Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 18

Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 18
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Þegar gjaldeyrishöftun- um var komið á haustið 2008 gerðu fæstir ráð fyrir því að þau væru komin til vera. Nú eru liðin fimm ár og viðhorf margra er orðið að þau séu bara ágæt; íslenska þjóðin hafi lengst af lifað við höft og þau séu í raun ágætis vörn fyrir efna- hagslífið. En er það svo? Það vefst fyrir mörgum að greina skaðann og kostnaðinn af höftunum. Hann er nefndur fórnarkostnaður, þ.e. sá kostnaður eða skaði sem hlýst af því að geta ekki nýtt tæki- færi. Töpuð tækifæri til fjárfest- inga á Íslandi annars vegar og tapaðir möguleikar Íslendinga til fjárfestinga erlendis hins vegar. Til lengri tíma birtist skaðinn í minni hagvexti, minni verðmætasköpun og minni atvinnusköpun. Tjónið fer vax- andi eftir því sem haftatímabilið lengist. Hluta skaðans er hægt að meta, t.d. óhagræði einstakra fyrirtækja og lífeyrissjóða sem ekki geta dreift áhættu í fjár- festingum sínum. Þetta birtist í lakari afkomu fyrirtækja og kemur fram síðar í minni lífeyri þeirra sem nú bera þjóðfélag- ið uppi með vinnu sinni. Fjár- festingar á Íslandi hafa verið í sögulegu lágmarki frá hruni. Gjaldeyrishöftin eru ein af meginástæðum þess að almennt traust ríkir ekki á íslensku efna- hagslífi sem aftur leiðir til lítilla fjárfestinga. Vegna haftanna vaxa fjárfestingar ekki hér á landi og fjárfestingar sem hlut- fall af landsframleiðslu eru hættulega lágar. Að óbreyttu er hætt við að við náum ekki að halda uppi framleiðslustigi hag- kerfisins. Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnu- lífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hem- ill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppn- innar. Þótt flestir séu sammála um nauðsyn þess að aflétta þeim eru leiðir til þess vandfundnar. Höftunum verður ekki aflétt nema þjóðarbúinu takist að afla nægs gjaldeyris til að greiða erlendum kröfuhöfum bank- anna og þeim aðilum sem þurfa gjaldeyri vegna skulda sinna í erlendri mynt. Ef ekki er til nægur gjaldeyrir hrynur krónan með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Þess vegna eru jú höftin – til þess að krónan hrynji ekki. Leiðin út úr höftunum er því miður vörðuð blóði, svita og tárum. Afla verður nægs gjald- eyris til þess að standa undir öllum skuldunum ásamt auk- inni fjárfestingu, viðskiptajöfn- uður við útlönd verður að vera jákvæður um margra ára skeið. Gjaldeyrissparandi aðgerðir verða að lúta þeirri kröfu að draga ekki úr framleiðni þjóð- félagsins því annars leiða þær til enn verri lífskjara. Tæki- færin liggja í útflutningsgrein- um sem skila mikilli framleiðni samhliða gjaldeyrinum. Slíkar greinar eru gjarnan þær sem eru afrakstur langs rannsóknar- og þróunarstarfs, t.d. vörur sem hafa verið þróaðar úr fiskslógi og virðast geta stóraukið verð- mæti sjávarfangs. Núverandi ríkisstjórn hefur kosið að minnka framlög til rannsóknar- og þróunarstarfs, öfugt við Svíþjóð og Finnland sem gengu í gegnum kreppu í upphafi 9. áratugarins. Þessar þjóðir stórefldu rannsóknir og þróun og uppskáru ríkulega. Einnig hætti ríkisstjórnin við- ræðum um aðild að Evrópusam- bandinu og eyðilagði þar með möguleika okkar til að ganga í efnahags- og myntsamstarf Evr- ópusambandsins sem hefði aukið stöðugleika krónunnar og auð- veldað afnám haftanna. Gjaldeyrishöftin bjaga allt viðskiptaumhverfið. Því miður virðist þjóðin smám saman vera að laga sig að þessum óeðli- legu aðstæðum. Öll