Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 22

Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 22
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR Austurvelli, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Ljósheima á Selfossi. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhildur Gísladóttir Einar Kjartansson Kristján Gíslason Ólöf Guðmundsdóttir Hrafnhildur Gísladóttir Guðbjörn Ólafsson Margrét Bragadóttir Bjarni Jakobsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÓLÖF STEINA FRIÐRIKSDÓTTIR Tvååker, Svíþjóð, andaðist á sjúkrahúsinu í Varberg hinn 19. nóvember. Sigurður Tryggvason Þorsteinn Sigurðarson Ragnar Sigurðsson Erna Sigurðardóttir Hrefna Sigurðardóttir Fríða Friðriksdóttir Örn Friðriksson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ÞRÁINN AGNARSSON sem lést þriðjudaginn 12. nóvember, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 25. nóvember kl. 13.00. Guðlaug Bára Þráinsdóttir Óskar Þór Þráinsson Anna Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLING STEINAR AUÐUNSSON skipstjóri frá Suðureyri við Súgandafjörð, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 17. nóvember. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 25. nóvember kl. 13.00. Brynja Unnur Magnúsdóttir Magnús Brynjar Erlingsson Kristín Guðmundsdóttir Þorsteinn Erlingsson Elin Anita Nilsen Hjálmar Erlingsson Scarlet Cunillera Unnur Sigríður Erlingsdóttir Einar Sigurðsson barnabörn og barnabarnabarn. Faðir okkar, GUÐMUNDUR HELGASON tæknifræðingur, er látinn. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Helgi Guðmundsson Katrín Guðmundsdóttir Sverrir Guðmundsson Guðmundur Guðmundsson Eyjólfur Guðmundsson Guðrún Guðmundsdóttir Thoroddsen og fjölskyldur. Ástkær móðir mín, tengdamamma og amma, MARGRÉT LAUFEY INGIMUNDARDÓTTIR áður Fellsmúla 20 og Eiðismýri 30, Hjúkrunarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Hjúkrunarheimilinu Höfða, Akranesi, mánudaginn 18. nóvember. Útför hennar fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 26. nóvember kl. 13.00. Sigurður H. Einarsson Hrafnhildur Stella Sigurðardóttir Ævar Þór Sigurðsson Salka Margrét Sigurðardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, GAUTI GUNNARSSON bóndi, Læk, Flóahreppi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi föstudaginn 15. nóvember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarreikning í vörslu Kvenfélags Hraungerðishrepps, 0152-05-070009, kt. 590592-2349. Guðbjörg Jónsdóttir Gísli Gautason Jón Gautason Eyrún Gautadóttir Gunnar Mar Gautason Sigríður Guðjónsdóttir Ástkær móðir okkar, SIGURBJÖRG SVEINSDÓTTIR Lönguhlíð 3, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 18. nóvember. Stella E. Kristjánsdóttir Elsa Pálsdóttir Edvard Lövdahl Magnús Pálsson Ingunn Vilhjálmsdóttir Kristín Pálsdóttir Guðjón Guðlaugsson barnabörn, langömmubörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, afi og tengdafaðir, ÓLAFUR RAGNARS Miðvangi 139, Hafnarfirði, lést þann 11. nóvember síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Svandís Ragnars Jón Þór Ragnars Ingibjörg M. Bjarnadóttir Hulda Hlín Ragnars Þór Bæring Ólafsson og barnabörn. Útför SVEINS ÞÓRARINSSONAR bónda, Kolsholti 1, Flóahreppi, sem andaðist 11. nóvember, fer fram frá Selfosskirkju 26. nóvember kl. 13.00. Halla Aðalsteinsdóttir Þórarinn Sveinsson Kristjana Gunnarsdóttir Aðalsteinn Sveinsson Kolbrún J. Júlíusdóttir Elín Bjarnveig Sveinsdóttir Einar Hermundsson Alda Agnes Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Margrét er komin út í dyr á íbúð sinni þegar hún er trufluð með símhring- ingu. Hún er á leið í sína daglegu sund- ferð og er ekkert sérstaklega hrifin af því að vera beðin um viðtal í tilefni átt- ræðisafmælisins í dag. „En, jæja, allt í lagi,“ segir hún eftir smá umhugsun og bætir við. „Annars hef ég voða lítið að segja.“ Það kemur í ljós þegar farið er að spjalla að Margrét hefur verið dálítið upptekin síðustu daga. Hún er nefni- lega í leiklistarverkefni – hvað annað? „Hún Hlín Agnarsdóttir verður sex- tug á morgun og þá ætlum við nokkr- ar konur að leiklesa nýtt leikrit eftir hana í Tjarnarbíói. Það verður hennar afmælisveisla. Við erum sex í þessu. Þannig að ég geri ekkert á mínu afmæli annað en vinna við það sem mér finnst skemmtilegast,“ lýsir Margrét hress í bragði. Margrét á þrjú börn, átta barnabörn og eitt barnabarnabarn og reiknar með að hóa í ættingja og vini einhvern tíma á næstunni í tilefni tímamótanna. Úti- lokar heldur ekki utanlandsferð ein- hvern tíma í vetur. Hún kveðst vera við góða heilsu, enda hreyfi hún sig mikið. Leiklistin heillaði Margréti snemma, enda segist hún hafa átt foreldra sem höfðu áhuga á leiklist. Hún var innan við tvítugt er hún steig fyrst á svið í Þjóðleikhúsinu, þá nemandi í skóla hússins. Það var í sýningunni Litla Kláusi og Stóra Kláusi. „Bessi, sem seinna varð maðurinn minn, steig líka sín fyrstu spor á sviði í því verki,“ segir hún og á við hinn dáða leikara Bessa Bjarnason, sem hún missti árið 2005. Síðasta hlutverk Margrétar í Þjóð- leikhúsinu var í Átta konum. Þá hafði hún leikið yfir hundrað hlutverk þar á 54 ára ferli. „Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa átt minn starfsferil í hinu dásamlega Þjóðleikhúsi með því frá- bæra fólki sem þar var, bæði leikurum og öðrum.“ gun@frettabladid.is Leikles á afmælisdaginn Margrét Guðmundsdóttir leikkona er áttræð í dag og ætlar að verja deginum í þágu listarinnar. Hún lék yfi r 100 hlutverk í Þjóðleikhúsinu þar sem ferillinn spannaði 54 ár. LEIKKONAN Margrét verður við æfingu á leiklestri á afmælinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.