Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 66
„Ég komst að því fyrir nokkr- um árum að íslenska þýðingin frá 1944 er greinilega ekki þýdd úr frummálinu og er þar að auki endursögð og bætt við köflum í hana sem ekki eru í frumútgáf- unni,“ segir Friðrik Rafnsson, þýðandi Ferðarinnar að miðju jarðar eftir Jules Verne, um ástæðu þess að hann réðst í að þýða bókina. „Það var reyndar algengt á þeim tíma að þýðingar væru ekki teknar eins alvarlega og nú er gert, en mér fannst samt ástæða til að þessi bók væri til í íslenskri þýðingu sem væri trú frumtextanum.“ Friðrik viðurkennir að hann hafi lengi haft dálitla fordóma gagnvart verkum Vernes, en hann hafi komist að því þegar hann lagðist í lestur þeirra að mun meira væri spunnið í textann en hann hafi haldið. „Ég fór að glíma við að þýða hann og fannst það svo skemmtilegt að ég ákvað að klára það.“ Talar þessi bók ekki beint inn í þá fantasíubylgju sem nú tröllríð- ur bókaútgáfunni? „Jú, Verne er stundum kallaður fyrsti vísinda- skáldsöguhöfundurinn og í mínum huga er þetta sígilt ævintýri fyrir fólk á öllum aldri. Vissulega talar sagan inn í samtímann en hún hefur gert það á ýmsum tímum. Það eru 150 ár síðan hún kom út og hún virðist hafa talað til ansi margra allan þann tíma. Hefur til dæmis verið þýdd tíu sinnum á ensku og hefur öðlast þetta sígildi sem góð listaverk hafa.“ Nú hafa verið gerðar tvær kvikmyndir eftir sögunni, halda þær sig við söguþráð Vernes? „Nei, eins og gengur og gerist í kvikmyndaaðlögun skáldverka þá bregða þær töluvert út af honum. Það er einmitt skemmtilegt að bera saman kvikmyndarnar og frumtextann og ég hafði mjög gaman af því að sjá þær kunnandi bókina nánast utan að.“ Friðrik hefur lagst í rannsóknir á viðtökum bókarinnar og segist hafa komist að ýmsu merkilegu. „Það er til dæmis athyglisvert að Frakkar setja Verne algjörlega á stall með Flaubert, Hugo, Balzac og öðrum höfuðskáldum sínum en Bretar og Bandaríkjamenn líta frekar á hann sem barnabóka- og ævintýrahöfund. Það er dálítið merkilegt að sjá þennan menn- ingarmun og það væri gaman ef við hér gætum farið að flokka Verne sem höfund fyrir alla ald- urshópa, enda hugsar hann bækur sínar sem fræðandi skemmtilest- ur fyrir alla.“ Ætlarðu að halda áfram að þýða verk Vernes? „Það fer nú töluvert eftir því hvernig viðtökur þessarar bókar verða en það væri vissulega gaman að gera það ef vel gengur.“ fridrikab@frettablatdid.is Hefur talað inn í samtímann í 150 ár Ferðin að miðju jarðar eft ir Jules Verne er betur þekkt á Íslandi sem Leyndardóm- ar Snæfellsjökuls, en sú útgáfa brá í ýmsu út af frumtextanum. Friðrik Rafnsson hefur þýtt bókina upp á nýtt og segir hana tala beint inn í okkar samtíma. BÆKUR ★★★★★ Ár drekans Össur Skarphéðinsson SÖGUR ÚTGÁFA Þegar Össur Skarphéðinsson var hvað duglegastur að blogga á sínum tíma vöktu greinar hans oftar en ekki mikla athygli. Þetta voru hárbeittir og listilega skrif- aði pistlar sem tekið var eftir í þjóðfélagsumræðunni. Bók Öss- urar „Ár drekans“ er því mikill happafengur fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmálum og íslensk- um samtíma. Bókin er í eins konar dagbókarstíl og spannar allt árið 2012. Átök innan ríkisstjórnarinn- ar, ESB-málið, forsetakosningarn- ar, landsdómsmálið, hrossakaup í pólitíkinni og innanflokksátök í Samfylkingunni. Sjálfur kýs Össur að kalla þetta afbrigði af pólitískri einsögu og viðurkenn- ir að um einhliða frásögn sé að ræða. Það sem vekur fljótt athygli les- enda er hversu opinskár Össur er í lýsingum þegar kemur að við- kvæmum pólitískum málum. Sum þeirra eru enn í deiglunni. Trún- aðarsamtöl milli manna eru opin- beruð og það er auðvelt að ætla að sumir sem koma við sögu í bók- inni séu ekki sáttir við þessa ber- sögli. Fyrir vikið verður bókin dýrmætari fyrir lesendur sem upplifa meiri hreinskilni og þá til- finningu að hér sé ekki verið að breiða yfir óþægilega hluti. Össur kann svo sannarlega að halda á penna og sumar frásagn- ir í bókinni eru kostulegar og drepfyndnar þrátt fyrir að fjalla um háalvarlega atburði. Lífsgleð- in skín í gegn og finna má fyrir mikilli vænt- umþykju þegar hann talar um dóttur sína. Landsdóms- málið liggur greinilega þungt á Öss- uri og sjálfur hefur hann sagt í fjöl- miðlum að það m á l hafi verið honum afar erf- itt. Sumir hafa vilj- að túlka þessa bók sem tilraun hans t i l að rét ta Sjálfstæðisflokkn- um sáttarhönd. Einn fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna lýsti því svo í útvarpsviðtali að Össur væri með þessari bók að hefja ákveðið sam- tal við sjálfstæðismenn og þetta væri bara einn leikur í pólitískri skák. Dagbókarformið er vel til þess fallið að gefa lesendum þá upp- lifun að þeir séu að gægjast inn í hið sanna líf þess sem skrifar. Það er því kannski engin tilviljun að Össur skuli velja þetta form. Bókin öðlast þannig trúverðug- leika í huga lesenda en á móti brýtur þetta form upp flæði frá- sagnar og hægir á henni. Síðasta kjörtímabil fer vafalaust í sögubæk- urnar sem eitt það átaka- mesta í íslenskri stjórnmála- sögu. Bar- á t t a n v i ð hrunið, átök ríkisstjórnar við forseta sem tvisvar vísaði Icesave til þjóð- arinnar og lands- dómsmálið standa upp úr en fleira má nefna. Stjórnmála- menn öðrum fremur eru uppteknir af því hvernig Sagan muni á endanum dæma þá. Að vissu leyti verður að lesa bók Össurar með þetta í huga því þegar upp er stað- ið felur dagbókin ekki endi- lega í sér sannleikann um þann sem skrifar heldur frekar hvernig hann vill að aðrir sjái sig og túlki. Höskuldur Kári Schram NIÐURSTAÐA: Listilega skrifuð bók um átakatíma í íslenskri pólitík. Opin- ská og á köflum drepfyndin. Safarík frásögn af átakatímum ÞÝÐANDINN „Verne er stundum kallaður fyrsti vísindaskáldsöguhöfundurinn og í mínum huga er þetta sígilt ævintýri,“ segir Friðrik. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MENNING 22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.