fjármála- stjórn fyrirtækja, heimila, ríkissjóðs og lífeyrissjóða tekur mið af höftum. Sú staðreynd að við erum enn með höft er líka birtingarmynd þess að engin framtíðarsýn er á fyrirkomulag íslenskra peningamála. Að öllu óbreyttu mun ástandið aðeins versna. Gjaldeyrishöft lama atvinnulífi ð Á vorþingi 2013 var sam- þykkt þingsályktun um verndar- og orkunýting- aráætlun sem skipar hug- myndum um Norðlinga- ölduveitu í „verndarflokk“. Mörk þessa svæðis eru Þjórsá frá upphafskvíslum allt suður að Sultartanga- lóni. Þar sem vatnasviði að austan hefur þegar verið raskað með Kvíslaveitum er aðeins um vatnasviðið að vestan að ræða. Í júní hugðist umhverf- isráðherra fylgja ákvörðun Alþingis og stækka frið- landið í Þjórsárverum. Landsvirkjun brást illa við þessu og gleymdi með öllu gefnum loforðum, að lúta niðurstöðu rammaáætl- unar. Ráðherra var hótað lögsókn færði hann út frið- landsmörkin. Þetta stöðv- aði friðlýsingarferlið. Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norð- lingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið. Í lögum um verndar- og orku- nýtingaráætlun segir: „stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur sam- þykkt verndar- og nýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlun- arinnar“. Í skýringum við frum- varpið er tekið fram að virkjun- arsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og far- veg fallsvatnsins neðan virkjunar. Einnig er tilgreind sú meginregla að hvers konar framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjunarkosta í verndarflokki séu óheimilar. Samkvæmt þessu eru forsendur fyrir Norðlingaölduveitu brostnar. Nýjar útfærslur fá því ekki breytt. Að baki er yfir 40 ára barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Margt hefur áunnist á þeim árum. Tillög- ur um mannvirki hafa hægt og bít- andi breyst frá því að vera mann- virki sem valda myndu algjörri eyðingu náttúrufars á svæðinu í eitthvað minna, en sem engu að síður mun valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Norðlinga- ölduveita verður ekki reist án mannvirkja sem eyða víðernum og veita vatni frá einum glæsi- legustu fossum landsins. Nú er mál að linni. Vinir Þjórsárvera hvetja umhverfisráðherra að frið- lýsa svæðið í samræmi við lögin. Félagið biður Landsvirkjun að sætta sig við orðinn hlut, standa við gefin loforð, lifa í sátt með þjóðinni sem á fyrirtækið og bera ekki fleiri sprek (almannafé) á bál ófriðar. Jafna sem ekki gengur upp ➜ Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norð- lingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfi sráð- herra virðist ekki útiloka að svo geti verið. EFNAHAGSMÁL Svana Helen Björnsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins NÁTTÚRUVERND Tryggvi Felixson auðlindahagfræð- ingur og situr í stjórn félagsins „Vinir Þjórsárvera“ ➜ Gjaldeyrishöftin eru ein af megin- ástæðum þess að almennt traust ríkir ekki á íslensku efnahagslífi sem aftur leiðir til lítilla fjár- festinga. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is D Y N A M O R E Y K J A V ÍK HLUSTAÐ EFTIR JÓN ÓTTAR ÓLAFSSON „Nýr höfundur hefur stigið fram í sviðsljósið með sérlega raunsæja og kraftmikla glæpasögu.“ IÞK, Bokmenntir.is D Y N A M O R E Y K J A V ÍK Útgáfuréttur seldur til Noregs og Frakklands „RÍGHELDUR“ „Hlustað er spennandi, rígheldur og fléttan gengur smekklega upp.“ ÞÞ, FRÉTTATÍMINN, 22. NÓV. „eftirhruns- tryllir af bestu s ort ... lesandinn nöt raði síðustu hundrað síðurnar.“ HALLGRÍMUR HE LGASON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.