Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 6

Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 6
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 REYKJAVÍK Reykjavíkurborg sendi í vikunni ítrekun til 1.400 garðeigenda með hvatningu um að huga að gróðri sem vex út fyrir lóðarmörk. Verði ekki brugðist við muni borgin klippa trén á kostnað lóðarhafa. Það getur kostað allt að 30 þúsund krónum. „Það er mjög brýnt að fólk verði við þessum tilmæl- um. Þetta er fyrst og fremst gert vegna þess að gróð- urinn er til vand- ræða fyrir gangandi og hjólandi veg- farendur og tækin sem við notum til að sópa og ryðja snjó á gangstéttum og stígum,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Ef fólk getur ekki gert þetta sjálft þá er því í lófa lagið að ráða fagmenn til verksins.“ Óánægja hefur ríkt meðal sumra garðeigenda sem segja að erfitt hafi reynst að ná sambandi við starfsmenn borgarinnar. „Ég hvet fólk til að hafa samband við starfsmenn umhverfis- og skipu- lagssviðs ef fólk vill fá nánari upplýs- ingar,“ segir Bjarni sem kveður slíkar áskoranir til garðeigenda árvissar en nú sé málinu í fyrsta sinn fylgt svona vel eftir. erlabjorg@frettabladid.is DANMÖRK Þrítugur Dani var í gær dæmdur í 20 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa kastað tómat í Helle Thorning- Schmidt forsætisráðherra á úti- fundi í Randers í maí. Maðurinn bar því við að hann hefði alls ekki ætlað að hitta ráð- herrann heldur hefði hann miðað á fólk sem staðið hefði fyrir aftan Thorning og gert sig líklegt til að leysa niður um sig og sýna á sér afturendann. Viðkomandi var skikkaður til að gangast undir ráðgjöf vegna áfengis- og kannabisneyslu. - þj Veittist að forsætisráðherra: Skilorð fyrir tómatakastið BANDARÍKIN 350 manns hefur verið sagt upp störfum á söludeild sér- tækra vörumerkja (e. Specialty Brands) hjá Actavis í Bandaríkj- unum. PiercePharma segir aðgerðirn- ar til komnar eftir að sameining Actavis og Warner Chilcott gekk í gegn 1. október. Þá hafi hafist end- urmat á því hversu marga þyrfti í söludeild. Það hafi skilað sér í slæmum fregnum fyrir um 30 pró- sent starfsliðsins. Af 1.100 manns sem störfuðu við sölu vestra halda 750 vinnunni. - óká Uppsagnir eftir sameiningu: 350 manns missa vinnuna HELLE THORNING-SCHMIDT Fékk í sig tómat í Randers. DÓMSMÁL „Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin, var það fyrsta sem lögreglan sagði við okkur,“ sagði vitni í máli lög- reglumannsins sem er ákærður fyrir líkamsárás og brot í opin- beru starfi þegar hann handtók konu í miðborg Reykjavíkur síð- astliðið sumar. Konan hlaut mar og áverka við handtökuna. Aðalmeðferð í máli lögreglu- mannsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og er tekist á um hvort handtakan hafi verið óeðlilega harkaleg. „Lögreglan sýndi enga þolin- mæði og ég fann strax að þetta yrði vesen, það lá einhvern veg- inn í loftinu,“ sagði vitnið sem ásamt tveimur öðrum sátu með konunni á miðri götu en hlýddu fyrirmælum lögreglunnar strax. Sú sem var handtekin sat eftir. Tvær ungar konur sem áttu leið hjá þegar handtakan átti sér stað báru einnig vitni. Þær segja konuna hafa verið greini- lega öfurölvi og í engu ástandi til að streitast á móti. Samt sem áður hafi konunni verið hent til og sá ákærði hafi sett hnéð á vinstra gagnauga hennar eftir að hafa hent henni inn í lögreglubílinn. „Hún var alveg dofin í hreyfingum, eins og dúkka sem var fleygt til og frá,“ sagði önnur konan. Lögreglufulltrúi og kennar- ar hjá Lögregluskólanum gáfu einnig