Fréttablaðið - 08.11.2013, Síða 36
FRÉTTABLAÐIÐ Nanna Bryndís Hilmarsdóttir. Heimilið. Lífsstíll. Helgarmaturinn og Spjörunum úr.
8 • LÍFIÐ 8. NÓVEMBER 2013
N
anna Bryndís er
með báða fætur á
jörðinni þrátt fyrir
að upplifa smjörþef-
inn af heimsfrægð
ásamt hljómsveitarmeðlimum
sínum í Of Monsters and Men.
Eftir að hafa spilað saman í ein-
ungis tvær vikur vann hljóm-
sveitin Músíktilraunir. Þau
höfðu enga hugmynd um hvað
væri handan við hornið enda
kom frægðarljóminn skyndi-
lega.
Hvað dreymdi þig um að verða
þegar þú varst yngri? „Mig lang-
aði að verða tónlistarkona og
var alltaf með litlar textabækur
þar sem ég skrifaði niður texta á
ensku en ég var kannski bara níu
ára. Svo þegar ég komst á ung-
lingsárin þá kom áhuginn fyrir
alvöru og ég fór að læra á gítar í
tónlistarskóla í nokkur ár. Það er
mikið af íþróttafólki í fjölskyld-
unni minni sem hefur áhuga á
fótbolta þannig að tónlistaráhug-
inn hjá mér kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti.“
Hætti í myndlist fyrir
tónlistina
Nanna Bryndís ólst upp og bjó
í Garðinum þar til hún varð 18
ára. Þaðan flutti hún til Kefla-
víkur, bjó á vellinum í stúdenta-
görðunum og fór í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Þegar hún
fluttist búferlum til Reykjavík-
ur fór hún að vinna í leikskóla
og vídeóleigu til að geta leigt
íbúð með vinkonu sinni. Áhug-
inn á að skapa togaði í hana og
þegar hún var komin í myndlist-
arskólann gripu örlögin í taum-
ana og leiddu hana á vit tónlist-
arinnar. Nú tilheyrir hún hljóm-
sveitinni Of Monsters and Men
ásamt Brynjari Leifssyni, Ragn-
ari Þórhallssyni, Arnari Rós-
enkranz Hilmarssyni og Krist-
jáni Páli Kristjánssyni. Þeirra
fyrsta plata, My Head Is an Ani-
mal, náði toppsæti á vinsælda-
lista í Ástralíu, Íslandi, Írlandi
og US Rock and Alternative
Charts og lagið Little Talks var
á topp-tíu listanum hjá flestum
alþjóðlegum útvarpsstöðum.
Hvernig varð hljómsveit-
in Of Monsters and Men til?
„Ég kynntist Brynjari í fram-
haldsskóla en við vorum vön
að hittast í geymslu heima hjá
afa hans, sitja á teppi og spila,“
segir hún og hlær. „Ég var oft
að spila ein og var orðin leið á
því svo ég hvatti hann oft til að
spila með mér. Raggi var feng-
inn til að spila með okkur á
Airwaves árið 2009 á Hressó.
Arnar trommari kom svo í
bandið því hann var vinur hans
Ragga. Í raun voru þeir bara að
hjálpa mér í byrjun en í kring-
um Músíktilraunir vorum við
Raggi farin að semja saman og
við ákváðum í sameiningu að
verða hljómsveit.“
Hvaðan kemur nafnið, Of
Monsters and Men? „Það kemur
frá Ragga en við vorum með
ýmsar hugmyndir en hann var
kominn með þetta nafn. Við
vorum ekkert að hugsa út í það
að þetta yrði nafnið sem myndi
standa á plötuumslögum og
skiltum úti í heimi.“
Heimfrægð handan við hornið
Árið 2010 unnuð þið Músíktil-
raunir og hluti af verðlaunum
ykkar var að spila á Air waves.
Var það ykkar stökkpallur út
í tónlistarlífið erlendis? „Við
vorum náttúrulega nýbyrjuð
þegar við unnum Músíktilraunir
en við vorum ekki búin að vera
hljómsveit nema í tvær vikur.
Þarna sáum við möguleika á því
að fá smá umfjöllun og láta taka
eftir okkur. Við vorum ekki að
búast við því að vinna og því var
þetta voðalega skrítið og nýtt
allt saman. Eftir það spiluðum
við á stofutónleikum á Air waves
og útvarpsstöðin frá Seattle
KEXP tók upp lagið Little
Talks. Í framhaldi af þessu voru
margir þættir sem gerðu það að
verkum að við fengum tækifæri
erlendis. Þetta gerðist svo hratt
allt saman.“
Hver er svo leiðtoginn í band-
inu, hver stjórnar, ert það þú?
„Nei, ég ætla ekki að segja það.
Það er enginn einn sem stjórnar.
NANNA BRYNDÍS ÞETTA ER
SKEMMTILEGASTA STARF Í HEIMI
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir er konan í hljómsveitinni Of Monsters and Men. Aðeins 24 ára er hún búin að ferðast og spila víða erlendis
með strákunum í bandinu og segist vera að upplifa drauminn. Lífi ð rædddi við Nönnu Bryndísi og spurði hana út í upphafi ð að ævintýrinu,
tónlistarlífi ð og hvernig það er að vera komin heim eftir 18 mánaða tónleikaferðalag um heiminn.
Uppáhalds
MATUR?
Kjúklingur í mangósósu með
banönum og kókós, mmm
DRYKKUR?
Morgunsafi
VEITINGAHÚS?
Bæjarins beztu
VEFSÍÐA?
Ég er pínu háð tumblr.com
VERSLUN?
Undanfarið þykir mér gaman
að kíkja í Iðu og sjá allar fínu
bækurnar.
HÖNNUÐUR?
Jör, ég er mjög spennt fyrir
kvenfatalínunni sem er að
koma.
HREYFING?
Jóga
DEKUR?
Hanga undir sæng í vondu
veðri og horfa á eitthvað gott.
NAFN:
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir
ALDUR: 24 ára
STARF:
Tónlistarkona
HJÚPSKAPARSTAÐA:
Er í sambandi
Það vekur alltaf
athygli að vera
stelpan í bandinu
þrátt fyrir að ég
hafi aldrei hugs-
að um sjálfa mig
sem stelpu í tón-
list frekar en að
vera strákur
í tónlist
IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk.
opið til 22 alla daga.