Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 11
FÖSTUDAGUR 22. nóvember 2013 | FRÉTTIR | 11
Eflum ungar raddir eru mánaðarlegir tónleikar á sunnudögum í Kaldalóni. Þar
er ungum og efnilegum söngvurum gefið tækifæri á að koma fram á
einsöngstónleikum og eflast í leiðinni. Samfélagssjóður EFLU verkfræðistofu
styrkir tónleikaröðina og því er aðgangur ókeypis. Rúnar Kristinn Rúnarsson er
næsta unga röddin sem kemur fram en hann leggur stund á söngleikjatónlist.
Þeir tónleikar verða sunnudaginn 24. nóvember klukkan 16:00.
Verið velkomin í Hörpu í boði EFLU verkfræðistofu.
E F L A H F. 4 1 2 6 0 0 0
Eflum ungar raddir
JAPAN, AP Ný eyja bættist við í
eyjaklasa suður af Japan nú í vik-
unni. Eyjan varð til í eldgosi, en
eldvirkni er mikil í Japan.
Eyjan er 200 metrar í þvermál
og gæti sokkið í sæ eins og fleiri
eyjar, sem myndast hafa á þess-
um slóðum. Síðast gerðist það á
áttunda áratug síðustu aldar.
Fari hins vegar svo að eyjan
haldi velli stækkar efnahagslög-
saga Japans og þar með styrkist
staða Japans í deilum við Kín-
verja um yfirráð í hafinu.
Eyjan er partur af eyjaklasa
með þrjátíu eyjum um þúsund
kílómetra suður af höfuðborg-
inni Tókýó.
Á miðvikudaginn sendi jap-
anska strandgæslan frá sér við-
vörun og skýrði frá því að svart-
ur gosmökkur bærist til lofts frá
gosstaðnum.
Kínverjar og Japanir hafa deilt
um yfirráðasvæði í hafinu ára-
tugum saman. - gb
Japanar vonast til að efnahagslögsagan geti nú stækkað:
Splunkuný eyja varð til í eldgosi við Japan
BANDARÍKIN, AP Bankamálanefnd
öldungadeildar Bandaríkjanna
samþykkti í gær að Janet Yellen
verði næsti seðlabankastjóri lands-
ins. Barack Obama tilnefndi hana
fyrir nokkrum vikum.
Hún verður fyrsta konan til að
gegna þessu starfi, en síðustu for-
veri hennar, Ben Bernanke, lýkur
störfum í janúar. Hann tók við
starfinu fyrir átta árum af Alan
Greenspan, sem þá hafði verið
seðlabankastjóri í nærri tvo ára-
tugi. - gb
Nýr seðlabankastjóri vestra:
Tekur við af
Ben Bernanke
AFGANISTAN, AP Hamid Karsaí,
forseti Afganistans, hvatti alls-
herjarþing ættbálka- og héraðs-
höfðingja til þess að samþykkja
samning við Bandaríkin um að
þúsundir bandarískra hermanna
verði áfram í landinu eftir að
megnið af herliðinu fer burt,
sem á að gerast á næsta ári.
Fyrirliggjandi samningur
hefur verið gagnrýndur fyrir
að vega að fullveldi Afganist-
ans, meðal annars með því að
afganskir dómstólar megi ekki
rétta yfir bandarískum her-
mönnum, jafnvel þótt þeir gerist
brotlegir við afgönsk lög. - gb
Öldungaþing kallað saman:
Karsaí hvetur
til samninga
HONDÚRAS, AP Francisco Pagoada
greip til þess ráðs að reisa kross,
príla upp á hann og láta sig hanga
þar til þess að mótmæla úrskurði
dómstóls í Hondúras.
Dómstóllinn meinaði honum að
bjóða sig fram til borgarstjóra í
Tegucigalpa, en kosningar verða á
sunnudaginn.
Kosinn verður forseti, nýtt þing
og nærri 300 sveitarstjórnarmenn.
- gb
Hékk á krossi í Hondúras:
Fékk ekki að
bjóða sig fram
ÚKRAÍNA, AP Þingið í Úkraínu felldi
í gærmorgun frumvörp sem hefðu
heimilað að Júlía Tímósjenkó,
fyrrverandi forsætisráðherra, yrði
látin laus úr fangelsi, en hún hefur
verið í haldi frá árinu 2011.
Þetta mun setja strik í reikning-
inn fyrir komandi ríkjaráðstefnu
milli Úkraínu og ESB um nánara
samband þar á milli, en ESB hefur
sett það sem skilyrði að hún verði
látin laus.
Fulltrúar flokks Viktors Jánú-
kóvits forseta greiddu ekki atkvæði
með einu einasta af sex frumvörp-
um sem lögð voru fram í þessum
tilgangi. - þj
Mál Júlíu Tímósjenkó:
Frelsisfrumvörp
felld á þinginu
NÝJA EYJAN Óvíst er hvort hún standist
ágang sjávar til lengdar.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
FRANCISCO PAGOADA Vildi verða
borgarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA