Fréttablaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 68
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2013 Tónleikar 21.00 Hljómsveitin Cuba Libre heldur tónleika á Örkinni hans Nóa á Akur- eyri klukkan 21.00. Hljómsveitin spilar tónlist frá rómönsku Ameríku með sál og hrynjandi. Hlustendum er velkomið að mæta á dansskóm. 22.00 Hljómsveitin Gullfoss með Creedence Clearwater Revival heiðurs- tónleika kl. 22.00 22.00 Stella Haux heldur útgáfu- og 60 ára afmælistónleika á Café Rosenberg föstudaginn 22. nóvember kl. 22.00. Meðal gesta hennar eru Andrea Gylfadóttir, Helga Völundar og Gísli Helgason. Fræðsla 08.30 Seed Forum Iceland verður haldið þann 22. nóvember kl. 08.30 í Arion banka, Borgartúni 19. Dagskráin er glæsileg að venju; áhugaverðir fyrir- lesarar og átta efnileg sprotafyrirtæki munu kynna hugmyndir sínar. Fundir 12.00 Eygló Harðardóttir, samstarfs- ráðherra Norðurlanda, kynnir for- mennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2014. Áætlunin ber yfirskriftina Gróska og lífskraftur. Uppákomur 11.00 Á föstdaginn þann 22. nóvem- ber kl. 11.00 verður undirritað sam- komulag milli Landsbókasafns Íslands, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Sagnfræði- stofnunar Háskóla Íslands, um varð- veislu og skráningu gagna um Dani og danska menningu á Íslandi. Heiti safnsins er DAN-ÍS. Undirritunin fer fram á annarri hæð á Landsbókasafn- inu. Fyrirlestrar 20.00 Haraldur Erlendsson yfirlæknir heldur fyrirlestur sem hann nefnir Glastonbury, saga og mælingar, í húsi Lífspekifélagsins að Ingólfsstræti 22. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is „Þetta er falleg plata sem inniheld- ur ný lög og ný ljóð og er ég mjög sáttur við hana,“ segir tónlistar- maðurinn Ragnar Bjarnason sem var að senda frá sér nýja plötu sem kallast Falleg hugsun. Margir af þekktustu höfundum þjóðarinnar eiga lög og ljóð á plötunni, líkt og Valgeir Guðjónsson, Magnús Þór Sigmundsson, Megas, Jón Ragnar Jónsson og Jón Ólafsson, ásamt mörgum fleirum. Jón Ólafsson sá jafnframt um upptökustjórn, und- irleik og hljómsveitarstjórn. „Ég vildi sérstaklega fá lög sem væru grípandi og að fólk gæti lært þau auðveldlega.“ Ragnar er alltaf að syngja hér og þar, í veislum og á mannamótum. „Ég hef meðal annars verið að koma fram í menntaskólum og það var mjög gaman að syngja fyrir krakkana,“ segir Ragnar. - glp Raggi hugsar fallega Raggi Bjarna með nýja plötu og syngur í menntaskólum. VINNA VEL SAMAN Ragnar Bjarnason og Jón Ólafsson eru hér að taka við gullplötu sem þeir fengu fyrir plötuna Dúettar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi HUGSA EKKI UM MIG SEM FYRIR OG EFTIR AÐ ÉG VEIKTIST Edda Heiðrún Backman á þrjátíu ára leikafmæli á þessu ári. Hún lætur ekki alvarlegan sjúkdóm buga sig heldur finnur sér ný verkefni. Tilgerð og töffaraskapur Fréttablaðið leitar álits á bestu og verstu bókatitlum ársins. Léttir bannhelginni af sýfilisnum Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir skrifar bókina Stúlka með maga út frá sjónarhóli móður sinnar sem glímdi við krabbamein í 13 ár. Hún rekur reyndar alla sögu ættar sinnar og upplýsir í fyrsta sinn að móðurforeldrar hennar hafi smitast af sýfilis. Ofbeldisfyllsta íþrótt í heimi Bardagasambandið UFC fagnaði 20 ára afmæli um síðustu helgi. Keppni í blönduðum bardagaíþróttum nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi. „Þetta er í annað sinn sem við höldum Vælið í Eldborg en til stóð að halda keppnina í Há- skólabíói en það er bara of lítið fyrir okkur og hýsir ekki alla nemendur skólans,“ segir Helga Hauksdóttir, fjármálastjóri skemmtinefndar Versló, um söngvakeppni skólans. Athyglis- vert er að sjá að Verzlunarskóli Íslands heldur söngvakeppnina sína í stærsta og fullkomnasta tónleikasal landsins og mætti þá segja að skólinn sé að setja pressu á þá aðila sem standa að lokakeppninni. „Okkur fi nnst það frábært að Versló skuli halda keppnina í Eldborg. Við gerum hins vegar það sem heildin vill og fl estir nemendur vilja að loka- keppnin verði á Akureyri,“ segir Laufey María Jóhannsdóttir, for- maður Sambands íslenskra fram- haldsskólanema, um málið. Yfi rleitt fer lokakeppnin fram í íþróttahöllinni á Akureyri en það er enn óljóst hvar hún fer fram á næsta ári. „Það setur auðvitað pressu á okkur að gera betri og stærri keppni en oft er það ekki hægt. Yfi rleitt er meiri stemning í skólunum fyrir forkeppnunum en við gerum okkar besta til að hafa lokakeppnina sem fl ottasta,“ bætir Laufey María við. Eins og fyrr segir fór Vælið fram í Eldborg í fyrra og kom því lítið annað til greina en að hafa keppnina þar aftur. „Það var kosningaloforð stjórnarinnar að halda keppnina í Eldborg. Síð- asta keppni var glæsileg en við ætlum að reyna gera enn betur í kvöld. Við erum samt ekkert eini skólinn sem hefur verið með keppnina í Hörpu því Mennta- skólinn við Sund og fl eiri skólar hafa verið í litla salnum í Hörpu, sem heitir að ég held Silfurberg,“ segir Helga létt í lundu. Vælið fer fram í kvöld og hefst klukkan 19.30 og miðasala er á midi.is. - gunnarleo@frettabladid.is Vælið í Versló toppar lokakeppnina sjálfa Söngvakeppni Versló, Vælið, fer fram í Eldborgarsalnum annað árið í röð. ÁNÆGÐ MEÐ VERSLÓ Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, lofar flottri lokakeppni. LOFAR FLOTTRI KEPPNI Helga Hauks- dóttir, fjármálastjóri skemmtinefndar Versló, hlakkar til kvöldsins. HARPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.