Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 2

Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 2
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sagði í yfirlýsingu á þriðjudag að hún tæki ekki fjórða sætið sem sem hún hlaut í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins fyrir næstu borgar- stjórnarkosninga. ➜ Eiður Smári Guðjohnsen átti sviðið í vikunni. Eftir tapleik íslenska knattspyrnulandsliðsins við Króata kom Eiður Smári í viðtal við RÚV og lýsti því yfir með tárvot aug að þetta hefði líklega verið hans síðasti landsleikur. Stuttu síðar sagði hann við Fréttablaðið að það ætti að halda upp á þann árangur sem hefði náðst. Vigdís Hauksdóttir alþingismaður rifjaði upp gamla takta og sýndi blóma- skreytingar í Blómavali í vikunni. Vigdís vann Íslandsmeistaratitil í blómaskreyt- ingum árið 2002. Hera Björk Þórhallsdóttir er að flytja til Síle þar sem hún sigraði í sönglagakeppni í byrjun árs. Síðan hafa henni boðist nokkur verkefni í Suður-Ameríku en það er dýrt að fljúga hinum megin á hnöttinn og Hera hefur því neitað þessum tilboðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra sagði að honum sýndist að menn væru að gíra sig upp í það að vera á móti tillögum um skuldaleiðréttingar. Tilefnið var að aðalhagfræðingur bankans sagði lánshæfiseinkunn ríkisins fara í ruslflokk yrði bankanum gert að fjármagna skulda- leiðréttingarsjóð. BÍÐA EFTIR FYRSTA „LÆKINU“ 20 Stjórnendur þáttarins Orðbragð á RÚV segjast hafa kynnst nýjum hliðum á íslenskri tungu og hvort öðru. TILGERÐ OG TÖFFARASKAPUR 30 Fréttablaðið leitar álits á bestu og verstu bókatitlum ársins. OFBELDISFYLLSTA ÍÞRÓTT Í HEIMI 32 UFC fagnaði 20 ára afmæli síðustu helgi. Í upphafi UFC var allt leyfi legt og gróft ofb eldið vakti hörð viðbrögð. Með árunum hefur íþróttin þróast og nú eiga Íslendingar sinn fulltrúa í búrinu. HEIMSBYGGÐIN MINNIST JFK 34 Í gær voru fi mmtíu ár liðin frá því að John Fitzgerald Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana í borginni Dallas í Texas. Fréttamiðlar um allan heim minnast hans af því tilefni, en Kennedy var dýrkaður og dáður um víða veröld. ÆFIR VIÐTÖLIN Á PABBA 48 Kristín Ísafold Traustadóttir, átta ára, er einn af sjö umsjónarmönnum sjónvarpsþáttarins Vasaljóss sem hefur göngu sína á RÚV í dag. VILJA AÐ HÚN SPILI FYRIR BRASILÍU Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í fyrirliðahlutverki í norska bikarúrslitaleiknum í dag þegar lið hennar, Avaldsnes, mætir norsku meisturunum í Stabæk á Ullevaal-leikvanginum í Ósló. LEIGULOTTÓ HJÁ BORGINNI 4 Lagt er til að fj órðungur leigjenda Félags- bústaða fari í umsóknarpott. Um 3.000 manns ættu möguleika á að taka þátt. GARÐEIGENDUR SVEKKTIR 6 Reglur borgarinnar um að tré slúti ekki út fyrir lóðamörk og valdi vandræðum eru þyrnir í augum sumra garðeigenda. GÆTI UNNIÐ Á HUN- GURSNEYÐ 8 Íslenskur vísindamaður telur sig hafa uppgötvað aðferð til þess að búa til áburð með einfaldari hætti en áður hefur þekkst. SAMFLOT Í KJARAVIÐRÆÐUM 8 Verkalýðshreyfi ngin hyggst ganga sameinuð til kjara viðræðna við atvinnurekendur. Semja á til tólf mánaða. FYRIRSÉÐUR ÁGREININGUR 16 Árekstur forsætisráðherra og Seðlabankans koma þeim sem til þekkja ekki í opna skjöldu, segir Þorsteinn Pálsson. GENGUR EKKI UPP 18 Landsvirkjun á að láta af áformum um nýja Norðlingaöldu- veitu, segir Tryggvi Felixson auðlindahagfræðingur. HÖFTIN LAMA 18 Því miður er þjóðin að laga sig að óeðlilegu ástandi gjaldeyrishaft a, skrifar Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins. FRÉTTIR 2➜12 SKOÐUN 16➜18 HELGIN 20➜50 SPORT 72 MENNING 60➜78 FIMM Í FRÉTTUM GOÐSÖGN OG BLÓMASKREYTINGAR VERSLUN Umræða hefur skap- ast um að kjúklingaframleiðend- ur flytji inn frosið kjúklingakjöt og selji sem íslenska vöru. For- svarsmenn hafa neitað því en þó er erlent kjöt notað í unnar mat- vörur og selt án þess að tilgreint sé á umbúðum að um innflutt kjöt sé að ræða. Þetta staðfestir Ragnar Hjör- leifsson, sölu- og markaðsstjóri Reykjagarðs. „Það sem er unnið höfum við ekki merkt með upp- runalandi,“ segir Ragnar. Hann tekur fram að á öllum þeirra vörum sé rekjanleikanúm- er sem segi til um uppruna. Þá var nú í kjölfar umræðunnar bætt við merkingum