Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 38
KYNNING − AUGLÝSINGBandalag háskólamanna FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 20136 Þrátt fyrir það hefur dregið veru-lega úr atvinnuleysi á undan-förnum árum. Til að mynda voru 8.592 á atvinnuleysisskrá í októ- ber 2012 en ári síðar hefur þeim fækk- að í 6.766. Mynd 1 sýnir atvinnuleysi á Íslandi frá janúar 2008 til október 2013 eftir menntun. Þar sést hvern- ig atvinnuleysi hefur hjaðnað hratt hjá þeim sem minnsta menntun hafa. Atvinnuleysi meðal háskólamennt- aðra hjaðnar mun hægar en þó hefur dregið lítillega úr atvinnuleysi þeirra. Í október voru 1.540 af þeim 6.766 sem voru á atvinnuleysisskrá með háskóla- menntun. Frá aldamótum til ársins 2008 var hlutfall háskólamenntaðra af atvinnu- lausum á bilinu 7-14% en frá árinu 2008 hefur hlutfallið hægt og bítandi þok- ast upp á við og hefur sem fyrr segir aldrei verið hærra en nú. Þegar mynd 2 er skoðuð kemur þessi þróun í ljós. Þar sést hvernig hlutfall þeirra sem minnsta menntun hafa hefur minnk- að frá því í janúar 2008 á meðan hlut- fall háskólamenntaðra hefur vaxið jafnt og þétt. Þetta getur gefið vísbendingar um að ekki verði til nógu mörg ný störf fyrir háskólamenntaða á vinnumarkaðn- um. Á fundi efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis 18. nóvember síðast- liðinn benti Gylfi Zoega, hagfræðingur í peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands, á að lágt gengi hér á landi hefði skapað láglaunastörf. Hann nefndi í því samhengi að þótt ferðaþjónustan hefði skapað mörg störf þá væri stór hluti þeirra ekki hálaunastörf fyrir vel menntað fólk. Þegar gögn Vinnumálastofnunar eru greind frekar kemur í ljós að atvinnu- leysi er mest á meðal háskólamennt- aðra á félags- og mannvísindasviði. Það sem af er liðið ári hafa að meðaltali 536 háskólamenntaðir á félags- og mann- vísindasviði verið atvinnulausir á mán- uði. Næst flestir atvinnulausir háskóla- menn eru með kennaramenntun en þeir voru að meðaltali 149 atvinnulaus- ir á mánuði það sem af er ári 2013. Þar af eru flestir grunnskólakennarar að mennt eða 67 að meðaltali á mánuði. Mest atvinnuleysi á meðal viðskiptafræðinga og lögfræðinga Ef skoðað er frekar svið félags- og mannvísinda kemur í ljós að atvinnu- leysi er mest á meðal viðskiptafræðinga en að meðaltali voru 222 viðskipta- fræðingar atvinnulausir á mánuði það sem af er ári 2013. Þá má sjá að 69 lögfræðingar og 49 markaðsfræðingar hafa að meðaltali verið atvinnulausir á mánuði það sem af er ári. Þá má sjá að 69 lögfræðingar og 49 markaðsfræðingar hafa að meðaltali verið atvinnulausir á mánuði það sem af er ári. Á seinni árum hefur mikil áhersla verið lögð á menntun og f leiri hafa sótt í háskólanám en áður tíðkaðist. Menntunarstig í landinu hefur þar af leiðandi hækkað. Sem betur fer því að mennt er jú máttur. Menntun skipt- ir m.a. máli vegna þess að hún getur stuðlað að tækninýjungum og auð- veldað okkur að tileinka okkur tækni og nýjungar annarra þjóða. Til þess að menntun okkar nýtist sem best þarf líf- legan vinnumarkað, frjósamt vísinda- samfélag og virka fjármagnsmarkaði sem veita þeim frumkvöðlum fjár- magn sem líklegastir eru til þess að koma fram með góðar viðskiptahug- myndir. Hærra menntunarstig er hægt að staðfesta með því að skoða hlut- fall háskólamenntaðra af vinnuafli. Samkvæmt gögnum úr vinnumark- aðsrannsókn Hagstofu Íslands hefur hlutfall háskólamenntaðra af vinnu- afli aukist jafnt og þétt frá árinu 1991 til 2012, úr 10,82% í 31,09%. Við getum flest verið sammála um að menntun sé málið. Til að viðhalda menntunarstigi í landinu verður að tryggja að störf séu til reiðu fyrir há- skólamenn að námi loknu. Ef svo er ekki getum við þurft að horfa áfram á aukið hlutfall háskólamenntaðra af at- vinnulausum eða jafnvel að einstak- lingar sem sækja sér háskólamenntun í landinu flytjist á brott og nýti mennt- un sína til verðmætasköpunar í öðrum löndum. Sú þróun getur verið ansi dýr fyrir íslensk stjórnvöld. Það er því nokkuð ljóst að mikil- vægt er að grípa til aðgerða sem glæða íslenskan vinnumarkað lífi. Mynda hvata og skapa störf fyrir háskóla- menntaða sem gerir þeim kleift að nota þekkingu sína til aukinnar verðmæta- sköpunar á Íslandi. Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir Hagfræðingur Þjónustuskrif- stofu FFS Atvinnuleysi háskólamanna er mikið áhyggjuefni Hlutfall háskólamenntaðra af atvinnulausum er nú í sögulegu hámarki. Þetta sýna mælingar Vinnumálastofnunar á atvinnuleysi í október 2013. Þar kemur fram að 23% atvinnulausra á Íslandi eru með háskólamenntun. Þetta verður að teljast varhugaverð þróun. Tafla 1 Hlutfall háskólamenntaðra af vinnuafli samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. 4 Mynd 1 Atvinnuleysi eftir menntun. Mynd 3 Atvinnulausir háskólamenn eftir menntun. Mynd 4 Atvinnulausir háskólamenn á sviði félags- og mannvísinda eftir menntun. Mynd 2 Atvinnuleysi eftir menntun: Hlutfall af heild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.