Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 47

Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 47
KYNNING − AUGLÝSING Stéttarfélög22. NÓVEMBER 2013 FÖSTUDAGUR Holdtekja hins dugandi verkalýðsleið-toga er byggð á nostalgíu í hugum margra og í engum tengslum við nú- tímann, eins og hún var þegar Guðmund- ur heitinn Jaki hellti niður mjólk eða mætti niður á höfn í verkföllum Dagsbrúnar- manna,“ segir Árni Stefán Jónsson í breyttu umhverfi stéttarfélaga. „Að vissu leyti hafa stéttarfélögin stofn- anavæðst eftir að grunnréttindum var náð og nú ganga samningar út á að horfa á þjóð- félagsreksturinn í heild sinni. Átökin snú- ast þó enn og aftur um skiptingu gæða, sem er vissulega vandamál, því of margir á Ís- landi eru illa launaðir og lítill hópur í þjóð- félaginu sem fær alltof stóran skerf af kök- unni. Það er því miður eðli kapítalísks þjóð- félags og erfitt við að eiga þegar búið er við þá þjóðfélagsgerð.“ Árni hefur verið formaður SFR frá árinu 2006 og var áður framkvæmdastjóri þess frá 1990. „Starf mitt er 24 stunda vinna og alltaf skemmtileg og krefjandi. Það er mikið um fundahöld og stór þáttur starfsins að fylgj- ast með þjóðfélagsumræðunni og efna- hagsmálum. Starfið er líka hugsjónastarf og sjálfur byrjaði ég að skipta mér af verka- lýðsmálum 1972.“ Persónulegt stéttarfélag SFR er stærsta félagið innan BSRB með um sex þúsund starfandi félagsmenn og eitt þúsund á lífeyri. Árni segir félagið pers- ónulegt þrátt fyrir stærðina. „Við þjónustum alla félagsmenn með persónulegum hætti í gegnum fjölbreytta sjóði og á hverju ári eiga yfir 80 prósent félgsmanna persónuleg samskipti við fé- lagið,“ upplýsir Árni. SFR hét áður Starfs- mannafélag ríkisstofnana og unnu félags- menn þá eingöngu hjá ríkinu. Í seinni tíð hafa ríkisfyrirtækin Rarik og Isavia verið gerð að opinberum hlutafélögum og önnur að sjálfseignarstofnunum með verkefni á vegum sveitarfélaga. „Félagsmenn okkar eru því komnir á f leiri hendur og því var nafni félagsins breytt í SFR stéttarfélag í almannaþjón- ustu,“ útskýrir Árni. Félagsmenn SFR eru að meginhluta ófag- lært starfsfólk og einstakir faghópar, eins og fangaverðir, læknaritarar, heilbrigðisritarar og lyfjatæknar. „Meginhluti félagsmanna SFR starfar hjá ríkisstofnunum innan tækni-, skrifstofu- og heilbrigðisgeirans. Flestir eru á Landspít- ala, eða um eitt þúsund, og margir á stórum skrifstofum hins opinbera, eins og Trygg- ingastofnun, Tollstjóra og Ríkisskattstjóra. Þá starfar tæknifólk hjá Vinnueftirlitinu, Matvælastofnun og fleiri stofnunum. Störf- in eru því afar víðtæk, allt frá því að vinna á gólfinu upp í æðstu stjórnendur.“ Skattalækkanir ekki áherslur ríkisstarfsmanna Efst á baugi SFR eru komandi kjarasamn- ingar. „Í þeim leggjum við megináherslu á aukinn kaupmátt í stað beinnar kröfu um launahækkanir og styttingu vinnuviku vaktavinnufólks. Það var niðurstaða sam- tals sem við áttum við félagsmenn okkar um land allt, og sá vilji var nú meira áber- andi en áður,“ segir Árni og veltir fyrir sér umræðu um nýja þjóðarsátt eins og stjórn- völd hafa nefnt. „Mestu skiptir að menn fari sameigin- lega í kjaramálin svo að vextir og verð- bólga rjúki ekki upp úr öllu valdi. Það er ekki nóg að horfa eingöngu á kjarasamn- inga stéttarfélaga heldur þarf líka að taka með í reikninginn stóru þættina; verðlag, gengi og hækkun gjalda hjá hinu opinbera.