Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 26

Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 26
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og hönnun. Útgáfuteiti. Tíska. Hera Björk Þórhallsdóttir. Petit.is og PopUp verzlun. Piparkökur. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 2 • LÍFIÐ 22. NÓVEMBER 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á visir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Förðun Rakel Ásgeirsdóttir hjá MAC Hár Emilía hjá Emóra Árbæ Stílisti Marín Manda Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært É g er búinn að kaupa mér ný jakkaföt. Það var númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Hjalti Karlsson hlæjandi þegar hann er spurður út í verðlaunféð sem hann hlaut á dögunum þegar hann tók við Torsten og Wanja Söderberg-hönnunarverðlaunun- um við hátíðlega athöfn í Gauta- borg. Verðlaunin eru veitt fram- úrskarandi hönnuði frá Norð- urlöndunum ár hvert, en Hjalti hlaut nítján milljónir í verð- launafé. „Það er of snemmt að segja hvað þetta þýðir fyrir mig en þetta er rosalegur heið- ur og ég er nánast orðlaus,“ segir Hjalti, sem var staddur á Íslandi í stuttri heimsókn þegar blaða- maður náði tali af honum. Hjalti Karlsson er grafískur hönnuður sem hefur búið í New York í Bandaríkjunum undan- farin tuttugu ár og rekur hönn- unarfyrirtækið KarlssonWilker ásamt Jan Wilker, meðeiganda sínum. Í kjölfar verðlaunaaf- hendingarinnar settu þeir fé- lagar upp sýninguna This is how I do it á Röhsska-safninu í Gauta- borg. „Við erum búnir að vinna að þessari sýningu í rúmlega þrjá mánuði en þetta er risastór salur. Ég ákvað að skipta saln- um í tvennt og búa til tímalínu af minni vinnu síðastliðin tutt- ugu ár öðrum megin en á hinum helmingi sýningarinnar eru sjö stórar myndir sem hafa allar með Svíþjóð að gera.“ Verkefnin hafa verið marg- vísleg í gegnum árin og hefur hönnunarteymið KarlssonWil- ker meðal annars starfað fyrir Puma, MTV í USA og Time Magazine. „Við hönnuðum eitt sinn tólf blaðsíður fyrir Time Magazine og ákváðum að troða lítilli mynd af okkur á forsíðuna sem við héldum að þeir myndu gera at- hugasemd við, en þeir gerðu það ekki,“ útskýrir Hjalti. Aðspurð- ur um tengslin til Íslands segist hann koma reglulega til landsins og hefur meðal ann- ars verið að vinna með hljómsveit- inni Gus Gus á Íslandi. HJALTI ÞETTA ER ROSALEGUR HEIÐUR Hjalti Karlsson hlaut hin eftirsóttu sænsku Torsten og Wanja Söderberg-hönnunarverðlaun og opnaði sýningu á Röhsska-safninu í Gautaborg í kjölfarið. Sissa Ólafsdóttir, ljósmyndari og skólastýra Ljósmyndaskólans, er í sínu draumastarfi. Sem barn var hún þó harðákveðin í að verða nunna en fór aðra leið og lærði þroskaþjálfann. Nokkrum árum síðar fann hún sterka þörf til að skapa og ákvað þá loks að slá til og læra ljósmyndun. Hver voru þín fyrstu skref í ljósmyndun? Ég byrjaði að vinna fyrir Ingólfskaffi, módelsamtök og tímarit. Þá hélt ég að mig lang- aði til að verða tískuljósmyndari. Fljótlega byrjaði ég þó að mynda það sem mér fannst áhugaverðast á þeim tíma, þ.e.a.s taka barna-, fjölskyldu- og brúðarmyndir. Ég féll kylliflöt fyrir verkum ljósmyndarans Sally Mann þegar ég var í námi. Það voru einhverjir töfrar í myndun- um hennar sem ég vildi ná fram í mínum myndum, á minn hátt. Hvað er skemmtilegast við starfið? Það er svo margbreyti- legt, engir tveir dagar eru eins og það eru margar mismunandi leiðir til að taka góða ljósmynd. Eins hef ég í gegnum starfið kynnst mörg- um af mínum bestu vinum og feng- ið að upplifa yndislegar stund- ir. Ljósmyndun er líka alltaf að breytast, sem er spennandi. Þegar ég byrjaði í ljósmyndun var allt myndað á filmu. Þegar stafrænar myndavélar komu til sögunnar opn- aðist nýr heimur sem gerði manni skyndilega kleift að gera svo miklu meira við ljósmyndina. Hvað gerir þú í frítíma þínum? Ljósmyndun er ekki bara vinnan mín heldur líka mitt helsta áhugamál. Þegar ég er í fríi hugsa ég um ljósmyndun og leita að inn- blæstri. Ég ferðast, fer mikið á sýn- ingar, horfi á bíómyndir og vinn að eigin verkefnum. Ég var ein- mitt að byrja á nýju verkefni þar sem ég vinn með nýtt, spennandi þema og þá fer allur minn frítími í að vinna að því. Einhver góð ráð fyrir þá sem hafa áhuga á ljós- myndun? Besta ráð mitt til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref er að mynda og mynda og mynda. Einnig að læra á mynda- vélina þannig að þú vitir hvað hún getur gert fyrir þig. Skoða svo myndirnar gagnrýnum augum og sjá hvað þú getur gert betur. Ég trúi því einnig að þú verð- ir miklu betri ljósmyndari ef þú myndar það sem þú hefur áhuga á. Ekki reyna að vera eins og allir aðrir, það er til fullt af góðum ljós- myndurum, en fáir sem eru ein- stakir. Vefsíða: sissa.is STARFSHEITIÐ Ljósmyndari Hjalti Karlsson er ánægður með verðlaunin. Mannmargt var á veitingastaðnum Snaps á laug- ardagskvöldið. Högni í Hjaltalín skeggræddi við vin sinn á meðan fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson snæddi kvöldverð einn við barinn. Þá borðaði Björn Zoëga, fyrrverandi forstjóri Land- spítalans, kvöldmat í góðra vina hópi. Sama kvöld var leikritið Refurinn frumsýnt í Borgarleikhús- inu og þar vantaði ekki stjörnurnar. Hjónin Bryn- dís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson létu sjá sig ásamt Vilborgu Halldórsdóttur, eiginkonu Helga Björns leikhúsmógúls, Viðari Eggertssyni og fjöl- miðlaparinu Sigríðri Dögg og Valdimari Birgissyni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.