Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 48
KYNNING − AUGLÝSINGStéttarfélög FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 20134 Verkstjórasambandið er samband þrettán verk- og stjórnendafélaga sem starfa víðsvegar um landið. Félagsmenn eru stjórnendur í víðasta skilningi þess orðs. Starfandi stjórnendur eru um 2.200 en skráðir félagar eru nær 2.700. Kristján Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Verkstjórasambandsins, segir stuðning við félagsmenn meginhlutverk sambandsins. „Það var haft að leiðarljósi strax við stofnun og var félagsmönnum ávallt rétt hjálparhönd ef þurfa þótti, fyrst úr sérstökum sjóði en svo með beinum framlögum. Árið 1973 var samið við vinnuveitendur um greiðslur í Sjúkrasjóð verkstjóra og við það breyttist aðstaða til stuðn- ings félaganna. Sem dæmi þá greiðir sjóður- inn 80% meðallauna síðustu tólf mánaða í allt að tólf mánuði í veikindum. Æfingar hjá kíró- praktor eða sjúkraþjálfun eru greidd að fullu á móti TR í 25 skipti, en 60% af þeim skiptum sem viðkomandi þarf á að halda umfram það, á tólf mánaða tímabili. Eftir það tekur við nýtt tíma- bil með sama rétti.“ Ekkert þak á greiðslum Meðal styrkja sem félagsmönnum standa til boða eru styrkir vegna kaupa á gleraugum, heyrnartækjum, leiser-augnaðgerðar, tækni- frjóvgunar og fæðingarstyrkur svo fátt eitt sé nefnt. Ekkert þak er á greiðslum. Hægt er að fá styrk fyrir fleiri atriðum í sama mánuði. Áhersla er lögð á forvarnir eins og krabba- meins- og hjartaskoðun og þá á Sjúkrasjóð- urinn íbúð fyrir félagsmenn utan af landi sem verða að sækja sér lækningu í Reykjavík. „Það nýjasta hjá okkur er Ítarleg heilsufars- skoðun sem greidd er að fullu,“ segir Kristján. „Enn sem komið er eru þessar skoðanir að- eins framkvæmdar í Reykjavík og á Akureyri en allar upplýsingar um heilsufarsskoðanir má nálgast á heimasíðunni okkar vssi.is.“ Nýir félagar með fullan rétt „Nýir félagsmenn koma inn til okkar með þann rétt sem þeir hafa áunnið sér í sjúkrasjóði fyrra félags. Þeir félagsmenn sem láta af störfum fyrir aldurs sakir og hafa greitt til okkar samfellt í að minnsta kosti tíu ár fyrir starfslok halda rétti í sjúkrasjóði út ævina.“ Menntunarsjóður SA og VSSÍ Menntun verkstjóra hefur lengi verið baráttu- mál samtakanna. Árið 2008 var samið við SA um greiðslu í Menntunarsjóð SA og VSSÍ til að stuðla að menntun í stjórnun. Stjórnunar- nám var af skornum skammti og því var einn- ig ákveðið að setja saman metnaðarfullt nám í samstarfi við SA fyrir fyrir þann hóp, sem nú er á lokasprettinum. „Nám sem í boði hefur verið fyrir stjórnend- ur er Verkstjórnarfræðslan sem Nýsköpunar- miðstöð Íslands hefur haldið, Dale Carnegie hefur í samstarfi við okkur haldið sérsniðin námskeið fyrir stjórnendur og endurmenntun- ardeildir háskólanna,“ útskýrir Kristján. „Áður en samningar tókust við SA höfðu aðrir samn- ingsaðilar hafið greiðslur í menntunarsjóð VSSÍ og úr þeim sjóði er greitt vegna alls ann- ars náms en þess sem snýr beint að stjórnun, til dæmis fagtengt nám, tölvunám og tungumál. Báðir sjóðirnir greiða allt að 80% af námskostn- aði en þó ekki meira en 110 þúsund í hverju ein- stöku námi. Vegna dýrara náms eru greiddar allt að 330 þúsund krónur. Fyrirtækin hafa sama rétt og félagsmenn til að sækja um styrk til menntunar og þess má geta að styrkir til fyr- irtækis skerða ekki rétt félagsmanna til styrkja úr sjóðunum. Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á styrk vegna tómstundanáms. Sjúkrasjóðurinn og svo menntunarsjóðirnir eru þeir tveir hlutir sem ég er hvað ánægðastur með í starfi samtak- anna. Eins er ég ánægður með hvað fyrirtæk- in nýta sér menntunarsjóðina vel og vil ítreka það við félagsmenn að menntun verður ekki frá ykkur tekin.“ Öflugir styrkir til félagsmanna Verkstjórasamband Íslands var stofnað 10. apríl 1938 sem einstaklingsfélag en breyttist fljótlega í deildarfélag með stofnun verkstjórafélaganna. Samtökin áttu 75 ára afmæli í vor sem haldið var upp á með opnu húsi. Frá stofnun hefur sambandið séð um samninga og velferðarmál fyrir verkstjórnendur. Félögin eiga og reka orlofshús sem eru 23 talsins. Kristján Örn Jónsson, framkvæmda- stjóri við enda borðsins, ásamt Skúla Sigurðssyni, Helgu Jakobs- dóttur, Jóhönnu Margréti Guðjóns- dóttur, Jóhanni Baldurssyni, Reyni Kristjánssyni og Rósant Aðal- steinssyni þar sem unnið er að samningum. MYND/VALLI X-Factor fimmtudaga og föstudaga FYLGIR áskrift að Stöð 2 Stöð er ný sjónvarpsstöð Aðeins 2.990 kr. á mánuði Krakkastöðin fylgir með =Skjár 1 4.990 kr. á mánuði + + =Stöð 2.990 kr. á mánuði Gerðu verðsamanburð Tryggðu þér áskrift á stod3.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.