Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 39
KYNNING − AUGLÝSING Bandalag háskólamanna22. NÓVEMBER 2013 FÖSTUDAGUR 7 Fy rst u félagsráðg jafarnir komu heim úr námi á sjötta áratug síðustu aldar og hófu þá störf hjá Reykjavíkurborg við barnavernd, í félagsþjónustu og á Heilsuverndarstöðinni. Á þeim tíma voru þeir aðeins fimm talsins og því f ljótlega ljóst að þörf væri á f leiri félagsráðgjöfum,“ útskýr- ir María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands sem stofnað var árið 1964. „Félagsmenn eru nú um 450 og er félagið fag- og stéttarfélag fé- lagsráðgjafa. Tilgangur félags- ins er að gæta hagsmuna félags- manna, semja um kjör þeirra, efla félagsráðgjöf og koma sjónar- miðum hennar á framfæri,“ segir María. Félagsráðgjafi er lögverndað starfsheiti og má enginn kalla sig félagsráðgjafa nema hafa til þess tilskilin leyfi frá landlækni, að loknu fimm ára námi til meistara- gráðu í félagsráðgjöf. „Störf félagsráðgjafa eru ekki lögvernduð nema að takmörkuðu leyti þótt skylt sé að veita félags- ráðgjöf á margvíslegum sviðum samfélagsins. Svo tryggja megi faglega þjónustu er stefna Félags- ráðgjafafélags Íslands að störf fé- lagsráðgjafa á ákveðnum sviðum skuli vera lögvernduð. Félagsráð- gjafar eru eina stéttin sem hefur félagsmálalöggjöf og meðferð barnaverndarmála sem skyldu- fög í námi sínu, auk klínískrar þjálfunar í viðtalstækni, vinnu með börnum og unglingum, fjöl- skyldu- og hópavinnu, og með- ferð,“ útskýrir María. Félagsráðgjafar starfa á marg- víslegum sviðum velferðarmála, þar á meðal í félags-, heilbrigðis- og skólaþjónustu, við barnavernd og endurhæfingu, að málefnum fatlaðs fólks, innflytjenda, utan- garðsfólks og aldraðra, og við al- mannatryggingar, stjórnun og stefnumótun. „Samfélagsþróun gerir að verk- um að fólk þarfnast aðstoðar við að fóta sig í gegnum stofnanakerfi nútímans,“ segir María. „Afleiðing- ar efnahagshrunsins koma glöggt fram á starfsvettvangi félagsráð- gjafa þar sem æ fleiri eru í þörf fyrir félagsráðgjöf vegna fjárhags-, fé- lags- og sálfélagslegs vanda. Hlut- verk félagsráðgjafa er að aðstoða fólk við að greiða úr flækjum, veita upplýsingar um réttindi, skyldur og boðleiðir og tryggja að þörfum fólks sé mætt. Þá beitir félagsráð- gjafi faglegri þekkingu til að veita ráðgjöf, stuðning og meðferð og kemur að mótun nýrra úrræða sem eiga að tryggja velferð og virkni og auka þannig hagsæld íslensks sam- félags,“ segir María. Álag í störfum félagsráðgjafa hefur aukist á síðastliðnum árum og þungi mála farið vaxandi. „Við gerð nýrra kjarasamninga leggur Félagsráðgjafafélag Íslands áherslu á að unnið verði markvisst að því tryggja félagsráðgjöfum viðunandi vinnuaðstæður og að menntun, stjórnsýslu- og fjárhags- leg ábyrgð í störfum félagsráðgjafa sé metin í launum. Þá förum við fram á leiðréttingu grunnlauna og að unnið verði á kynbundnum launamun.