Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 32
FRÉTTABLAÐIÐ Hönnun. Kokteilar og ævintýri. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir. Heimilið. Lífsstíll. Helgarmaturinn og Spjörunum úr.
4 • LÍFIÐ 8. NÓVEMBER 2013
BRAND-Y.R.U. Vinur minn hann-
ar þessa skó og ég á nokkur
pör og þessir eru uppá-
halds. Fólk lítur snöggt
á þá og heldur að það
standi CK. Aðrir skoða
lengur og
svo fæ ég
viðbrögð-
in sem
eru ýmist
góð eða
WHAT?
Capulet-
leðurjakki. Leðurjakk-
ar eru minn veikleiki, ég fæ aldrei nóg
af þeim. Þessum sá ég vinkonu mína í og
ég varð að fá hann. Hún þekkti eiganda
merkisins þannig við skelltum okkur í bíl-
túr og keyptum hann og ég fékk 50% afslátt,
sem er ekki leiðinlegt. Ég er ástfangin.
Der-
húfur eru mikið
uppá hald. Sérstaklega svart-
ar með einhverjum blótsyrð-
um eða sjokkerandi staðhæf-
ingum. Þessi er sú eina sem
er frekar venjuleg en hvern-
ig ég eignaðist hana er
langt frá því að vera venju-
legt. Gítarleikarinn Slash
og ég skiptumst á. Hann
fékk mína sem á stóð „FUCK
EVERYTHING“ og ég hans
þegar við hittumst fyrir utan
Sayers Club þar sem hann
kom fram seinna það kvöld
með derhúfuna mína. Við getum
sagt að ég hafi dáið og farið til
himna það kvöld.
Svört Ray Ban-
sólgleraugu.
Myndin segir allt
sem segja þarf.
É
g elska súkkulaði og hef
lengi hrifist af ólíkum
formum þess. Þetta form
sem ég valdi fyrir borð-
ið 70% er kunnuglegt flest-
um því þetta er líklega formið sem
flestir hugsa um þegar talað er
um súkkulaði,“ segir Anna Þór-
unn Hauksdóttir vöruhönnuður.
Anna Þórunn segir hugmyndina að
70% borðunum vera tengda góðri
minningu frá æskuárum hennar
þegar hún sótti
balletttíma
í miðbæ
Reykja-
víkur
þar sem
súkkul-
aðiverk-
smiðjan
Nói og
Sir íus var. „Þegar ég steig út úr
strætó, tók þessi blíða, dísæta
angan öll völd og fylgdi mér alla
leið upp á fjórðu hæð en súkkul-
aðiverksmiðjan var einmitt í
sama húsi og ballettskóli Sigríð-
ar Ármann heitinnar.“ Anna Þór-
unn hefur starfað sem sjálfstæður
vöruhönnuður síðan hún útskrif-
aðist úr Listaháskóla Íslands árið
2007. Hún frumsýndi 70% borð-
in á Hönnunarmars á þessu ári
og hafa þau vakið mikla athygli.
Birst hafa umfjallanir á hönnun-
arbloggum á borð við Cool Hunt-
ing og fleiri bloggum. Einnig hafa
borðin fengið umfjöllun í króatíska
blaðinu Moja, finnska hönnunar-
blaðinu Glorian Koti og september-
blaði Milk Decoration.
„Formið er
mjög stílhreint og formfagurt að
mínu mati en ég leitast við að gera
stílhreina hluti sem geta lifað um
ókomna tíð. Ég vildi hafa fæt-
urna granna þannig að borðplat-
an (súkkulaðiplatan) nyti sín sem
best. Útkoman er borð með sterkan
karakter. Eins og með gæðasúkk-
ulaði þá vildi ég hafa gegnheilan
við og valdi því eik þar sem viður-
inn kemur vel í ljós við yfirborðs-
meðhöndlun,“ segir Anna Þórunn
glöð í bragði. Borðin eru nýkomin
í Epal en nánari upplýsingar fást á
annathorunn.is
„Minningin um gömlu súkkulaðiverk-
smiðjuna í miðbænum er mér oft hug-
leikin og þeir dagar þegar anganina frá
framleiðslunni lagði yfir bæinn svo að
maður gat allt að því bragðað á dísætu
loftinu. Súkkulaðiplatan er bæði fallegt
og virðulegt form sem höfðar til bragð-
laukanna en ekki
síður til fegurðar-
skyns okkar.“
FATASKÁPURINN
GRÉTA KAREN
Gréta Karen Grétarsdóttir er með seiðandi söngrödd. Hún býr í Los Angeles og vinnur að
tónlist. Gréta Karen er með fl ottan fatastíl og segist aldrei eiga nóg af leðurjökkum.
SÚKKULAÐIVERKSMIÐJAN
VAR INNBLÁSTURINN
Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður hefur hannað virðuleg borð sem líta
út eins og súkkulaðiplötur.
Converse. Strigaskór með háum
botni eru „must-have“ fyrir
dverga eins og mig. Converse
eru fáanlegir í mörgum litum
og standa alltaf fyrir sínu.
Bolir.
Bolirnir eru
frá merki sem
ég held mikið upp á
og heitir Los Angeles based
UNIF. www.unifclothing.com