Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 56

Fréttablaðið - 22.11.2013, Síða 56
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Helgarmaturinn og Spjörunum úr. HELGAR MATURINN GÓMSÆT GRAFIN GÆS Hvern faðmaðir þú síðast? Margréti Blöndal útvarps- konu. En kysstir? Kærastann minn. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Það er ekki hægt að koma mér á óvart. Ég er sá sem sé um að koma öðrum á óvart. Hvaða galla í eigin fari ertu búin að um- bera allt of lengi? Pottþétt þann hvimleiða galla að naga neglurnar. Óþolandi. Ertu hörundsár? Já, alveg pottþétt. Dansarðu þegar eng- inn sér til? Ég er eiginlega að fatta það núna að ég dansa þegar ég er að fagna ein- hverju, þó ég sé bara einn með sjálfum mér. Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig? Ég er svo ótrúlega hepp- inn að hafa aldrei gert mig að fífli. Djók. Ég samt man ekki eftir neinu! Hringirðu stundum í vælubílinn? Já, en bara þegar allt annað klikkar. Tekurðu strætó? Ekki á Íslandi en í útlönd- um, já. Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Örugglega 1-2 klst. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim? Nei, það er alger óþarfi að fara hjá sér. Ég heilsa þeim sem ég þekki. Það eru samt margir sem heilsa mér á förnum vegi og biðj- ast síðan afsökunar á því. Það er mjög fyndið. Fólk sem þekkir mig ekki neitt en hefur séð mig í sjón- varpinu. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Nei, og af hverju í veröld- inni ætti ég að vera að segja frá því hér? Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Ég slaka alls ekki á. Þetta verður annasöm helgi. Maður verður að fylgja plötunni eftir eins og maður getur. Friðrik Ómar ALDUR: 32 STARF: Tónlistarmaður og fl. ...SPJÖ RU N U M Ú R Harpa Hlín Þórðardóttir er sölustjóri Lax-á. Hún er þriggja barna móðir sem hefur unun af því að vera úti í náttúrunni og fara á veið- ar. Hún er hér með uppskrift að reyktri gæs. Uppskriftina sá hún í Gestgjafanum fyrir mörg- um árum og hefur aðeins stíl- fært hana. Harpa Hlín segist oft bera réttinn fram á bakka ásamt reyktum og gröfnum laxi og baquette brauði. 1 bringa (2 lummur), 1½ bolli gróft salt, 1 msk. sykur, 1 msk. rósapipar, 1 msk. græn piparkorn, 1 msk. rósmarín, 1 msk. timian, 1 msk. basilika, 1 msk. estragon, 1 msk. sinnepsfræ, 1 msk. dillfræ Blanda saman sykri og salti, dreifið yfir bringuna og látið bíða við stofuhita í 4 stundir. Skolið svo saltblönduna vel af og þerrið. Veltið svo bringunum upp úr krydd- blöndunni þannig að bringurnar hyljist alveg og látið bíða í kæli í 1-3 sólarhringa. Hlutföllin í kryddblöndunni eru breytileg, t.d nota ég oft minna af fræjunum og meira af hinu. Ég bý alltaf til helling og geymi í frysti en mér þykja bringurnar ekki síðri þegar þær hafa verið frosnar. Sósa: 2 msk. gott majones, 2 msk. sýrður rjómi, 1 msk. sætt sinn- ep, 1 tsk. gott hunang, Svart- ur pipar Meðlæti: Sem meðlæti nota ég klettasalat, ber/ávöxt, sinnepsósu og berja- sultu. T.d. Klettasalat, jarðarber, parmesan- ost, furuhnetur, góða ólífuolíu, gott balsamik.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.