“ Félagsráðgjafafélag Íslands 50 ára Félagsráðgjafar eru ört vaxandi heilbrigðisstétt á Íslandi. Eitt af hlutverkum þeirra er að aðstoða fólk og fjölskyldur við að fóta sig í gegnum stofnanakerfi nútímans. María Rúnarsdóttir er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. MYND/DANÍEL Ljósmóðurstörf hafa verið unnin í einhverri mynd frá upphafi mann-kyns. Fyrr á öldum sáu sóknar- prestar og meðhjálparar um að velja guðhrædda og skynsama konu til starf- ans. Fólst starfið þá aðallega í nærveru og stuðningi við verðandi móður og fjöl- skyldu, í og eftir fæðingu,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Formleg menntun ljósmæðra hófst árið 1761 þegar Bjarni Pálsson landlæknir fékk tilskipun um að taka til sín siðsamar konur og veita þeim tilhlýðilega kennslu í ljósmóðurlist og vísindum. „Þá var ekki algengt að konur kæmust til mennta og ljósmæður eru fyrsta stétt íslenskra kvenna til að hljóta starfsrétt- indi,“ útskýrir Áslaug. Til gamans má geta að fyrir hundrað árum voru árslaun ljósmæðra hjá Reykja- víkurbæ frá 100 til 420 kr. Á sama tíma hafði sótari 2.000 krónur í árslaun og verkfræðingar 2.700 krónur. „Þótt framfarir hafi orðið í launamál- um ljósmæðra á heilli öld er enn full þörf á að bæta kjör þeirra,“ segir Áslaug. „Í dag er ljósmæðrastéttin á Íslandi eingöngu skipuð konum en nokkrir karlar störfuðu sem ljósfeður fram á tuttugustu öld.“ Íslenskar ljósmæður hafa nú í 252 ár notið bestu menntunar sem völ hefur verið á hverju sinni. „Við stofnun Háskóla Íslands 1911 kom til tals að færa ljósmæðranámið þang- að en frá því var fallið og Yfirsetukvenna- skólinn var stofnaður 1912. Sá skóli varð síðar Ljósmæðraskóli Íslands og starfaði til ársins 1994,“ segir Áslaug. Frá 1996 færðist menntun ljósmæðra í Háskóla Íslands. Inntökuskilyrði eru fjög- urra ára nám í hjúkrun sem lýkur með B.S. prófi. Ljósmóðurnámið er síðan tvö ár og lýkur með Candidata Obstetricior- um-gráðu. Ljósmæður ljúka því sex ára háskólanámi til að fá starfsréttindi. „Ljósmæður hafa góða atvinnumögu- leika erlendis og hafa verið eftirsótt- ar á Norðurlöndum. Nokkur fjöldi þeirra hefur brugðist við ástandinu hér heima með því að sækja þangað. Aðrar starfa sjálfstætt við heimaþjónustu og heima- fæðingar,“ upplýsir Áslaug. Áslaug segir ljósmæður gleðjast yfir því að starfsheiti þeirra hefur í tvígang verið valið fallegasta íslenska orðið. „Ljósmóðir var lögfest sem starfsheiti 1924 en kom fyrir á prenti í Guðbrands- biblíu 1584. Tilgátur eru um uppruna orðsins og ein er sú að skyggnir menn hafi séð ljóshnoðra við naflastreng barns. Hlutverk ljósmóður var að aðstoða ljós- hnoðrann við að komast í heiminn; að að- stoða sálina við að sameinast efninu,“ segir Áslaug. Hugmyndafræði og störf ljósmæðra byggja á bestu gagnreyndu þekkingu, faglegri reynslu og viðhorfum sem stéttin býr yfir á hverjum tíma. „Ljósmæður starfa með konum og fjöl- skyldum þeirra, og sinna þeim á frjósem- isskeiði þeirra,“ segir Áslaug. Ljósmóðir fegurst starfa og orða Ljósmæðrafélag Íslands stendur á gömlum merg. Það var stofnað 2. maí 1919 og fagnar því 95 ára afmæli sínu næsta vor. Áslaug Íris Valsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Í því eru nú 272 kjarnfélagar en samtals eru félagar tæplega 600 ef fagfélagar og Ljósurnar, félags- skapur ljósmæðra 