Fréttablaðið - 08.11.2013, Side 58
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34
FÖSTUDAGUR
8. NÓVEMBER
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Fræðsla
20.00 Gufinnur Jakobsson heldur
fyrirlestur um Mikjál erkiengil í húsi
Lífspekifélags Íslands, Ingólfsstræti
22.
Tónlist
12.00 Föstudaginn 8. nóvember mun
kammerhópurinn Stilla koma fram
á hádegistónleikum í Háteigskirkju.
Miðaverð 1.000 krónur.
20.00 Fílharmónía syngur Klezmer
ásamt Ragnheiði Gröndal og hljóm-
sveit í Áskirkju, föstudag kl. 20.
22.00 Ljótu hálfvitarnir stíga á svið
á Café Rosenberg klukkan 22.00 í
kvöld.
23.00 Magnús Einarsson syngur og
leikur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da á Frakka-
stíg 8 klukkan 23.00 í kvöld.
Bækur
17.00 Efnt verður til útgáfuhátíðar á
Eymundsson, Skólavörðustíg klukkan
17.00 í tilefni af útgáfu bókarinnar
Blindhríð eftir Sindra Freysson. Höf-
undur les upp úr bókinni.
Myndlist
15.30 Opnun sýningar í Norræna
húsinu í tengslum við ráðstefnuna
Tenging Norður 2013. 27 listamenn
frá norðlægum slóðum sýna verk sem
tengjast efni ráðstefnunnar; listir, list-
kennsla og sjálfbærni.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is.
„Ég ætla að fara yfir ferilinn í tónum og tali,“
segir Helena Eyjólfsdóttir söngkona um efni tón-
leikanna í Súlnasal Hótel Sögu á laugardagskvöld-
ið. Af nógu er að taka því ófáar dægurperlur hefur
hún sungið um ævina.
Yfirskrift tónleikanna er Syngjandi í sextíu ár
enda byrjaði Helena að syngja opinberlega um tíu
ára aldur og hefur því staðið á sviðinu í um sex
áratugi.
Með Helenu í Súlnasalnum verður einvalalið tón-
listarmanna sem hún hefur unnið með í gegn-
um tíðina; Jón Rafnsson bassaleikari, Sigurður
Flosason blásturshljóðfæraleikari, Árni Ketill
Friðriksson trommuleikari, Gunnar Gunnarsson
hljómborðsleikari, Friðrik Bjarnason gítarleikari,
Brynleifur Hallsson gítarleikari og Grímur Sig-
urðsson gítar-, bassa- og trompetleikari. Söngv-
arar með Helenu verða Þorvaldur Halldórsson og
Alfreð Almarsson. - gun
Helena drífur upp ball í Súlnasal
Helena Eyjólfsdóttir heldur tónleika og dúndurball á Hótel Sögu annað kvöld.
SÖNGKONAN Hún byrjaði tíu ára að syngja opinberlega og er
enn að. MYND/AUÐUNN
Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is
FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ
HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS
Ómissandi hluti af góðri helgi
VIÐ VISSUM ALLTAF
AF HONUM
Dætur Hemma Gunn, þær Sigrún, Edda og Eva Laufey,
vöndust því að fullvöxnum systkinum fjölgaði með árunum.
Málin eru oft alveg
hræðileg
Kolbrún Benediktsdóttir
saksóknari elskar starfið sitt
þótt málin sem hún sækir séu
oft óhugnanleg og erfið. Hún
lítur björtum augum á tilveruna
þrátt fyrir missi fyrsta barns
síns og veikindi hinna tveggja.
Vígalegu vaxtar-
ræktartröllin
sameinuð
Sylvester Stallone og Arnold
Schwarzenegger bárust
lengi á banaspjót en leika nú í
fyrsta sinn aðalhlutverk í sömu
myndinni, Escape Plan.
Staðarstolt er
uppáhaldsorðið
Ragnheiður Skúladóttir stýrir
Leikfélagi Akureyrar út úr hol-
skeflu skulda, auk þess að ala
upp leikhúsfólk framtíðar.
„Í tilefni frumsýningar á kvikmyndinni The Broken Circle Break-
down mun Bíó Paradís, í samstarfi við Reykjavik Ink, vera með
leik þar sem hægt er að vinna boðsmiða á myndina auk gjafabréfs
hjá Reykjavik Ink að verðmæti 30.000 krónur,“ segir Ása Baldurs-
dóttir hjá Bíói Paradís, en kvikmyndin verður frumsýnd föstudag-
inn 15. nóvember.
„Húðflúr er eitt af meginþemum myndarinnar og var húðflúr-
meistarinn Emilie Guillaume fenginn til að hanna húðflúr í mynd-
inni. Þar sem húðflúr er svona áberandi í myndinni ákváðum við
að fara í samstarf við húðflúrstofu,“ útskýrir Ása.
„Þannig getur fólk birt mynd í athugasemdakerfinu hjá okkur
á Facebook af sínu draumahúðflúri – húðflúrið sem flestum líkar
við vinnur boðsmiða og inneign á Reykjavík Ink,“ segir Ása, létt
í bragði.
The Broken Circle Breakdown hefur unnið til fjöldamargra
verðlauna, meðal annars áhorfendaverðlauna á Berlin Film Festi-
val, Norwegian International Film Festival og Cph:Pix, og Label
Europa Cinemas verðlaunanna á Berlin Film Festival. Myndin er
framlag Belgíu til Óskarsverðlaunanna 2014. - ósk
Húðfl úrleikur af stað í Bíói Paradís
Verðlaun eru 30.000 króna inneign á Reykjavík Ink.
HÚÐFLÚR EITT AF MEGINÞEMUNUM Á
FRUMSÝNINGU Ása Baldursdóttir hjá Bíói
Paradís hvetur fólk til að setja mynd af
draumahúðflúrinu í athugasemdakerfi Bíós
Paradísar á Facebook. MYND/NANNADÍS