skýrslu. Sagðist lög- reglufulltrúi aldrei hafa séð fal- lega valdbeitingu og kennari við skólann sagði að það mætti vera meiri og formlegri þjálfun hjá lögreglumönnum. - ebg Vitni segja handtöku óeðlilega og lögreglan hafi enga þolinmæði sýnt: Konan var alveg dofin og var fleygt til og frá eins og dúkku Á VETTVANGI Myndband náðist af handtökunni sem fór víða á veraldar- vefnum. „Reynitréð var sérlega formfagurt og meira en 40 ára gamalt. Nú hefur það misst formið og er svolítið van- skapað fyrir bragðið,“ segir Ragnheiður Linnet sem þurfti að sneiða af trénu því ljósastaur stendur nálægt. „Það orkar tvímælis að láta taka af svona fagur- sköpuðu tré á meðan það ætti að vernda þau. Það þarf að vanda betur til og taka tillit til aldurs gróðurs. Það er ekki eins og tréð skyggi á vel upplýsta götuna.“ ➜ Synd að láta taka af fagursköpuðu tré „Gullregnið okkar er 2,5 metrar á hæð og slútir yfir lóðina en það er ekki fyrir neinum, snjóruðningsvél kemst hæglega undir það,“ segir Elín G. Ragnarsdóttir sem klippti eins og hún gat af trénu en hefur fengið ítrekun frá borginni. „Það eina sem ég get gert er þá að skemma tréð eða ég skil ekki hvað þeir vilja að ég geri. Það er svo fallegt og mikið prýði í hverfinu.“ ➜ Gullregnið er fallegasta tréð í götunni FÉLAGSMÁL 96 prósent barna í 4.-10. bekk sögðust eiga farsíma eða snjallsíma og ríflega helm- ingur sagðist eiga snjallsíma. Að meðaltali eru börn 8-9 ára þegar þau eignast sinn fyrsta síma. Þetta kom fram í könnun sem Samfélag, fjölskylda og tækni lét gera fyrr á árinu. Rúm þrjú prósent barna sögð- ust hafa sent skilaboð í gegnum farsíma sem var andstyggilegt í garð annars einstaklings. Rúm fimm prósent sögðust hafa orðið fyrir einelti í gegnum síma. - skó Meirihluti með snjallsíma: Nær öll börn með farsíma BRETLAND Svo virðist sem parið í Lond- on, sem hélt þremur konum í þrældómi á heimili sínu í þrjátíu ár, hafi eink- um beitt andlegu ofbeldi, hótunum og heilaþvotti, til að halda þrælum sínum í skefjum. Lögreglan segist vera að reyna að átta sig á því hvaða „ósýnilegu hand- járnum“ hafi verið beitt. Að vísu séu merki um að líkamlegum barsmíðum hafi verið beitt, en út á við hafi íbúar hússins líklega virst vera ósköp venju- leg fjölskylda. „Þetta þýðir að áratugum saman hafi fólkið, sem þessi rannsókn beinist að, og fórnarlömbin einnig, líklega komist í snertingu við opinbera þjónustu, þar á meðal lögregluna,“ sagði Steve Road- house, talsmaður lögreglunnar í Lond- on, við bresku fréttastofuna PA. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa látið sökudólgana lausa gegn tryggingu, en fórnarlömbin hafa notið aðhlynningar sérfræðinga á öruggum stað í London. Hin grunuðu eru bæði 67 ára, en konurnar þrjár eru 30, 57 og 69 ára. Sú yngsta virðist hafa verið í haldi hjónanna frá fæðingu, 57 ára konan er frá Írlandi en sú elsta frá Malasíu. - gb Lögreglan í London reynir að átta sig á því hvernig þrælahaldararnir fóru að: Beittu hótunum og heilaþvotti ANEETA PEEM Stofnandi góðgerðasamtakanna Free- dom Charity, sem urðu til þess að ein kvennanna hafði samband. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Vansköpun fegurstu trjánna Reykvíkingar eiga að klippa gróður sem vex út fyrir lóðarmörk. Nær að vernda gróður en að skemma gömul og fagursköpuð tré segja garðeigendur. Upplýsingastjóri borgarinnar bendir fólki á að fá fagmenn í verkið. RAGNHEIÐUR LINNET Ásamt reynitrénu eftir klippingu. PRÝÐI Gullregn í blóma yfir sumartímann. BJARNI BRYNJÓLFSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.