Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 74
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 38 Þær telja virkilega þessar tvær lélegu undankeppnir sem við áttum þarna að undan. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ OLÍS D. KARLA AKUREYRI - ÍR 32-30 (16-17) Markahæstir (skot): Valþór Guðrúnarson 6/2 (10/2), Andri Snær Stefánsson 5 (5), Kristján Orri Jóhannsson 5 (8), Bjarni Fritzson 5/2 (9/3), Þrándur Gíslason 4 (4) - Guðni Már Kristinsson 8 (10), Arnar Birkir Hálfdánsson 7 (14), Sturla Ásgeirsson 5 (8/2). Varin skot: Jovan Kukobat 14/1 (39/2, 36%) - Arnór Freyr Stefánsson 7 (26/2, 27%), Kristófer Fannar Guðmundsson 5/1 (18/3, 28%). HK - FRAM 22-19 (10-8) Markahæstir (skot): Atli Karl Bachmann 8 (9), Leó Snær Pétursson 6/1 (11/2), Andri Þór Helgason 4 (5) - Garðar B. Sigurjónsson 8/3 (12/4), Stefán Baldvin Stefánsson 3 (3), Ragnar Kjartansson 3 (5). Varin skot: Helgi Hlynsson 13 (31/4, 42%) - Stephen Nielsen 11/1 (31/2, 35%). VALUR - FH 23-25 (10-14) Markahæstir (skot): Geir Guðmundsson 5 (16), Alexander Örn Júlíusson 4 (6), Sveinn Aron Sveinsson 4/1 (7/1), Orri Freyr Gíslason 3 (4) - Magnús Óli Magnússon 6 (12), Ísak Rafnsson 3 (3), Sigurður Ágústsson 3 (5), Einar Rafn Eiðsson 3 (6/1), Ásbjörn Friðriksson 3 (7/1), Andri Berg Haraldsson 3 (8). Varin skot: Hlynur Morthens 17/2 (33/2, 52%) - Daníel Freyr Andrésson 20 (43/1, 47%). DOMINOS D. KARLA STJARNAN - ÍR 89-61 (44-30) Stigahæstir: Dagur Kár Jónsson 22, Matthew Hairston 18/16 frák./3 varin Justin Shouse 17/10 stoðs. Marvin Valdimarsson 16/12 frák. - Sveinbjörn Claessen 11/6 frák., Matthías Orri Sigurðarson 11/7 frák./5 stoðs., Calvin Henry 11/8 frák./5 varin, Hjalti Friðriksson 10. SNÆFELL - VALUR 107-91 (59-43) Stigahæstir: Vance Cooksey 38/6 frák./7 stoðs., Jón Ólafur Jónsson 22/5 frák., Sigurður Á. Þorvaldsson 20/7 frák., Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/6 stoðsendingar - Chris Woods 40/9 frák., Rúnar Ingi Erlingsson 17/5 stoðs., Gunnlaugur H. Elsuson 15/5 frák. Birgir Björn Pétursson 9/10 frák. KÖRFUBOLTI Pálína Gunnlaugsdóttir, besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna undanfarin tvö tímabil, veit ekki enn hversu alvarleg hnémeiðslin eru sem hún varð fyrir í leik á móti Ásvöllum á miðvikudagskvöldið. „Það er ekkert komið í ljós og ég er bara að bíða eftir því að Jonni ( Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Grindavíkur) geti troðið mér inn í segulómskoðun,“ sagði Pálína við Fréttablaðið í gær. „Læknunum á sjúkrahúsinu fannst ólíklegt að þetta væri krossbandið. Þeir töldu frekar að þetta væri liðþófinn og að ég hafi teygt á liðbandinu. Það getur verið átta dagar eða átta vikur frá aðgerð,“ sagði Pálína. Hún upplifði mikinn sársauka á gólfinu í Schenkerhöllinni. „Ég fékk þvílík sterk verkjalyf á spítalanaum því þeir sprautuðu morfíni í mig, bæði magann og í hendina. Sjokkið er kannski ekki alveg komið en ég verð bara að vera bjartsýn og jákvæð þangað til að eitthvað kemur út úr þessu,“ sagði Pálína. „Ég get stigið aðeins í löppina en ég get ekki lyft henni upp til hægri eða vinstri því þá kemur þvílíkur sársauki. Ég fær líka mjög mikinn verk ef hann er að dingla eitthvað. Ég er bara eins og gömul kona,“ segir Pálína sem ætlar samt að vona það besta þangað til