Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 78
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42 Tökulið þáttanna Game of Thrones hefur heim- sótt Ísland í tvígang og tekið upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu. Fjölmargir Íslendingar hafa unnið við gerð þáttanna og virðist íslenskt handbragð eiga vel upp á pallborðið hjá erlendu framleiðendunum. Listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir land- aði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna og verður í tökum í Belfast á Írlandi þar til rétt fyrir jól. Nú hefur önnur íslensk stúlka, Stefanía Tinna Miljevic, fengið vinnu í förðunardeild þáttanna samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hún vann við fjórðu seríu Game of Thrones í Króatíu og vinnur alla fimmtu seríuna með teyminu næsta sumar. Þá fékk kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson stórt hlutverk í fjórðu seríu þáttanna. Leikur hann Gregor Clegane, sem gengur gjarn- an undir nafninu The Mountain, eða Fjallið. Fjórða serían verður frumsýnd vestan hafs á næsta ári. liljakatrin@frettabladid.is Eft irsóttar í Game of Thrones Tvær íslenskar stúlkur hafa landað vinnu við gerð sjónvarpsþáttanna vinsælu. FRÁBÆRT TÆKIFÆRI Sylvía Dögg fékk vinnu í búningadeild Game of Thrones. „Upprunalega ætluðum við bara að gera átta þætti. Síðan vatt þetta upp á sig og allt í einu eru þeir að verða hundrað,“ segir Logi um framleiðsluteymi Stöðvar 2 og Sagafilm sem stendur að þættinum Logi í beinni. Hundraðasti þátturinn fer í loftið í kvöld í þráðbeinni. „Jón Gnarr, Hera Björk og Barði í Bang Gang eru gestir mínir í kvöld. Kaleo treður upp og svo ætlum við að sýna nokkur vel valin brot úr þessum hundrað þáttum. Mér finnst ofboðslega gaman að Loga í beinni því ég fæ bara að spyrja spurn- inga sem mig langar til að fá svarið við. Enda held ég að ég eigi heimsmet í heimskulegum spurningum,“ segir Logi léttur í bragði – eins og hann er yfirleitt. „Maður verður að vera léttur. Það er það eina sem skiptir máli.“ liljakatrin@frettabladid.is Heimsmet í heimskulegum spurningum Logi fagnar hundraðasta þættinum af Loga í beinni. ALLTAF LÉTTUR Logi tekur lífinu ekki of alvarlega. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hljómsveitin The Tension frá Sel- fossi er töluvert frábrugðin öðrum sveitum vegna þess að hana skipa eingöngu fimm fimmtán ára stelp- ur. Þær eru Rannveig Óladóttir trommuleikari, Álfrún Björt Agn- arsdóttir gítarleikari, Sesselja Sól- veig Birgisdóttir þverflautuleikari, Þorgerður Helgadóttir píanóleik- ari og Inga Kristrún Hjartardótt- ir söngkona. „Við erum ekki með bassaleikara því við fundum ekki stelpubassaleikara og við viljum ekki fá strák í hljómsveitina,“ segir trommuleikarinn Rannveig Óladótt- ir og auglýsir hér með eftir stelpu- bassaleikara. Það má því segja að bjart sé yfir tónlistarlífi bæjarins. The Tension vann á dögunum undankeppni Samfés í félagsmið- stöðinni Zelsíuz á Selfossi. „Við vorum frekar stressaðar og bjugg- um okkur undir það versta,“ segir Rannveig létt í lundu. Þær sigruðu með flutning sinn á laginu Radio- active með hljómsveitinni Imagine Dragons. „Þetta er ein af uppáhalds- hljómsveitunum okkar.“ Stúlkurnar hafa allar lagt stund á tónlistarnám nema Inga Kristrún. Þær spila svokallað indírokk og líta helst upp til hljómsveita á borð við Radiohead, Gorillaz og Arctic Mon- keys. „Við erum eiginlega alveg and- stæðan við The Charlies og Spice Girls,“ bætir Rannveig við. Eftir sigurinn í undankeppni Samfés fengu stúlkurnar boð um að spila á stórum tónleikum sem fram fóru í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þar sem ein af þeirra helstu fyrir- myndum, Eyþór Ingi, kom fram ásamt Atómskáldunum. „Við erum miklir aðdáendur Eyþórs Inga og þetta var ótrúlega gaman.“ „Við erum ekki búnar að semja mikið sjálfar en stefnum á að gera það á næstunni,“ segir Rannveig aðspurð um lögin en þær æfa einu sinni í viku í Pakkhúsinu á Selfossi, ásamt því að hertaka bílskúr Rann- veigar þess á milli. Fram undan hjá þeim er söngva- keppni við aðrar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi og ef þær vinna þá keppni komast þær á lokakeppni Samfés og keppa þá við félagsmið- stöðvar hvaðanæva af landinu. „Við vonum það besta og við hlökkum mikið til,“ bætir Rannveig við. gunnarleo@frettabladid.is Viljum enga stráka í hljómsveitina okkar Stúlknasveitin The Tension frá Selfossi er andstæðan við The Charlies og spilar rokk. Þær leita að stelpubassaleikara enda vilja þær alls enga stráka í hljómsveitina. STELPUR ROKKA Hljómsveitin The Tension frá Selfossi ætlar sér langt. EFTIR TÓNLEIKANA Stelpurnar komu fram á sömu tónleikum og Eyþór Ingi. ➜ Fjölmargir Íslendingar hafa unnið við gerð þáttanna og virðist íslenskt handbragð eiga vel upp á pallborðið hjá erlendu fram- leiðendunum. „Ég ætla að fara norður og sjá lokasýningu systur minnar en hún er að útskrifast af listabraut úr VMA. Svo ætla ég að slappa af í faðmi fjölskyldunnar fyrst það er helgarfrí frá leikhúsinu.“ Unnur Birna Bassadóttir tónlistarkona. HELGIN MYND/EINKASAFN GERSEMI Jón Yngvi Jóhannsson / F réttablaðið Runólfur Ágústsson / Pressan.is „… stíllin n er mjög fág aður, mik il konfekta skja að le sa, maður ný tur þess a ð lesa á hve rri einustu b laðsíðu.“ Soffía Au ður Birgi sdóttir Kiljan „Hér er mikið grátið og það er mikill harmur sem fylgir þessu hér á Micro Bar,“ segir Steinn Stefánsson, starfmaður á Micro Bar, en tréhesti sem er í eigu staðarins var stolið um liðna helgi. Hestinn hannaði Hug- leikur Dagsson. „Hestur- inn er svona einn metri á hæð og einn og hálfur metri að lengd og það er mikil eftirsjá að honum.“ Hesturinn hefur fengið mikla athygli og hafa gestir staðarins verið ákaflega hrifnir af honum. Aðstandendur Micro Bar gera nú hvað þeir geta til að komast yfir hestinn á ný. „Það eru fundarlaun fyrir þann sem finnur hestinn og kemur með hann til okkar,“ segir Steinn. Hann segir að skili söku- dólgurinn hestinum strax verði engir eftirmálar. „Ef hann verður ekki fundinn eftir viku þá kærum við þetta, því við erum með öryggis- myndavélar á staðnum sem tala sínu máli.“ Erfitt verður að fylla skarð hestsins en ef allt fer á versta veg verð- ur varahestur kynntur til sögunnar. - glp Hestinum hnuplað Hestinum vinsæla var stolið af Micro bar fyrir skömmu. HESTUR HORFINN Hestinum, sem var eitt af ein- kennismerkjum Micro Bar, hefur verið stolið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.