Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 38
KYNNING − AUGLÝSINGBandalag háskólamanna FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 20136
Þrátt fyrir það hefur dregið veru-lega úr atvinnuleysi á undan-förnum árum. Til að mynda
voru 8.592 á atvinnuleysisskrá í októ-
ber 2012 en ári síðar hefur þeim fækk-
að í 6.766. Mynd 1 sýnir atvinnuleysi
á Íslandi frá janúar 2008 til október
2013 eftir menntun. Þar sést hvern-
ig atvinnuleysi hefur hjaðnað hratt
hjá þeim sem minnsta menntun hafa.
Atvinnuleysi meðal háskólamennt-
aðra hjaðnar mun hægar en þó hefur
dregið lítillega úr atvinnuleysi þeirra.
Í október voru 1.540 af þeim 6.766 sem
voru á atvinnuleysisskrá með háskóla-
menntun.
Frá aldamótum til ársins 2008 var
hlutfall háskólamenntaðra af atvinnu-
lausum á bilinu 7-14% en frá árinu 2008
hefur hlutfallið hægt og bítandi þok-
ast upp á við og hefur sem fyrr segir
aldrei verið hærra en nú. Þegar mynd
2 er skoðuð kemur þessi þróun í ljós.
Þar sést hvernig hlutfall þeirra sem
minnsta menntun hafa hefur minnk-
að frá því í janúar 2008 á meðan hlut-
fall háskólamenntaðra hefur vaxið
jafnt og þétt.
Þetta getur gefið vísbendingar um að
ekki verði til nógu mörg ný störf fyrir
háskólamenntaða á vinnumarkaðn-
um. Á fundi efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis 18. nóvember síðast-
liðinn benti Gylfi Zoega, hagfræðingur
í peningastefnunefnd Seðlabanka Ís-
lands, á að lágt gengi hér á landi hefði
skapað láglaunastörf. Hann nefndi í
því samhengi að þótt ferðaþjónustan
hefði skapað mörg störf þá væri stór
hluti þeirra ekki hálaunastörf fyrir vel
menntað fólk.
Þegar gögn Vinnumálastofnunar eru
greind frekar kemur í ljós að atvinnu-
leysi er mest á meðal háskólamennt-
aðra á félags- og mannvísindasviði. Það
sem af er liðið ári hafa að meðaltali 536
háskólamenntaðir á félags- og mann-
vísindasviði verið atvinnulausir á mán-
uði. Næst flestir atvinnulausir háskóla-
menn eru með kennaramenntun en
þeir voru að meðaltali 149 atvinnulaus-
ir á mánuði það sem af er ári 2013. Þar
af eru flestir grunnskólakennarar að
mennt eða 67 að meðaltali á mánuði.
Mest atvinnuleysi á meðal
viðskiptafræðinga og lögfræðinga
Ef skoðað er frekar svið félags- og
mannvísinda kemur í ljós að atvinnu-
leysi er mest á meðal viðskiptafræðinga
en að meðaltali voru 222 viðskipta-
fræðingar atvinnulausir á mánuði það
sem af er ári 2013.
Þá má sjá að 69 lögfræðingar og 49
markaðsfræðingar hafa að meðaltali
verið atvinnulausir á mánuði það sem
af er ári.
Þá má sjá að 69 lögfræðingar og 49
markaðsfræðingar hafa að meðaltali
verið atvinnulausir á mánuði það sem
af er ári.
Á seinni árum hefur mikil áhersla
verið lögð á menntun og f leiri hafa
sótt í háskólanám en áður tíðkaðist.
Menntunarstig í landinu hefur þar af
leiðandi hækkað. Sem betur fer því að
mennt er jú máttur. Menntun skipt-
ir m.a. máli vegna þess að hún getur
stuðlað að tækninýjungum og auð-
veldað okkur að tileinka okkur tækni
og nýjungar annarra þjóða. Til þess að
menntun okkar nýtist sem best þarf líf-
legan vinnumarkað, frjósamt vísinda-
samfélag og virka fjármagnsmarkaði
sem veita þeim frumkvöðlum fjár-
magn sem líklegastir eru til þess að
koma fram með góðar viðskiptahug-
myndir.
Hærra menntunarstig er hægt
að staðfesta með því að skoða hlut-
fall háskólamenntaðra af vinnuafli.
Samkvæmt gögnum úr vinnumark-
aðsrannsókn Hagstofu Íslands hefur
hlutfall háskólamenntaðra af vinnu-
afli aukist jafnt og þétt frá árinu 1991
til 2012, úr 10,82% í 31,09%.
Við getum flest verið sammála um
að menntun sé málið. Til að viðhalda
menntunarstigi í landinu verður að
tryggja að störf séu til reiðu fyrir há-
skólamenn að námi loknu. Ef svo er
ekki getum við þurft að horfa áfram á
aukið hlutfall háskólamenntaðra af at-
vinnulausum eða jafnvel að einstak-
lingar sem sækja sér háskólamenntun
í landinu flytjist á brott og nýti mennt-
un sína til verðmætasköpunar í öðrum
löndum. Sú þróun getur verið ansi dýr
fyrir íslensk stjórnvöld.
Það er því nokkuð ljóst að mikil-
vægt er að grípa til aðgerða sem glæða
íslenskan vinnumarkað lífi. Mynda
hvata og skapa störf fyrir háskóla-
menntaða sem gerir þeim kleift að nota
þekkingu sína til aukinnar verðmæta-
sköpunar á Íslandi.
Sigrún Ösp
Sigurjónsdóttir
Hagfræðingur
Þjónustuskrif-
stofu FFS
Atvinnuleysi háskólamanna
er mikið áhyggjuefni
Hlutfall háskólamenntaðra af atvinnulausum er nú í sögulegu hámarki. Þetta sýna mælingar Vinnumálastofnunar á atvinnuleysi í
október 2013. Þar kemur fram að 23% atvinnulausra á Íslandi eru með háskólamenntun. Þetta verður að teljast varhugaverð þróun.
Tafla 1
Hlutfall háskólamenntaðra
af vinnuafli samkvæmt
vinnumarkaðsrannsókn
Hagstofu Íslands.
4
Mynd 1 Atvinnuleysi eftir menntun.
Mynd 3
Atvinnulausir
háskólamenn
eftir menntun.
Mynd 4 Atvinnulausir háskólamenn á sviði
félags- og mannvísinda eftir menntun.
Mynd 2 Atvinnuleysi eftir menntun: Hlutfall af heild.