Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 50
FRÉTTABLAÐIÐ Hera Björk Þórhallsdóttir. Petit.is og PopUp verzlun. Piparkökur. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 10 • LÍFIÐ 22. NÓVEMBER 2013 „Við tvö værum snilldarpar á sviði. Það munaði engu að ég fengi að syngja með Elton John í Chile, eina vandamálið var bara að hann vildi vera einn á sviðinu.“ læra Complete Vocal Technique- söngtæknina. „Ég lærði þetta árið 2004 og þetta er svona „non-bull- shit“-tækni. Ábyrgðin er svolítið sett á mann sjálfan og maður fær frábær verkefni í hendurnar. Þú færð verkfærakistu og í henni eru öll tæki og tól sem þú þarft og svo byrjar þú bara að leika þér. Þetta snýst um að prófa, spenna bogann og fara út fyrir þægindarammann. Þá kynnist maður röddinni sinni betur. Fyrir mig var þetta eins og að fara í Disney World á frímiða og vera þarna í þrjú ár að leika mér,“ segir hún hlæjandi. Þú komst fram í Íslandi í dag fyrir stuttu þar sem þú talaðir mjög opinskátt um þyngdar- tap þitt og megrunarkúra. Hvað varð til þess að þú breyttir um lífsstíl? „Ég fékk bara tækifæri upp í hendurnar sem ég gat ekki hafnað. Eftir keppnina úti í Chile kynntist ég konu frá Púertó Ríkó sem fékk mig til að syngja á ráð- stefnu í Barcelona. Þar hitti ég fólk sem hún var að vinna með en það starfaði með NU Skin sem ég þekkti áður. Fyrir tækið er búið að þróa einstaka þyngdarstjór- nunarvöru sem þau vildu endilega fá mig til að prófa og voru bara mjög hreinskilin; þú ert svona frá- bær og feit, þarft þú ekki að prófa þetta? Ég er búin að prófa alla heimsins kúra í gegnum tíðina og með mjög misjöfnum árangri. Ég ákvað að treysta þessu fólki, taka niður varnirnar og ég léttist um 12 kíló á 90 dögum. Mér leið svo vel, varð orku- meiri og er að kafna úr gleði yfir þessu. Nú hreyfi ég mig reglu- lega og ég borða miklu hollari mat. Græðgispúkinn bara hvarf úr lífi mínu á fyrstu vikunum og ég hef ekki fundið hann ennþá. Ég fór úr flokki sem heitir alvarleg offita yfir í flokk sem heitir bara of- fita og ég varð hamingjusamasta kona í heimi þegar ég fór niður fyrir þessi mörk. Alvarlegri of- fitu fylgja margir áunnir sjúkdóm- ar sem ég var bara heppin að vera ekki komin með. Þetta er stórkost- legur munur fyrir mig í mínu dag- lega lífi. Ég var vön að kaupa inn bæði hollt og óhollt og át allt þetta óholla en hitt endaði að mestu í ruslinu.“ Hefurðu eitthvað verið á lágkol- vetnafæðinu? „Nei, þetta eru öfgar fyrir mér. Ég prófaði þetta eins og allir hinir en er þó sammála LKL- fræðingum um að maður eigi að borða próteinríkari fæðu. Ég er bara að byggja upp vöðva í dag og lifa heilsusamlegar.“ Svo tekurðu þátt í verki í Þjóð- leikhúsinu, hvaða verk er það? „Ég er að æfa þar fyrir sýningu sem verður frumsýnd annan í jólum. Verkið heitir Þingkonurn- ar og fjallar um konur sem ákveða að taka völdin af körlunum en þetta er mjög gamalt verk. Þetta er sýn Aristófanesar á konur sem voru al- gjörlega réttlausar, nánast eins og þrælar. Þetta er sem sagt grísk tragíkómedía. Það er langt síðan ég hef verið í leikhúsi og ég er ráðin í sýninguna sem söngkona. Benni Erlings leik- stýrir og þetta er frábær hópur sem ég vinn með.“ Er desembermánuður þá full- bókaður hjá þér? „Það er ansi mikið að gera. Ég er með tónleika 8. desember í Grafarvogskirkju, fer til Færeyja með Frostrósum um mánaðamótin að syngja og svo er ég með tónleika 15. desember með grúppu sem ég söng með hér áður fyrr. Þann 21. og 22. verð ég svo á tónleikum með Frostrósum.“ Hvað verður um verslunina þína á Laugaveginum, Púkó og Smart, þegar þú flytur? „Ég er alveg til í að ræða það ef einhver vill kaupa hana. Við erum bara að viðra það en ég get fullviss- að fólk um það að ég ætla ekki að loka henni. Fólk virðist vera voða- lega hrætt um það. Ég er bara opin fyrir öllu en það getur vel verið að ég fjarstýri henni bara. Þessi búð er búin að vinna sér sess á Lauga- veginum og styrkir þennan part hans.“ Ef þú mættir velja að syngja með hverjum sem er, hver væri það? „Draumurinn er að syngja með George Michael. Ég hef alltaf dýrkað manninn og ég vissi allt- af að hann væri samkynhneigður. Það bara hlaut að vera því hann var svo djúpur, vansæll en samt svo hamingjusamur. Mér fannst ég lesa hann. Hann fer beint í hjartað á mér, bæði lögin hans og textarnir. Við tvö værum snilld- arpar á sviði. Það munaði engu að ég fengi að syngja með Elton John í Chile, eina vandamálið var bara að hann vildi vera einn á sviðinu.“ Mamma, þú átt eftir að sjá eftir þessu alltaf ef þú flytur ekki núna. Ég hugsaði bara, ef krakkarassgat- ið sér þetta svona skýrt þá hlýtur þetta bara alveg að vera málið. AÐFERÐIN BÚÐU TIL FALLEG OG PERSÓNULEG ILMKERTI – Og heimilið fær jólailm Nú eru flestir farnir að hugsa til jólanna og leita að falleg- um leiðum til að skreyta heimili sín og klæða þau í jólabúning. Að búa til ilmkerti er skemmti- legt föndur, sáraeinfalt og það tekur enga stund að búa til fal- lega jólaskreytingu úr venju- legu kerti, sem gefur einnig frá sér jólalegan ilm. Þú þarft Kubbakerti Gúmmíteygju Kanilstangir Snærisspotta Örbylgjuofn 1. Settu gúmmíteygjuna utan um kertið og raðaðu kanil- stöngunum undir teygjuna lóðrétt, hlið við hlið. Ef þú ert með langar stangir, klipptu þær þá til með skær- um svo að þær passi við lengd kertisins. 2. Þegar kanilstangir umkringja kertið bittu þá snærisspotta þétt um kertið nokkra hringi og taktu gúmmíteygjuna af. 3. Ef kertið er gjöf er mikil- vægt að kanilstangirnar séu vel fastar við kertið og þá þarftu að setja það með kanilstöngunum og band- inu (alls ekki gúmmíteygj- unni) inn í örbylgjuofn í hálfa mínutu. Passaðu þig að taka það varlega út með viskustykki því að stangirnar verða heitar. 4. Með viskustykki vöfðu um það, þrýstu kanilstöngunum þétt að kertinu til að festa það við vaxið áður en það harðnar aftur. 5. Lagaðu til snærisspottann og búðu til slaufu eða bættu við meira skrauti. Til dæmis greni, laufum eða þurrkuðum ávöxtum. 6. Kertið er tilbúið, kveiktu á því og finndu kanililminn dreifast um rýmið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.