Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 68
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2013
Tónleikar
21.00 Hljómsveitin Cuba Libre heldur
tónleika á Örkinni hans Nóa á Akur-
eyri klukkan 21.00. Hljómsveitin spilar
tónlist frá rómönsku Ameríku með sál
og hrynjandi. Hlustendum er velkomið
að mæta á dansskóm.
22.00 Hljómsveitin Gullfoss með
Creedence Clearwater Revival heiðurs-
tónleika kl. 22.00
22.00 Stella Haux heldur útgáfu- og 60
ára afmælistónleika á Café Rosenberg
föstudaginn 22. nóvember kl. 22.00.
Meðal gesta hennar eru Andrea
Gylfadóttir, Helga Völundar og Gísli
Helgason.
Fræðsla
08.30 Seed Forum Iceland verður
haldið þann 22. nóvember kl. 08.30 í
Arion banka, Borgartúni 19. Dagskráin
er glæsileg að venju; áhugaverðir fyrir-
lesarar og átta efnileg sprotafyrirtæki
munu kynna hugmyndir sínar.
Fundir
12.00 Eygló Harðardóttir, samstarfs-
ráðherra Norðurlanda, kynnir for-
mennskuáætlun Íslands í Norrænu
ráðherranefndinni fyrir árið 2014.
Áætlunin ber yfirskriftina Gróska og
lífskraftur.
Uppákomur
11.00 Á föstdaginn þann 22. nóvem-
ber kl. 11.00 verður undirritað sam-
komulag milli Landsbókasafns Íslands,
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum og Sagnfræði-
stofnunar Háskóla Íslands, um varð-
veislu og skráningu gagna um Dani
og danska menningu á Íslandi. Heiti
safnsins er DAN-ÍS. Undirritunin fer
fram á annarri hæð á Landsbókasafn-
inu.
Fyrirlestrar
20.00 Haraldur Erlendsson yfirlæknir
heldur fyrirlestur sem hann nefnir
Glastonbury, saga og mælingar, í húsi
Lífspekifélagsins að Ingólfsstræti 22.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
„Þetta er falleg plata sem inniheld-
ur ný lög og ný ljóð og er ég mjög
sáttur við hana,“ segir tónlistar-
maðurinn Ragnar Bjarnason sem
var að senda frá sér nýja plötu sem
kallast Falleg hugsun. Margir af
þekktustu höfundum þjóðarinnar
eiga lög og ljóð á plötunni, líkt og
Valgeir Guðjónsson, Magnús Þór
Sigmundsson, Megas, Jón Ragnar
Jónsson og Jón Ólafsson, ásamt
mörgum fleirum. Jón Ólafsson sá
jafnframt um upptökustjórn, und-
irleik og hljómsveitarstjórn.
„Ég vildi sérstaklega fá lög sem
væru grípandi og að fólk gæti lært
þau auðveldlega.“
Ragnar er alltaf að syngja hér og
þar, í veislum og á mannamótum.
„Ég hef meðal annars verið að
koma fram í menntaskólum og það
var mjög gaman að syngja fyrir
krakkana,“ segir Ragnar. - glp
Raggi hugsar fallega
Raggi Bjarna með nýja plötu og syngur í menntaskólum.
VINNA VEL SAMAN Ragnar Bjarnason
og Jón Ólafsson eru hér að taka við
gullplötu sem þeir fengu fyrir plötuna
Dúettar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is
FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ
HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS
Ómissandi hluti af góðri helgi
HUGSA EKKI UM MIG SEM
FYRIR OG EFTIR AÐ ÉG VEIKTIST
Edda Heiðrún Backman á þrjátíu ára leikafmæli á þessu ári.
Hún lætur ekki alvarlegan sjúkdóm buga sig heldur finnur sér
ný verkefni.
Tilgerð og
töffaraskapur
Fréttablaðið leitar álits á
bestu og verstu bókatitlum
ársins.
Léttir bannhelginni
af sýfilisnum
Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir
skrifar bókina Stúlka með maga
út frá sjónarhóli móður sinnar
sem glímdi við krabbamein í 13 ár.
Hún rekur reyndar alla sögu ættar
sinnar og upplýsir í fyrsta sinn
að móðurforeldrar hennar hafi
smitast af sýfilis.
Ofbeldisfyllsta
íþrótt í heimi
Bardagasambandið UFC
fagnaði 20 ára afmæli um
síðustu helgi. Keppni í
blönduðum bardagaíþróttum
nýtur sífellt meiri vinsælda
hér á landi.
„Þetta er í annað sinn sem við
höldum Vælið í Eldborg en til
stóð að halda keppnina í Há-
skólabíói en það er bara of lítið
fyrir okkur og hýsir ekki alla
nemendur skólans,“ segir Helga
Hauksdóttir, fjármálastjóri
skemmtinefndar Versló, um
söngvakeppni skólans. Athyglis-
vert er að sjá að Verzlunarskóli
Íslands heldur söngvakeppnina
sína í stærsta og fullkomnasta
tónleikasal landsins og mætti
þá segja að skólinn sé að setja
pressu á þá aðila sem standa að
lokakeppninni. „Okkur fi nnst það
frábært að Versló skuli halda
keppnina í Eldborg. Við gerum
hins vegar það sem heildin vill
og fl estir nemendur vilja að loka-
keppnin verði á Akureyri,“ segir
Laufey María Jóhannsdóttir, for-
maður Sambands íslenskra fram-
haldsskólanema, um málið.
Yfi rleitt fer lokakeppnin fram í
íþróttahöllinni á Akureyri en það
er enn óljóst hvar hún fer fram
á næsta ári. „Það setur auðvitað
pressu á okkur að gera betri og
stærri keppni en oft er það ekki
hægt. Yfi rleitt er meiri stemning
í skólunum fyrir forkeppnunum
en við gerum okkar besta til að
hafa lokakeppnina sem fl ottasta,“
bætir Laufey María við.
Eins og fyrr segir fór Vælið
fram í Eldborg í fyrra og kom
því lítið annað til greina en að
hafa keppnina þar aftur. „Það var
kosningaloforð stjórnarinnar að
halda keppnina í Eldborg. Síð-
asta keppni var glæsileg en við
ætlum að reyna gera enn betur
í kvöld. Við erum samt ekkert
eini skólinn sem hefur verið með
keppnina í Hörpu því Mennta-
skólinn við Sund og fl eiri skólar
hafa verið í litla salnum í Hörpu,
sem heitir að ég held Silfurberg,“
segir Helga létt í lundu.
Vælið fer fram í kvöld og hefst
klukkan 19.30 og miðasala er á
midi.is. - gunnarleo@frettabladid.is
Vælið í Versló toppar
lokakeppnina sjálfa
Söngvakeppni Versló, Vælið, fer fram í Eldborgarsalnum annað árið í röð.
ÁNÆGÐ MEÐ VERSLÓ Laufey María
Jóhannsdóttir, formaður Sambands
íslenskra framhaldsskólanema, lofar
flottri lokakeppni.
LOFAR FLOTTRI KEPPNI Helga Hauks-
dóttir, fjármálastjóri skemmtinefndar
Versló, hlakkar til kvöldsins.
HARPA