allt kemur í ljós. - óój Pálína Ég er bara eins og gömul kona FANN MIKIÐ TIL Pálína fær hér stuðn- ing frá liðsfélaga sínum Marínu Rós Karlsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Steinþór Freyr Þorsteinsson verður fjórði íslenski leikmaðurinn hjá Viking FK en Stavanger Aftenblad sagði frá því í gær að íslenski miðjumaðurinn sé á leið til nágrannaliðs Sandnes Ulf. Í frétt Stavanger Aftenblad kemur fram að Steinþór Freyr verði í dag kynntur sem nýr leikmaður Viking FK á Viking Stadion. Viking er og verður áfram mikið Íslendingalið. Indriði Sigurðsson er fyrirliði Viking FK, Jón Daði Böðvarsson var að klára sitt fyrsta tímabil með liðinu og Björn Daníel Sverrisson gekk til liðs við liðið eftir tímabilið með FH.Steinþór Freyr er 28 ára gamall, hefur leikið með Sandnes Ulf undanfarin þrjú tímabil og var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 28 leikjum í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sandnes Ulf var nýliði í deildinni og hélt sæti sínu. Viking FK endaði í fimmta sæti. Steinþór fj órði Íslendingur Viking FK SPORT Styrkleikaflokkar fyrir EM 2016 FYRSTI FLOKKUR: Spánn, Þýskaland, Holland, Ítalía, England, Portúgal, Grikkland, Rússland og Bosnía. ANNAR FLOKKUR: Króatía, Úkraína, Svíþjóð, Danmörk, Sviss, Belgía, Tékkland, Ungverjaland og Írland. ÞRIÐJI FLOKKUR: Serbía, Tyrkland, Slóvenía, Ísrael, Noregur, Slóvakía, Rúmenía, Austurríki og Svartfjallaland. FJÓRÐI FLOKKUR: Armenía, Pólland, Skotland, Finnland, Lettland, Wales, Búlgaría, Eistland og Hvíta-Rússland. FIMMTI FLOKKUR: Ísland, Norður-Írland, Albanía Litháen, Moldóvía, Makedónía, Aserbaídsjan, Georgía og Kýpur. SJÖTTI FLOKKUR: Lúxemborg, Kasakstan, Liechtenstein, Færeyjar, Malta, Andorra, San Marínó og Gíbraltar. F Ó T B O L T I Í s l e n s k a knattspyrnulandsliðið var aðeins hársbreidd frá því að vera ein af þrettán Evrópuþjóðum á HM í Brasilíu næsta sumar en þegar dregið verður í undankeppni EM 2016 í febrúar á næsta ári þá verða 36 þjóðir fyrir ofan Ísland á styrkleika. Undankeppni HM 2014 gildir aðeins 40 prósent þegar UEFA raðar upp í styrkleikaflokka sína fyrir dráttinn í febrúar sem þýðir að þjóðir eins og Slóvenía, Noregur, Skotland, Finnland, Wales, Eistland og Hvíta-Rússland verða öll fyrir ofan Ísland. Geir er í nefndinni Fyrirkomulagið hefur ekki verið endanlega staðfest en líklegt fyrirkomulag er að tvö efstu liðin í níu riðlum komast beint á EM ásamt því liði sem er með bestan árangur í þriðja sætinu. Hin átta liðin sem enda í þriðja sæti riðlanna fara síðan í umspil um fjögur laus sæti. Öll liðin í þriðja sæti eiga enn möguleika en liðið með bestan árangurinn fer beint á EM. „Ég er í nefndinni sem var að fara yfir reglugerðina sem hefur ekki verið staðfest af fram- kvæmdastjórninni en það gerist væntanlega á næsta fundi henn- ar. Ég veit því allt um þessa breyt- ingar sem eru að verða á lands- liðshléunum og það sem kallað er „Week of football“. Landsleikjun- um er dreift niður á dagana,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og það er von á róttækum breyt- ingum á leikdögum í undankeppn- unum. „Hingað til hafa þjóðirnar í sama riðli hist tveimur vikum eða mánuði síðar þar sem menn hafa síðan farið að þræta um það hve- nær við spilum heima á móti þess- um og svo framvegis. Núna