Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 10

Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 10
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 FRAKKLAND, AP Abdelhakim Dekhar var í gær hafður í varðhaldi á sjúkrahúsi í París, þar sem hann var ekki í ástandi til að svara spurningum lögreglunnar um það hvers vegna hann hafði gert skotárásir á nokkr- um stöðum í París. Í fórum hans fundust hins vegar tvö bréf, heldur ruglingsleg bæði, þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla og kapítalismann og minnist eitthvað á Sýrland. Hann hefur áður komist í kast við lögin, var handtekinn árið 1994 fyrir rán og morð og sat inni í nokkur ár. Hann réðst inn á skrifstofur sjónvarps- stöðvar á föstudaginn í síðustu viku, með hótunum og veifandi skotvopni. Síðan réðst hann á mánudaginn inn á skrifstofur dag- blaðs og skaut þar ungan mann, sem særð- ist alvarlega en er að ná sér á strik. Loks hleypti hann sama dag af skotum fyrir utan banka og tók leigubílstjóra í gíslingu. Mikil leit var gerð að manninum og fannst hann loks, hálfmeðvitundarlaus eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. Fyrrverandi vinnufélagi hans frá veitingastað í London hafði borið kennsl á hann á ljósmyndum úr öryggismyndavélum. - gb FISKARNIR HAFA ENGA FÆTUR EFTIR JÓN KALMAN STEFÁNSSON D YN A M O R E YK JA VÍ K D YN A M O R E YK JA VÍ K ★★★★★ „Þetta er bók sem hrífur og getur gert harðgerustu lesendur klökka á köflum, en hún er aldrei yfir- drifin eða væmin“. – JÓN YNGVI, FBL „Hér má finna allt það sem lesendur þekkja frá hendi höfundarins, magnaðan stíl og sterkar tilfinningar...“. JÓN YNGVI, FBL Byssumaðurinn í París handtekinn í fyrrakvöld eftir mikla leit og færður á sjúkrahús: Ruglingsleg bréf fundust í fórum Dekhars ABDELHAKIM DEKHAR Fyrr- verandi vinnufélagi hans bar kennsl á ljósmyndir í fjöl- miðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA BRETLAND, AP Þrjár konur fengu frelsið í lok október eftir að hafa verið haldið föngnum í heimahúsi í Lambeth-hverfi í London í þrjá ára- tugi. Maður og kona, bæði 67 ára gömul, voru handtekin í gær. Ein kvennanna er frá Malasíu, 69 ára gömul, önnur er frá Írlandi, 57 ára gömul, og sú yngsta, sem er bresk, er þrítug og hefur hún því verið í haldi parsins alla ævina. Lögreglan segir að þær hafi nán- ast verið þrælar á heimili parsins, sjaldan getað komist út fyrir húss- ins dyr en engin merki finnist þó um kynferðisofbeldi. Það voru mannúðarsamtökin Freedom Charity sem komust á sporið. Þessi samtök helga starf sitt baráttu gegn misneytingu barna, nauðungarhjónaböndum og svoköll- uðum heiðursmorðum. Ein kvennanna hafði samband við samtökin eftir að hafa séð sjón- varpsþátt, þar sem fjallað er um starf samtakanna. Parið var handtekið í gær, tæpum mánuði eftir að konunum tókst að flýja með aðstoð lögreglu. Konurnar þrjár hafa allar notið aðhlynningar og áfallahjálpar á öruggum stað í London. Kevin Hyland, yfirmaður hjá lög- reglunni í London, segir að samtök- in hafi haft samband við lögregluna í október og skýrt frá því að kona, sem hafði verið haldið fanginni í heimahúsi í London, hafi haft sam- band við þau. Töluverðan tíma tók að finna út hvaða hús væri um að ræða. Á meðan var reglulega rætt við kon- urnar þrjár símleiðis. „Það þurfti að skipuleggja það fyrirfram hvenær þær gætu hringt til okkar og það þurfti að gerast með mikilli leynd, því þær mátu það svo að þær væru í mikilli hættu, segir Aneeta Prem, stofnandi Freedom Charity, segir að konurnar hafi verið í haldi í „ósköp venjulegu húsi í ósköp venjulegri götu“. Einnig þurfti að bíða með hand- töku þangað til tekist hefði að ræða almennilega við konurnar þrjár og staðfesta frásögn þeirra. Hyland segir að deild hans innan lögreglunnar hafi aldrei kynnst öðru eins máli, þrátt fyrir að hafa árum saman fengist við mál sem tengjast nauðungarvinnu og þræla- haldi. Dæmi séu til þess að fólki hafi verið haldið allt að áratug, „en við höfum aldrei séð neitt jafn umfangsmikið fyrr.“ gudsteinn@frettabladid.is Frjálsar eftir þrjátíu ár í þrældómi Maður og kona á sjötugsaldri voru handtekin í London. Höfðu haldið þremur konum í þrældómi í þrjá áratugi. Bresk mannúðarsamtök komust á sporið. RÆTT VIÐ FJÖLMIÐLA Kevin Hyland frá Scotland Yard skýrir frá örlögum kvennanna þriggja. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Kviðdómur í Kali- forníu kvað upp þann úrskurð í gær að Samsung þyrfti að greiða Apple 290 milljónir dala, jafn- virði nærri 36 milljarða króna, fyrir framleiðslustuld. Dómurinn snýst um nokkrar eldri tegundir spjaldtölva og síma frá Samsung, sem byggja á tækni frá iPhone og iPad tækjum frá Apple. Reiknað er með að Sam- sung áfrýi. Í réttarhöldum í mars verður deilt um nýrri tegundir tækja frá Samsung. - gb Brotið á réttindum Apple: Samsung þarf að greiða Apple

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.