líklegri til að hafa minna sjálfsálit, finnast þau hafa minni stjórn á lífinu og hafa tilhneigingu til að sýna einkenni almennrar vanlíðanar og kvíða. Börn sem hafa verið beitt ofbeldi eru einnig líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og ólöglegra vímu- efna. Vel heppnuð réttindafræðsla Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslunni miða að miklu leyti að því að auka fræðslu um ofbeldi. Það er mat UNICEF á Íslandi að ekki nægi að veita börnum slíka fræðslu – nauðsynlegt sé að allir sem umgangist börn fái fræðslu um ofbeldi og afleiðingar þess. Ein af tillögum UNICEF miðar að því að mannréttinda- fræðsla og kynja- og jafn- réttisfræðsla verði veitt á öllum skólastigum. Enn fremur að skólum verði veitt aðhald og aðstoð við að framfylgja eineltisáætl- unum sínum og innleiða grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþætt- irnir eru m.a. heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi og jafn- rétti. Yfirvöld hafa sett sér metn- aðarfulla stefnu þegar kemur að menntun barna en nauðsynlegt er að skólar og kennarar fái stuðning og fræðslu um innleiðingu á þess- um þáttum. Í þessu ljósi er vert að benda á jákvæða reynslu af metn- aðarfullu réttindafræðsluverkefni UNICEF í Bretlandi. Frá árinu 2005 hefur landsnefnd UNICEF í Bretlandi innleitt réttindaskóla- líkan (Rights Respecting Schools Award) í rúmlega 2.500 grunnskól- um með góðum árangri. Skólalík- anið miðar að því að innleiða rétt- indi barna með markvissum hætti inn í skólastarf og gera Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna að verk- færi í kennslu frekar en kennsluefni í afmörkuðum kennslufögum. Árangurinn af innleiðingu þessa líkans hefur verið merkilegur fyrir margar sakir, ekki síst fyrir mæl- anleg áhrif á tíðni eineltis og ann- ars ofbeldis. Niðurstöður úr skólum sem tekið hafa þátt sýna að tíðni eineltis og annars ofbeldis í skól- unum minnkaði í kjölfar innleið- ingar verkefnisins, nemendur létu frekar vita ef brotið var gegn rétti þeirra eða samnemenda þeirra og skólastjórnendur mátu sig betur í stakk búna til að vernda nemend- ur og bregðast við einelti eða öðru ofbeldi innan skólans. Markviss þáttur í forvörnum Niðurstöður verkefna á borð við réttindaskólalíkanið undirstrika nauðsyn þess að mannréttinda- fræðsla verði mikilvægur þáttur í markvissum forvörnum gegn ein- elti og öðru ofbeldi. Í ljósi reynsl- unnar frá Bretlandi hefur UNICEF á Íslandi nú hafið undirbúning að íslensku réttindaskólalíkani. Það er von okkar að geta boðið nokkr- um íslenskum grunnskólum upp á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á nýju skólaári. Með því að fræða börn og full- orðna um mannréttindi, ekki síst réttindi barna, sköpum við umhverfi þar sem börn verða full- trúar eigin réttinda, sem og rétt- inda annarra. Þannig styrkjum við og eflum börn og ungmenni og búum þau undir að verða virkir þátttakendur í lýðræðislegu sam- félagi. Fræðsla um réttindi barna getur minnkað einelti Ágæti heilbrigðisráðherra! Ég vil byrja á að þakka þér fyrir að hafa, fyrstu mán- uðina í starfi, verið dugleg- ur að hlýða á raddir lækna, meðal annars á aðalfundi Læknafélags Íslands 10. október síðastliðinn. Það er ánægjulegt að greina þann áhuga sem þú hefur á mál- flutningi lækna og hefur þú þegar gert meira í þeim málum en forverar þínir. Daginn eftir ávarp þitt á aðalfundi LÍ var haldið málþing um stöðu heilbrigðiskerf- isins fimm árum eftir hrun, þar sem fram komu ýmsar ábendingar og lausnir varðandi það sem betur mætti fara. Landlæknir sat þar á fremsta bekk og hlustaði af athygli, en læknum þótti miður að þangað mætti hins vegar hvorki ráðherra eða aðrir ráðuneytismenn, né held- ur stjórnendur Landspítala eða annarra heilbrigðisstofnana. Athyglisvert þótti mér að í ávarpi þínu, sem annars var mjög gott, gerir þú „lausbeislaðan“ frétta- flutning að umræðuefni. Læknar hafa alla tíð þótt frekar vel taminn hópur og seinþreyttir til vandræða og því þykir það tíðindum sæta séu þeir orðnir tregir í taumi. Tel ég að fréttaflutningur sá, sem læknar hafa undanfarnar vikur tengst, beri skýr merki um neyð. Í orðum þeirra felst neyðarkall og örvænt- ing vegna langvarandi skeyting- arleysis stjórnenda og stjórnvalda sem markvisst hafa lagt sig fram um að hlusta ekki á skynsemisradd- ir og hógværar lýsingar lækna sem margítrekað hafa lýst yfir áhyggj- um sínum. Í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera hefur ekki verið farið fram með glannaskap, úrtölum