er það úr sögunni því hér eftir mun tölva raða þessu niður svipað og gert er í Meistaradeildinni,“ segir Geir en „dauðir“ dagar í landsleikjahléum heyra nú sögunni til. Nú verða leikir spilaðir frá fimmtudegi til Árin með Ólafi áhrifamikil Íslenska karlalandsliðið verður þrátt fyrir frábæra undankeppni HM 2014 aðeins í fi mmta styrkleikafl okki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM 2016 í febrúar. UEFA fer ekki eft ir styrkleikalista FIFA. TELUR ALLTOF LÍTIÐ Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eftir tapið í Króatíu. Besti árangur Íslands frá upphafi kemur íslenska liðinu ekki upp úr fimmta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í EM 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM þriðjudags. Geir fékk þær upplýsingar í gær frá sínum manni hjá UEFA að íslenska landsliðið verður í fimmta styrkleikaflokki þegar dregið verður í níu riðla í undankeppni EM í Frakklandi 2016. Tvær daprar undankeppnir „Það eru þrjár keppnir sem gilda, þessi og svo forkeppni og loka- keppni síðustu EM og svo for- keppni og lokakeppni síðustu HM. Við erum með tvær daprar und- ankeppnir á undan þessari. Það lítur því út fyrir að við verðum enn í potti fimm þó að við verðum efstir þar. Þeir hafa þetta hjá sér í sínum kerfum og þótt að það sé ekki búið að staðfesta listann þá lítur út fyrir að við séum í potti fimm,“ segir Geir. Íslenska landsliðið var í sjötta styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppni HM 2014 og í fimmta flokki þegar dregið var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið vann aðeins 2 af 16 leikjum sínum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar í undankeppni Hm 2010 og EM 2012 og árangur í þeim gildir 60 prósent þegar UEFA-stuðlarnir eru settir saman. „Þetta er grátlegt. Þessi undan- keppni mun hjálpa okkur mikið næst en minna núna. Við þurf- um að fá aðra góða undankeppni til að vinna okkur upp í þessu kerfi. Þær telja virkilega þessar tvær lélegu undankeppnir sem við áttum þarna að undan. Málið fyrir okkur var að fara upp í fjórða styrkleikaflokk en ekki upp í þann þriðja. Í þessi kerfi gat þessi góði árangur í þessari undankeppni gefið okkur meira,“ segir Geir og það er öruggt að þessi staðreynd kemur örugglega mörgum íslensk- um knattspyrnuáhugamönnum á óvart. Þurfa að vera heppnir Nú þarf íslenska landsliðið að hafa lukkuna með sér í liði líkt og í síðasta drætti en fjórar „sterkari“ þjóðir verða með okkur í riðli í undankeppni EM 2016. „Nú snýst þetta augljóslega um að hafa heppnina með okkur þegar dregið verið í febrúar,“ sagði Geir að lokum. ooj@frettabladid.is Svona setur UEFA saman stuðulinn: HM 2010: 1 sigur, 1 jafntefli í 8 leikjum (Gildir 20 prósent) EM 2012: 1 sigur, 1 jafntefli í 8 leikjum (40 prósent) Hm 2014: 5 sigrar, 2 jafntefli í 12 leikjum (40 prósent) Í öll betri eldhús Blandari • Töfrasproti • Handþeytari • Safapressa F A S TU S _E _3 8. 11 .1 3 Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn Turmix eru hágæðavörur frá Sviss fyrir þá sem gera miklar kröfur í eldhúsi. Tækin eru ekki aðeins vönduð og sterk heldur er einnig mikið lagt upp úr glæsilegri hönnun og vönduðu útliti. Tæki fyrir þá alkröfuhörðustu. Fást m.a. í Búsáhöld, Kringlunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.