“ Aðrar kröfur SFR í komandi kjara- samningum eru leiðrétting á launamun kynjanna. „Launamunur kynjanna innan félags- ins er nú um sjö prósent og hann þarf að leiðrétta. Við höfum þó náð nokkrum ár- angri í að leiðrétta kynbundinn launamun innan félagsins undanfarin ár, nú síðast með samningum um sérstaka launapotta til einstakra kvennastétta. Þá leggjum við líka til fyrstu skref í samræmingu launa opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, en sá munur er upp í átján prósent á milli markaða.“ Árni viðurkennir að ríkisstarfsmenn séu feimnari við kröfur um almennar skatta- lækkanir. „Í ríkissjóði eru peningar til að greiða okkur laun og á meðan hann stendur jafn- illa og nú erum við frekar á því að fá pen- inga inn í ríkissjóð fremur en að taka þá úr honum í formi skattalækkana. Það mundi þýða skattalækkanir fyrir vinnumarkaðinn í heild og að ríkissjóður borgaði kaupmátt- araukningu almenns vinnumarkaðar. Fyrir vikið yrði minna til skiptanna fyrir okkur sem fáum laun frá ríkinu.“ Árni bætir við að ríkissjóður standi sig ekki gagnvart lífeyrissjóðsmálum félags- manna SFR og skuldi óhemju fé í lífeyris- sjóði ríkisstarfsmanna. „Því þarf enn að forgangsraða og er ég óhemju ósáttur við fyrirhugaða hagræðingu hjá hinu opinbera á sama tíma og stjórnvöld hafna tugum milljarða í árstekjur með því að lækka veiðigjaldið, hætta við auknar tekjur úr ferðaþjónustu og lækka auðlegðarskatt.“ Sterkur verkfallssjóður Að sögn Árna eru hagræðingartillögur ríkis- stjórnarinnar beintengdar starfsfólki SFR. „Þær snúast um að sameina stofnanir, breyta verklagi og svo framvegis. Eins og þær líta út núna er hætta á að hluti okkar fólks missi vinnuna. Þegar skattstofnanir voru sameinaðar á sínum tíma var tekin af- staða um að segja ekki upp starfsfólki held- ur fækka með náttúrulegum hætti, eins og þegar einhver hættir eða fer á lífeyri. Við minnum á það góða fordæmi. Sparnað- urinn yrði þá lengur að koma í kassann en væri hagkvæmari til lengri tíma vegna sáttarinnar sem verður mun meiri en þegar fólki er hent út í atvinnuleysi. Ekki má held- ur vanmeta kostnað samfélagsins vegna félagslegra og sálrænna afleiðinga atvinnu- leysis.“ Þegar hart mætir hörðu hafa stéttarfélög möguleika á vinnustöðvun en Árni reikn- ar síður með að til verkfalls þurfi að koma. „Stéttarfélögin hafa möguleika á að ná kjarasamningum með málamiðlunum og við höfum ekki beitt verkfallsréttinum síðan í löngu og viðamiklu verkfalli BSRB árið 1984. Við höfum hins vegar byggt upp mjög góðan verkfallssjóð og erum sterk á svellinu ef um allt þrýtur.“ Ósáttur við opinbera hagræðingu Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir þrjú mál vera efst á baugi í komandi kjarasamningum; aukinn kaupmátt, leiðréttingu á launamun kynjanna og samræmi launa opinberra starfsmanna og starfsfólks á almennum markaði. Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá árinu 2006 og var þar á undan framkvæmdastjóri þess frá 1990. 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.