60 ára og eldri, eru taldir með. MYND/GVA Sérstaða þroskaþjálfa er annars vegar víðtæk og hag-nýt þekking á sviði stefnumótunar, skipulags og fram-kvæmdar heildrænnar þjónustu og hins vegar einstak- lingsmiðuð þjónusta, óháð aldri og aðstæðum. Hugmyndafræðin er grundvölluð í lögum, reglugerð og siðareglum þroskaþjálfa. Hún byggir meðal annars á jafn- rétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og mannhelgi. Hver manneskja er einstök og á rétt til fullrar þátttöku í samfé- laginu á eigin forsendum. Í hartnær 50 ár hefur réttindabarátta og réttindagæsla verið stór þáttur í starfi þroskaþjálfa og hefur stéttin tekið þátt í að móta þjónustu og ryðja í burt hindrunum í samfé- laginu í því skyni að bæta lífsskilyrði, lífsgæði og jafna tæki- færi fólks. Stéttin hefur því knúið fram miklar breytingar í málaflokknum og verið leiðandi afl við það gríðarlega mikil- væga verkefni að flytja málaflokkinn frá ríki til sveitarfélaga til að aðgengi að allri þjónustu sé í nærumhverfi fatlaða ein- staklingsins líkt og hjá öllum öðrum þegnum landsins. Ljóst er að þroskaþjálfar eru ráðgefandi sérfræðingar í að móta og innleiða nýjungar í þjónustu. Störfin hafa í gegnum árin breyst gífurlega samfara allri þróun í hugmyndafræði. Jafnframt hefur ábyrgð, álag og meiri kröfur um sérþekkingu aukist en launin endurspegla ekki þá ábyrgð sem felst í starfi þroskaþjálfa. Þegar horft er til launakönnunar sem gerð var fyrir öll aðildar félög BHM kemur í ljós að nær helmingur allra þroskaþjálfa hefur starfsfólk beint undir sinni stjórn sem er töluvert hærra hlutfall en hefðbundið er meðal félags- manna BHM. Auk þess sem ríflega þriðjungur ber fjárhags- lega ábyrgð sem er mun hærra en gerist hjá öðrum stéttum innan BHM. Þrátt fyrir þessa ábyrgð eru meðallaun stéttar- innar fyrir febrúar 2013, 100.000 krónum lægri en meðallaun annarra félagsmanna hjá BHM. Beint samhengi er við hlut- fall kvenna í fagstéttum og launakjör og því fleiri konur sem eru innan stéttarfélagsins því lægri eru launin. Þroskaþjálfar eru kvennastétt sem vinnur í þjónustu við vanmetinn hóp og skýrir það því miður launakjörin. Eitt helsta baráttumál Þroskaþjálfafélags Íslands síðastlið- inn áratug hefur verið að fá skilgreindar stöður þroskaþjálfa í félagslegri þjónustu, sem og í skólakerfi landsins. Þroska- þjálfi þarf starfsleyfi frá Embætti landlæknis og hefur lög- verndað starfsheiti en þrátt fyrir það hefur stéttin ekki lög- verndaðar ráðningar. Þroskaþjálfafélag Íslands gerir þá kröfu að fatlað fólk eigi rétt á þjónustu þroskaþjálfa. Slík breyt- ing yrði til þess tryggja að fagþekkingar sé beitt við þjónustu sem er bundin í lög. Mikil þörf er á viðurkenningu á störf- um þroskaþjálfa við hlið annarra fagstétta í því velferðar- og menntakerfi sem þjóðin vill bjóða upp á. Þroskaþjálfun og réttindabarátta Þroskaþjálfafélag Íslands gerir kröfu um að fatlaðir einstaklingar eigi rétt á faglegri þjónustu þroskaþjálfa. Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroskaþjálfafélags Íslands. MYND/GVA 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.