Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 32

Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 32
miður þurft að segja nei við því. En að sama skapi hefur verið að gerj- ast í mér einhver geðveiki, einhver útþrá því ég verð að kanna hvað er þarna úti.“ Flytur til Chile með fjölskylduna Nú eruð þið fjölskyldan að flytj- ast búferlum til Chile í byrjun næsta árs, ekki satt? „Jú, við tókum þessa ákvörðun með börn- unum okkar, að flytja og sjá hvað bara gerist. Ég held að þetta sé alveg rétt ákvörðun. Það er allt sem að beinir okkur í þá áttina. Ég er komin með ákveðið verkefni í tengslum við keppnina úti. Það er að myndast skemmtilegt tengsla- net við alls konar fólk sem vill vera í sambandi. Við ætlum bara að fara á staðinn og taka þetta á tilfinn- ingunni sem stríðir gegn öllu sem okkur er kennt. Fólk er alltaf að segja: Já, stökktu út í djúpu laugina en vertu með kút, súrefnisgrímu og öll öryggisatriði á hreinu,“ segir hún skellihlæjandi. „Við mæðgurnar fórum í bíltúr í vor og tókum aðeins púlsinn á væntanlegum flutningum því þegar maður er 15 ára er mikil breyting að flytja á framandi slóð- ir en hún sagði við mig: Mamma, þú átt alltaf eftir að sjá eftir því ef þú flytur ekki núna. Ég hugsaði bara, ef krakkarassgatið sér þetta svona skýrt þá hlýtur þetta bara alveg að vera málið.“ Hvað með spænskuna, ertu með hana alveg á hreinu? „No comprende … ég mun alveg bjarga mér. Ég er korter í að vera altal- andi. Ég bara finn það, ég held ég hafi verið sígauni í kringum Barce- lona í fyrra lífi. Ég er með hana í blóðinu og hefur fundist alla ævi að ég eigi að tala spænsku. Ég verð alltaf svo hissa þegar ég heyri spænsku; bíddu, ég á að skilja þetta og ég á að getað talað þetta? Hvað er eiginlega að þessu í kerf- inu hjá mér? Þess vegna held ég að ég verði bara mjög fljót. Þeir voru voðalega skotnir í mér þegar ég var að koma með einhverja svona frasa og þá náði ég alltaf að hljóma bara eins og innfædd.“ Finnst gott að vera ég Þú ert svo óhrædd og virkar mjög tilbúin í slaginn. Hvaðan kemur þetta öryggi í fasi þínu? „Ég hlýt að geta þakkað uppeldinu það, því ég hef aldrei verið barin niður og mér hefur verið kennt að trúa því að ég geti gert allt sem ég vil. Þetta kom held ég samt allt þegar ég fór að hvíla í sjálfri mér og sú vinna fór ekki í gang fyrr en seint. Ég hef alltaf verið örugg og það myndi fólk segja sem er búið að þekkja mig lengi en það var alltaf pínu frontur. Bæði var þetta pínu vörn eða bara að sannfæra sjálfa mig um að ég gæti allt. Í dag hvíli ég bara í sjálfri mér og finnst gott að vera ég. Ég hef bara trú á því sem ég er að gera.“ Nú ert þú að fara gefa út jóla- plötuna Ilmur af jólum 2. Er þetta mjög hátíðleg plata? „Platan er ágætis framhald af plötunni sem ég gerði fyrir þrettán árum og hét Ilmur af jólum 1. Þetta er svona sjálfstætt framhald. Þetta er svo- lítið eins og að fæða barn, sem er alveg ótrúlegt. Þessa plötu er ég búin að ganga með í magan- um í næstum tíu ár. Svo var kom- inn tími núna. Ég er bæði þrett- án árum eldri og lífsreyndari svo þessi plata er þroskaðri og dí- namískari og dramatískari, hátíð- FRÉTTABLAÐIÐ Hera Björk Þórhallsdóttir. Petit.is og PopUp verzlun. Piparkökur. