Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 4
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 LEIÐRÉTT Í frétt blaðsins í gær var rangt farið með hlutfallslegan fjölda ljósmæðra hér á landi. Hið rétta er að ljósmæður eru 175 á hverja 100.000 íbúa hér á landi. Eiður Smári hefur sennilega leikið sinn síðasta lands- leik fyrir Ísland. Á sautján ára landsliðsferli hefur hann spilað 78 leiki og skorað í þeim 24 mörk. STJÓRNMÁL Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Við- skiptaráð Íslands hafa undirritað samning við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Stofnunin á að sjá um umsjón úttektar á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum. „Hlutlæg og greinargóð“ úttekt er sögð lykilforsenda þess að meta hvaða kostir séu til þess fallnir að tryggja samkeppnis- hæfni atvinnulífsins til lengri tíma og skapa sem best lífskjör. - skó Gera úttekt um viðræður: Kanna þróun ESB og valkosti GYLFI ARNBJÖRNSSON Auk ASÍ standa FA, SA og Viðskiptaráð Íslands að úttektinni. 200.000 manns nýta sér þjónustu hvalaskoð- unarfyrirtækja á þessu ári. 120.000 fara í hvalaskoðun frá Reykjavík. Yfir 6.000 sendingar bárust frá AliEx- press til Íslands í október. Verðmæti pantana héðan jókst um 928% milli ára á þriðja ársfjórð- ungi. 14,7% íslenskra barna eru tekin með keisaraskurði, en það er mun lægra hlutfall en víðast hvar. Allt að helmingur barna í Mexíkó og Tyrklandi er tekinn með keisaraskurði. HÚSNÆÐISMÁL Hluti leigjenda íbúðanna, sem Reykjavíkurborg hyggst reisa í sam- starfi við Félagsbústaði, verður dreg- inn út í leigulottói. Samkvæmt tillögu Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að leiguverð á íbúðum í blönduðum íbúða- húsum verði lægra en gerist á almenn- um markaði, sem muni leiða til þess að eftirspurn verður meiri en framboð. Verður það að hluta til leyst með þeim umsóknar potti sem dregið verður úr. Verði tillaga borgarinnar að veru- leika munu nýju íbúðirnar standa þrenns konar umsækjendum til boða. Fjórðung- ur leigjenda verða einstaklingar, sem eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum samkvæmt viðmiðum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og munu áfram eiga sama rétt á félagslegu húsnæði. Sá hópur fer því ekki í umsóknarpottinn. Fjórðungur leigjenda verða einstak- lingar sem eiga rétt á almennum húsa- leigubótum. Þeir leigjendur verða þeir einu sem fara í umsóknarpott Félagsbú- staða. Þeir munu gangast undir mat hjá vel- ferðarsviði og þurfa að uppfylla þau fjár- hagslegu skilyrði sem skilgreind eru hjá Velferðarráðuneytinu um tekju- og eignamörk vegna lánveitinga til leigu- íbúða. Þau skilyrði eru mun víðari en miðað er við í úthlutun sérstakra húsa- leigubóta. Í tillögunni segir að samkvæmt grein- ingu velferðarsviðs uppfylli yfir 90 pró- sent sem fá almennar húsaleigubætur skilyrðið, eða um 3.000 manns. Samþykktar umsóknir myndu fara í umsóknarpott Félagsbústaða og utan- aðkomandi aðili fenginn til að sjá um útdráttinn. Hver umsókn færi í pott um íbúðir í samræmi við stærð og staðsetn- ingu íbúðar sem sótt er um. Gert er ráð fyrir að hinn helmingur íbúðanna í hverju húsi verði leigður út til félagasamtaka. Útfærsla á leigusamn- ingi við þann hluta leigjenda liggur ekki fyrir, en í tillögunni segir að æskilegast væri að leigusamningar giltu í fimm ár. Félagasamtökin myndu endurleigja íbúðirnar til sinna félagsmanna, en ekki væri gert ráð fyrir að þessi hópur upp- fyllti að öðru leyti skilyrði Velferðar- sviðs varðandi mat á eignum eða tekjum, eða hann fari í umsóknarpottinn. eva@frettabladid.is Leigulottó Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg leggur til að fjórðungur leigjenda Félagsbústaða fari í umsóknarpott. Óháður aðili sjái um útdráttinn. Um 3.000 manns, sem ekki eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum, ættu möguleika á að taka þátt. „Við viljum auðvitað láta kanna mögu- leika á að auðvelda ungum fjölskyldum að hefja búskap og greiða fyrir stofnun leigufélags ef það er skynsamlegt. En slíkur rekstur er mikil áhætta. Það þarf að fara vel yfir umsögn fjármálaskrifstofu sem mælir gegn því að borgin gerist kjölfestufjár- festir í húsaleigufélagi og hefur mælt gegn því. Það er ekki gott að leggja í slíka vegferð ef hún lendir síðar á skattgreið- endum.