Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 45
KYNNING − AUGLÝSING Bandalag háskólamanna22. NÓVEMBER 2013 FÖSTUDAGUR 13
Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð vorið 1950 og hefur um árabil verið í
fremstu röð sinfóníuhljómsveita
á Norðurlöndum. Hljómsveitin
hefur fengið afbragðs dóma, jafnt
fyrir hljóðritanir sínar og tónleika
heima og erlendis. Hljómsveitar-
meðlimir eiga allir að baki langt
framhaldsnám, að sögn Margrétar
Þorsteinsdóttur, formanns starfs-
mannafélagsins og fiðluleikara í
hljómsveitinni, og Rúnars Óskars-
sonar, klarínettuleikara og fyrrver-
andi formanns samninganefndar
hennar. „Hér er um hámenntað
fólk að ræða sem auk formlegrar
menntunar sinnar hefur stund-
að hljóðfæraleik frá blautu barns-
beini. Það ákveður enginn eftir
stúdentspróf að drífa sig í tónlist-
arháskóla,“ segir Margét.
Á Íslandi eru fjölmargir aðrir
vel menntaðir tónlistarmenn sem
starfa í ólíkum geirum. „Tón-
listarskólar landsins vinna mjög
mikið og gott uppeldisstarf sem
gefur af sér gróskumikið tónlist-
arlíf og marga tónlistarunnendur.
Hver tónlistarmaðurinn á fætur
öðrum kemur fram á sjónarsvið-
ið og hljómsveitir. Hvaðan heldur
fólk til dæmis að hljómsveit eins
og Of Monsters and Men sé sprott-
in? Auðvitað úr tónlistarskólum
landsins.“ Eitt af því sem gerir lönd
byggileg er menning þeirra og snar
þáttur hennar er tónlist. Ísland er
þar engin undantekning.
Krefjandi og skemmtilegt starf
Launataxtar ríkisins byggja að
miklu leyti á menntun en þrátt
fyrir það hafa laun hljómsveitar-
meðlima ekki hækkað í samræmi
við laun annarra menntamanna
undanfarin ár. Rúnar segir hljóð-
færaleikara alltaf hafa stað-
ið í basli við að fá menntun sína
metna þannig að þeir fái sam-
bærileg laun og aðrir sérfræðing-
ar ríkisins með framhaldsmennt-
un. „Okkur finnst eins og marg-
ir haldi að þetta sé ekki alvöru
menntun og finnum fyrir miklu
skilningsleysi á því hvað þarf til
að sinna þessu starfi. Þeir sem
hefja störf hér eru atvinnumenn
frá fyrsta degi og skila fullum af-
köstum strax. Um hverja stöðu í SÍ
er keppt, störfin eru auglýst á Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Í hæfn-
isprófi er leikið á bak við tjald svo
fyllsta jafnræðis sé gætt.“
Að sögn þeirra ríkir lítill skiln-
ingur hjá samninganefnd ríkis-
ins þegar kemur að kjaraviðræð-
um. „Það er vægt til orða tekið að
segja að lítill skilningur ríki þar á
bæ. Kjarasamningar SÍ eru öðru-
vísi en annarra starfsstétta að því
leyti að við erum með samning
þar sem allt er innifalið í grunn-
launum. Á meðan aðrar stéttir fá
greiddar álagsgreiðslur fyrir störf
utan dagvinnutíma hefur verið
erfitt fyrir okkur að sækja þær
greiðslur.“ Þannig eru heildar-
laun hljóðfæraleikara að þeirra
sögn þau sömu og grunnlaun,
ólíkt f lestum starfsstéttum. „Auk
þess æfum við okkur heima á
ólíklegustu tímum, á kvöldin og
um helgar, og er það líka innifalið
í grunnlaunum okkar. Við stimpl-
um okkur nefnilega ekki inn og út
eins og margar aðrar starfsstétt-
ir. Þetta er meðal þess sem við
höfum reynt að koma samninga-
nefndinni í skilning um, þetta er
mjög sérhæft starf og ólíkt f lest-
um öðrum störfum. En þegar best
tekst til og hljómsveitin nær góðu
f lugi fyrir fullu húsi áheyrenda,
þá er fátt skemmtilegra.“
Stöðug sókn
Vorið 2011 varð Harpa heimili
Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Að-
sókn á tónleika hennar hefur tvö-
faldast frá því sem var starfsár-
ið 2008-2009 sem skýrist að hluta
til með f lutningi sveitarinnar í
Hörpu en ekki síður öflugu kynn-
ingarátaki sem ráðist var í á þess-
um tíma. Meðalaldur tónleika-
gesta hefur lækkað töluvert og má
því búast við áframhaldandi fjölg-
un tónleikagesta næstu misseri.
Á síðasta starfsári komu tæplega
70.000 gestir á yfir sjötíu tónleika
Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Fyrir utan æfingar og tón-
leika er starfsemi Sinfóníunn-
ar mjög fjölbreytt. „Við höldum
úti mjög viðamiklu fræðslustarfi
sem stendur á gömlum merg þar
sem áhersla er lögð á gæði og fjöl-
breytta miðlun. „Í vetur verð-
ur boðið upp á hinar vinsælu
og skemmtilegu Barnastund-
ir sem ætlaðar eru yngstu hlust-
endunum og opnar æfingar fyrir
framhaldsskóla- og tónlistar-
nema. Hljómsveitin heimsækir
skóla og umönnunarstofnanir og
eldri borgurum er boðið í heim-
sókn. Maxímús verður fastagest-
ur í Barnastundum vetrarins og
kemur reglulega fram á tónleikum
Litla tónsprotans, sem er áskrift-
arröð sérstaklega ætluð barnafjöl-
skyldum.“ Tónlistarmenn fram-
tíðarinnar spila með Ungsveit SÍ
auk þess sem ungir einleikarar
keppa árlega um að koma fram á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar-
innar. „Svo má ekki gleyma þátt-
töku okkar í hinum ýmsu popp-
tónleikum undanfarin ár þar
sem við höfum spilað með mörg-
um af þekktustu og vinsælustu
popptónlistarmönnum landsins.
Í næstu viku mun hljómsveitin
til að mynda að spila á þrennum
tónleikum með hljómsveitinni
Skálmöld. Þetta er sem sagt hluti
af því sem er í verkahring okkar,
hljómsveitar allra landsmanna.“
Hljómsveit allra landsmanna
Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) er eitt af flaggskipum íslenskrar menningar. Verkefni hljómsveitarinnar eru margvísleg, jafnt á sviði
Hörpu og úti í þjóðfélaginu. Hljómsveitin heldur tónleika úti á landi, í skólum og á sjúkrastofnunum. Tónleikagestum hefur fjölgað
frá ári til árs og öflugt fræðslustarf fer fram á vegum sveitarinnar.
M
Y
N
D
/A
RI
M
A
G
G
M
Y
N
D
/A
RI
M
A
G
G
Að sögn Margrétar Þorsteinsdóttur, formanns starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Rúnars Óskarssonar, fyrrverandi for-
manns samninganefndar hennar, ríkir lítill skilningur hjá samninganefnd ríkisins þegar kemur að kjaraviðræðum. MYND/GVA
1