og upphrópunum, heldur yfirveguðum en beinskeyttum stað- reyndum. Ég geri mér grein fyrir því að það getur verið erfitt að horf- ast í augu við þessar staðreyndir, einkum ef sá sem valdið hefur upp- lifir viðfangsefnið óyfirstíganlegt eða erfitt viðfangs. Eftirsóknarverður starfskraftur Íslenskir læknar eru eftirsóknar- verður starfskraftur. Við höfum góða menntun, oftast tölu- verða starfsreynslu, erum agaðir og sjálfstæðir og búum yfir ríkulegri sjálfs- bjargarviðleitni. Við erum auk þess vinnusamir ein- staklingar, sem vanir erum harðræði og lágum launum. Við sinnum störfum okkar vel, af hugsjón og með hagsmuni sjúklinga okkar í fyrirrúmi. Við vitum að verk okkar lækna og ann- ars heilbrigðisstarfsfólks eru mikilvæg og að víða vinnum við sannkölluð kraftaverk við erfiðar aðstæður. Ég tel ónauðsynlegt í þess- ari stuttu grein að fara yfir allar þær ábendingar og lausnir sem læknar hafa bent á. Nokkrar af þeim ábendingum hafa snúið að húsnæðismálum, tækjakosti, gríð- arlegri manneklu og álagi, ásamt skorti á samstarfi milli stjórnenda og starfsmanna. Þessi mál þekk- ir þú vel frá okkar fundum. Hins vegar vil ég kafa dýpra í launa- málin, sem þú gerir að sérstöku umtalsefni í grein þinni sem birt var á heimasíðu velferðarráðu- neytis í lok fundarins 10. október, auk þess sem þau voru reifuð í sjón- varpsþætti á dögunum. Þar hefur þú fallið í sömu gryfju og aðrir heil- brigðisráðherrar og látið lækna líta út fyrir að vera ofurlaunamenn, ásamt því að reyna að grafa undan vandamálinu með því að minnast á launatölur í fjarlægum löndum eins og Dubai eða litlum, einangr- uðum og sérhæfðum sjúkrahús- um þar sem greitt er ríflega fyrir rétta starfskraftinn. Þegar læknar tala um launin sín, eru þeir ekki að biðja um 5 milljónir á mánuði. Þeir eru einfaldlega að benda á að laun lækna eru ekki boðleg, hvorki í inn- lendum né erlendum samanburði! Óeðlileg launaþróun Útskrifaður læknakandídat er með 340.734 krónur í dagvinnu- laun fyrir 100% vinnu eftir 6 ára háskólanám og eru þeir því lægst launaða háskólastéttin miðað við fjölda ára í námi, ótengt álagi og ábyrgð í starfi. Þessi kandídat fær því 248.032 krónur í útborguð laun. Það er því eins gott fyrir hann að eiga hvorki maka, börn, húsnæði eða bíl þar sem að hann hefur ekki efni á því, sé litið til neysluviðmiða Hagstofu, velferðarráðuneytisins eða Umboðsmanns skuldara. Á síðustu fimm árum hafa dag- vinnulaun allra lækna hækkað um 16%, á meðan algengar tölur ann- arra starfsstétta eru 27-49%. Það dylst því engum að laun íslenskra lækna hafa ekki þróast á eðlilegan hátt miðað við laun hérlendis. Sé horft til heildarlauna kandídata og almennra lækna sést að þau hafa hækkað um 8,5% á fimm árum. Á sama tíma hefur neysluverðsvísi- talan hækkað um 43%, launavísi- talan um 33% og lágmarkslaun um 41%. Vissulega geta læknar bætt við sig vöktum og aukavinnu, á kostnað fjölskyldu, áhugamála og líkamlegrar og andlegrar heilsu, en það eru ekki rök fyrir því að laun þeirra eigi ekki í það minnsta að fylgja eðlilegri launaþróun. En hvernig ætli staðan sé fyrir almenna lækna erlendis? Í Svíþjóð eru dagvinnulaun læknakandíd- ata 564 þúsund krónur og í Noregi 640 þúsund krónur. Það munar því 66-88% á launum nýútskrifaðra kandídata á Íslandi og í þessum löndum og er þarna um að ræða algeng laun á sjúkrahúsum sam- bærilegum Landspítala. Það gefur augaleið að þó að Ísland hafi alla þá kosti sem þér er tíðrætt um, þá hrökkva þeir kostir skammt þegar grunnlaun eru svo lág að ítrekað þarf að grípa til vakta- og aukavinnu ofan á 100% dagvinnu, fjarri fjölskyldu og heimili, til að ná endum saman. Ágæti heilbrigðisráðherra! Land- flótti lækna og launaþróun eru alvarlegt málefni, sem nauðsyn- legt er að bregðast við. Þar ert þú og aðrir ráðamenn í lykilstöðu. Ég biðst forláts ef þér þykja skrif mín lausbeisluð og glannaleg, en sann- leikurinn er oft ótrúlegri en nokkur skáldskapur! Af lausbeisluðum læknum RÍKISÚTVARPIÐ Björg Eva Erlendsdóttir stjórnarmaður og fv. formaður í stjórn Ríkisútvarpsins ➜ Stjórn Ríkisút- varpsins ber sam- kvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórn- arhætti. EINELTI Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi HEILBRIGÐIS- MÁL Ómar Sigurvin Gunnarsson formaður Félags almennra lækna ➜ Tel ég að fréttafl utningur sá, sem læknar hafa undan- farnar vikur tengst, beri skýr merki um neyð. ➜ Börn sem hafa verið beitt ofbeldi eru einnig líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.