á ferskar vörur sem sýna að þær séu íslenskar. Reykjagarður flytur inn 150 til 200 tonn af alifuglakjöti árlega og er stærsti hlutinn kjúklingur. Inn- flutta kjötið er notað í unnar mat- vörur. „Þar fyrir utan erum við að selja beint til neytenda, þá er ég að tala um mötuneyti og veitingahús,“ segir Ragnar. Þannig að fólk sem fer á veit- ingahús, getur átt von á að fá erlent kjúklingakjöt? „Við getum ekki svarað fyrir það, en við erum ekki einir að flytja inn kjúkling,“ segir Ragnar. Aðspurður segir hann ekki verð- mun á vörum með innlendu og erlendu kjöti. Þannig að neytandinn hefur í raun og veru ekki notið góðs af því að þið séuð að flytja inn erlent kjöt? „Nei, erlent kjúklingakjöt er með háum tolli svo verðmunurinn er í sjálfu sér ekki svo mikill.“ - hþ Reykjagarður staðfestir að innflutt kjúklingakjöt hafi verið selt hér ómerkt: Á sama verði og innlenda kjötið NÁTTÚRA Heimamenn við norðan- vert Snæfellsnes tjalda nú öllu til eftir að fréttist að síld er gengin í miklu magni inn í Kolgrafafjörð. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra heimilaði í gær frjálsa veiði smábáta innan brúar- innar yfir fjörðinn til að reyna að vinna gegn síldardauða sem mjög er óttast að endurtaki sig. „Á vissan hátt voru menn ekki tilbúnir að horfast í augu við þetta. Það er bara þannig,“ segir Sigur- borg Kr. Hannesdóttir, forseti bæj- arstjórnar í Grundarfirði, spurð út í þær fréttir að sjómenn hafi orðið varir við mikla síld inni á firðinum síðla dags í gær. Sigurborg sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að lokun fjarðarins væri að öllum lík- indum eina lausnin sem útilokaði síldardauða, og því ætti að skoða hana alvarlega. Hún vill samt ekk- ert fullyrða um að of seint hafi verið brugðist við nú og ráðherra hafi sjálfur fullvissað hana um að heimamenn hefðu allan hans stuðning. „Eitt af því sem við erum farin á fullt með er að kanna hvernig hægt sé að landa síld innan brúar, í ljósi þess að þar er búið að gefa veiðarnar frjálsar. Það er tækni- mál sem þarf að leysa,“ segir Sigurborg. Sigurður Ingi sagði í viðtali við Vísi í gær að með veiðunum væri ætlunin að bjarga verðmætum, en ekki væri loku fyrir það skotið að bátarnir myndu fæla síldina aftur út fyrir brúna. Hann sagði einn- ig að dræpist síld í stórum stíl þá hefði hann undirstungið innan- ríkisráðuneytið um að rjúfa veg- inn til að koma á eðlilegri hringrás sjávar í firðinum. Það var Pálmi Stefánsson, skip- stjóri á Kidda RE, sem er átta tonna trilla, sem fór inn fyrir brú á bát sínum fyrr í gær og varð var við stórar síldartorfur. Spurð um líkur á frekari síldar- dauða minnir Sigurborg á að lík- urnar séu jafnvel meiri nú en í fyrra þar sem súrefnismagnið í firðinum er skert vegna rotnunar á þeirri síld sem þar drapst í fyrri tvö skiptin. Því séu fréttirnar mikið áhyggjuefni, og heimamenn voni hið besta en búi sig undir það versta. Verið er að undirbúa fund sam- eiginlega með fulltrúum frá Stykk- ishólmi, smábátasjómönnum, björgunarsveitum, bændum á Eiði við Kolgrafafjörð og hafnarstjóra á Grundarfirði til að undirbúa að framkvæmdin á síldveiðum innan brúar verði farsæl. svavar@frettabladid.is Kolgrafafjörður enn orðinn fullur af síld Sigurður Ingi Jóhannsson heimilaði snarlega að smábátar mættu veiða síld innan brúar á Kolgrafafirði í gær. Tilefnið voru fréttir af þykkum lóðningum af síld. Heimamenn settu allt af stað í gær og undirbúa síldarlöndun innan brúar. ÍSLENSKIR KJÚKLINGAR Sölu- og markaðsstjóri Reykjagarðs segir lítinn verðmun þegar varan er komin í versl- anir. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Á vissan hátt voru menn ekki tilbúnir að horfast í augu við þetta. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði KOLGRAFAFJÖRÐUR Rúmlega 50 þúsund tonn af síld drápust í Kolgrafafirði í tveimur aðskildum atburðum, í desember 2012 og febrúar síðastliðnum. MYND/TÓMAS FREYR MIÐARNIR SELDUST UPP 78 Aðdáendur Dr. Who ólmir í miða á afmælis- sýninguna. VEKUR ATHYGLI ERLENDIS 65 Tónlistarmaðurinn ungi, Steinar Baldursson, fór í viðtal á hollenskri útvarpsstöð. JÓLAKAFFI HRINGSINS 66 Hrefna Sætran deilir uppskrift með lesendum Fréttablaðsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.