“ Júlíus Vífill borgarfulltrúi Áhættan mikil „Okkur líst bara vel á það sem borgin er að gera í þessum málum. Það þarf að auka fjölbreytni á leigumarkaði. Það er alþekkt á Norðurlöndunum að sveitarfélög úthluti sjálfstæðum aðilum lóðum á hagstæðum kjörum til að auka fjölbreytni á húsnæðis- markaði og auka sjálfstæði íbúa. Sveitarfélögin fá þá gjarnan rétt til að úthluta íbúðum til skjólstæðinga sinna.“ Gylfi Örn Bjarnhéðinsson framkvæmdastjóri Búseta Eykur fjölbreytni „Mér finnst þetta bara mjög for- vitnilegt. Þetta getur verið mjög gott við hliðina á félagslegu húsnæði, og gott að borgin leggi þessu lið með eiginfjármagni og gatnagerðar- gjöldum til að lækka tilkostnað. Forsendur leigugreiðslna verða þá vonandi aðrar og lægri leiga. Við munum skipa fulltrúa í samráðs- nefnd til að ræða frekar þessar tillögur. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ASÍ tekur þátt „Við höfum verið í samstarfi við Reykja- vík um hugmyndir um uppbyggingu á leiguíbúðum í Reykjavík og gerum ráð fyrir því að vera með. Í sjálfu sér er ekki búið að ræða þetta ítarlega, en þetta er skoðunarinnar virði. Við munum að sjálfsögðu skoða þetta með borginni ef þeir vilja vinna þetta svona. Í stuttu máli er mjög jákvætt að skoða slíkar útfærslur, alveg eins og eitthvað annað.“ Böðvar Jónsson framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna Skoðunar virði Leiga íbúða í blönduðum íbúðahúsum Velferðarsvið Reykjavíkurborgar Félagasamtök, samstarfsaðilar Sérstakar húsaleigubætur Hefðbundið umsóknarferli Staðfesting á efnahag Útdráttur Úthlutað sam- kvæmt valreglum félagasamtaka Almennar húsaleigubætur Umsókn félagsfólks Um fjórðungur íbúða í blönduðum íbúðar- húsum verður leigður til einstaklinga sem fá sér- stakar húsaleigubætur. Um fjórðungur verður leigður til þeirra sem ekki eiga rétt á sér- stökum húsaleigubótum. Um helmingur íbúða í hverju húsi verður leigður út til félaga- samtaka. Leið 1 Leið 2 Leið 3 Félagsbústaðir Veðurspá Mánudagur 5-15 m/s hvassast V-til. FALLEGT VEÐUR víða á landinu í dag. Léttskýjað og fremur hægur vindur. Þykknar upp SV- og V-til í kvöld. Vaxandi sunnanátt vestanlands á morgun með úrkomu en þurrt A-til. Hlýnar í veðri. 0° 5 m/s 1° 3 m/s 0° 2 m/s 3° 7 m/s Á morgun 8-13 m/s V-til, annars hægari Gildistími korta er um hádegi 6° 4° 4° 3° 2° Alicante Basel Berlín 17° 6° 7° Billund Frankfurt Friedrichshafen 7° 7° 4° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 7° 7° 23° London Mallorca New York 7° 12° 11° Orlando Ósló París 27° 0° 7° San Francisco Stokkhólmur 15° 2° -2° 5 m/s 2° 4 m/s -3° 4 m/s -1° 6 m/s -2° 3 m/s -3° 6 m/s -7° 3 m/s 4° 2° 3° -1° -2° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður SJÁVARÚTVEGUR Nýjar reglur um lúðuveiðar Útgerð og áhöfn skipta nú með sér 20 prósentum af aflaverðmæti lúðuafla sem veiðist sem meðafli. Allt söluand- virði lúðu hefur runnið til rannsókna. Með breytingunni á að hvetja sjómenn og útgerðir til að koma með lúðuna að landi. Sé hún lífvænleg skal henni þó sleppt. Heilsu meira en 200 milljón manna er talin stafa veruleg hætta af eiturefna- úrgangi í nágrenni við heimili þeirra. Fyrir jólin eru um 700 bókatitlar til sölu. Fimm stærstu útgefendurnir eiga 44% af þeim bókum. Bókaútgáfa veltir 4,6 milljörðum króna á þessu ári. 16.11.2013 ➜ 22.11.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is www.lifstykkjabudin.is laugavegi 82. sími 551-4473 val af ”Glæsilegt úr á góðu verði.” heimagöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.