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 8 • LÍFIÐ 22. NÓVEMBER 2013 T ónlistin er ættarfylgja en hún segist hafa hang- ið í pilsfaldinum á móður sinni þegar hún var yngri og hlustað á söng henn- ar með mikilli aðdáun. Það kom því aldrei neitt annað til greina en að verða söngkona, þrátt fyrir að hún berðist gegn því. „Þetta er það sem ég kann og á að vera að gera. Ég fór að læra viðskipta- fræði í Háskólanum og reyndi lengi að berjast gegn listinni en mér var ætlað þetta og þegar ég sættist við sjálfa mig fór ég að blómstra.“ Er sönglistin meðfædd eða þurftir þú að hafa fyrir henni á yngri árum? „Ég hef alltaf haft röddina en ég þurfti að hafa fyrir því að standa með sjálfri mér og elska mína rödd. Viðurkenna hvað ég hafði að vinna með. Ég er bara ég. Maður er alltaf í ein- hverjum óréttlátum samanburði og ég var eflaust orðin 35 ára þegar ég loksins sætti mig við mig. Ég streittist lengi á móti því að verða söngkona. Mér líður langbest uppi á sviði. Þar er ég örugg og þetta er það sem ég kann og það sem ég á að gera.“ Hvernig er tilfinningin þegar þú ert á sviði? „Hún er bara dásamleg. Þegar ég er vel undir- búin að vinna vinnuna mína með fólki sem ég treysti þá er þetta bara frábært. En ef maður er ekki undirbúinn þá er þetta auð- vitað jafn ömurlegt og mann langar til að hverfa. Ef athygl- in er á þér og þú ert ekki undir- búin þá sprettur upp þessi ótti við að mistakast. Heimsbyggð- in hræðist meira að standa upp og tala, hvað þá syngja, heldur en að deyja.“ Ég á eftir að toppa mig Nú vannst þú söngvakeppnina Viña Del Mar Festival í Suður- Ameríku í febrúar með laginu Be- cause You Can. Myndir þú segja að það sé toppurinn á ferli þínum hingað til? „Já, að vissu leyti, að ná svona árangri á markaði sem þekkti mig ekki og fá þessa við- urkenningu frá heimshluta sem hefur aldrei heyrt á mig minnst. Það var æðislegt. Þá hugsar maður, veistu, já, ég er alveg búin að vera dugleg undanfarin ár. Ég er að gera eitthvað rétt. Hins vegar á ég svo æðislegar minningar frá Eurovision í Ósló að ég held að það hafi verið toppurinn á þeim tíma. Sú keppni gerði það að verkum að ég fór til Viña Del Mar og er búin að ferðast og syngja úti um allan heim. Ég held þó að ég eigi eftir að toppa mig og fá tækifæri til að gera eitthvað magnað.“ Hvernig fékkstu tækifæri til að taka þátt í þessari keppni í Chile? „Skipuleggjendur keppninnar voru í rauninni bara að leita að söngkon- um. Þá langaði greinilega í dívur í rauðum kjólum og þá var bara gúglað og ég kom upp. Þeir hlusta og heillast og bjóða mér. Þannig að þetta kom algjörlega upp í hend- urnar á mér og þegar við Valli, um- boðsmaðurinn minn, fengum tölvu- póst frá þeim þá vorum við bæði alveg: Chile? Hvar er það eigin- lega?“ segir hún hlæjandi. Hvað hefur síðan gerst í kjöl- far keppninnar? „Ég hef verið að ferðast örlítið hér innan Evrópu og aðeins í Bandaríkjunum að syngja og fékk nokkur tilboð frá Suður- Ameríku sem ég þurfti að afþakka því ég var svo langt í burtu, Ég hefði þurft að borga flugið sjálf og það er býsna dýrt svo ég hef því HERA BJÖRK DRAUMURINN AÐ SYNGJA MEÐ GEORGE MICHAEL Hera Björk Þórhallsdóttir hefur mikla rödd. Hún lenti í öðru sæti í dönsku Eurovision-keppninni með lagið Someday árið 2009. Ári seinna tók hún þátt í Eurovision- keppninni fyrir Íslands hönd með lagið Je Ne Sais Quoi við góðar undirtektir og í byrjun árs sigraði hún í söng- lagakeppninni Viña Del Mar í Chile. Lífi ð ræddi við Heru Björk um nýja jóladiskinn, fl utninginn til Chile og draum- inn um að syngja með George Michael. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.