Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 22. nóvember 2013 | FRÉTTIR | 11 Eflum ungar raddir eru mánaðarlegir tónleikar á sunnudögum í Kaldalóni. Þar er ungum og efnilegum söngvurum gefið tækifæri á að koma fram á einsöngstónleikum og eflast í leiðinni. Samfélagssjóður EFLU verkfræðistofu styrkir tónleikaröðina og því er aðgangur ókeypis. Rúnar Kristinn Rúnarsson er næsta unga röddin sem kemur fram en hann leggur stund á söngleikjatónlist. Þeir tónleikar verða sunnudaginn 24. nóvember klukkan 16:00. Verið velkomin í Hörpu í boði EFLU verkfræðistofu. E F L A H F. 4 1 2 6 0 0 0 Eflum ungar raddir JAPAN, AP Ný eyja bættist við í eyjaklasa suður af Japan nú í vik- unni. Eyjan varð til í eldgosi, en eldvirkni er mikil í Japan. Eyjan er 200 metrar í þvermál og gæti sokkið í sæ eins og fleiri eyjar, sem myndast hafa á þess- um slóðum. Síðast gerðist það á áttunda áratug síðustu aldar. Fari hins vegar svo að eyjan haldi velli stækkar efnahagslög- saga Japans og þar með styrkist staða Japans í deilum við Kín- verja um yfirráð í hafinu. Eyjan er partur af eyjaklasa með þrjátíu eyjum um þúsund kílómetra suður af höfuðborg- inni Tókýó. Á miðvikudaginn sendi jap- anska strandgæslan frá sér við- vörun og skýrði frá því að svart- ur gosmökkur bærist til lofts frá gosstaðnum. Kínverjar og Japanir hafa deilt um yfirráðasvæði í hafinu ára- tugum saman. - gb Japanar vonast til að efnahagslögsagan geti nú stækkað: Splunkuný eyja varð til í eldgosi við Japan BANDARÍKIN, AP Bankamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjanna samþykkti í gær að Janet Yellen verði næsti seðlabankastjóri lands- ins. Barack Obama tilnefndi hana fyrir nokkrum vikum. Hún verður fyrsta konan til að gegna þessu starfi, en síðustu for- veri hennar, Ben Bernanke, lýkur störfum í janúar. Hann tók við starfinu fyrir átta árum af Alan Greenspan, sem þá hafði verið seðlabankastjóri í nærri tvo ára- tugi. - gb Nýr seðlabankastjóri vestra: Tekur við af Ben Bernanke AFGANISTAN, AP Hamid Karsaí, forseti Afganistans, hvatti alls- herjarþing ættbálka- og héraðs- höfðingja til þess að samþykkja samning við Bandaríkin um að þúsundir bandarískra hermanna verði áfram í landinu eftir að megnið af herliðinu fer burt, sem á að gerast á næsta ári. Fyrirliggjandi samningur hefur verið gagnrýndur fyrir að vega að fullveldi Afganist- ans, meðal annars með því að afganskir dómstólar megi ekki rétta yfir bandarískum her- mönnum, jafnvel þótt þeir gerist brotlegir við afgönsk lög. - gb Öldungaþing kallað saman: Karsaí hvetur til samninga HONDÚRAS, AP Francisco Pagoada greip til þess ráðs að reisa kross, príla upp á hann og láta sig hanga þar til þess að mótmæla úrskurði dómstóls í Hondúras. Dómstóllinn meinaði honum að bjóða sig fram til borgarstjóra í Tegucigalpa, en kosningar verða á sunnudaginn. Kosinn verður forseti, nýtt þing og nærri 300 sveitarstjórnarmenn. - gb Hékk á krossi í Hondúras: Fékk ekki að bjóða sig fram ÚKRAÍNA, AP Þingið í Úkraínu felldi í gærmorgun frumvörp sem hefðu heimilað að Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði látin laus úr fangelsi, en hún hefur verið í haldi frá árinu 2011. Þetta mun setja strik í reikning- inn fyrir komandi ríkjaráðstefnu milli Úkraínu og ESB um nánara samband þar á milli, en ESB hefur sett það sem skilyrði að hún verði látin laus. Fulltrúar flokks Viktors Jánú- kóvits forseta greiddu ekki atkvæði með einu einasta af sex frumvörp- um sem lögð voru fram í þessum tilgangi. - þj Mál Júlíu Tímósjenkó: Frelsisfrumvörp felld á þinginu NÝJA EYJAN Óvíst er hvort hún standist ágang sjávar til lengdar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA FRANCISCO PAGOADA Vildi verða borgarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.