Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 20
V ið erum að teygja og toga tungumálið, leika okkur með það, umfaðma það, knúsa og snúa á hvolf. Það eru liðin þrjátíu ár síðan sjónvarpsþættir voru gerðir um íslenskt mál, og það voru strang- ir kennsluþættir í framburði. Það var því kominn tími til að gera nýja og skemmtilega þætti um þetta skemmtilega fyrirbæri, tungu- málið,“ segir Brynja Þorgeirsdótt- ir sem hafði lengi langað að búa til þátt af þessu tagi og fékk því Braga Valdimar í lið með sér. „Brynja hringdi í mig. Hún var með í kollinum að gera þátt um íslensku. Ég þurfti reyndar að hugsa mig tvisvar um en það sem seldi mér á endanum hugmynd- ina var að þátturinn átti að vera skemmtilegur! Við ákváðum að láta á þetta reyna. Nálgast tungumálið á nýjan hátt og skoða það frá öllum hliðum,“ segir Bragi Valdimar. „Ég fann strax ákveðna andlega tengingu við Braga því hann ólst upp með nefið ofan í bókum eins og ég, og maður verður dálítið skrít- inn af því,“ segir Brynja. „Við erum bæði dálítið skrítin. Hann er frek- ar feiminn og til baka við fyrstu kynni sem kemur kannski á óvart út af öllu sprellinu í Baggalúti, en eftir því sem við kynntumst kom betur og betur í ljós hversu mikið afbragðseintak af manneskju þetta er, hlýr, skemmtilegur og hæfi- leikaríkur, og bara góð manneskja. Við göngum eins og einn maður í þessu verkefni,“ segir Brynja. Lærðuð þið eitthvað nýtt af því að kafa ofan í tungumálið? Bragi: „Ég veit ekki hvort ég hef lært einhver ósköp en að minnsta kosti styrktist ég í þeirri trú að það sé margt við íslenskuna sem á eftir að skoða. Möguleikar tungumálsins eru í raun ótakmarkaðir ef maður tekur því mátulega alvarlega. Ég held líka að það sé allt í lagi að vera þokkalega stífur þegar kemur að reglunum. Það þarf að passa að við missum ekki tökin á tungumálinu. Það má beygja reglurnar hressi- lega en ekki brjóta. Þá erum við komin í vond mál. Tungumálið er í raun það eina sem við eigum eftir – þegar fótboltinn er farinn er bara beygingakerfið eftir.“ Brynja: „Tungumálið er svo frjótt, lifandi og skemmtilegt, og það er hægt að gera svo margt sniðugt við það. Það er síbreytilegt og ný orð og orðmyndir verða til á hverjum degi, enda alltaf að verða til ný og ný fyrirbæri sem þarf að finna orð fyrir. Þetta er algjör suðupottur.“ Spurð um uppáhaldsnýyrðið sitt í íslensku segir Brynja: „Þau eru mörg sniðug, þyrla er til dæmis frábært orð yfir það sem fyrst var kallað þyrilvængja eða helikopter. Það eru samt misheppn- uðu nýyrðin sem eru í uppáhaldi hjá mér. Orð eins og „sjálfrenni- reið“ yfir bíl, „dranghús“ fyrir háhýsi og „togleðurshringur“ sem menn bjuggu til fyrir gúmmídekk. Þetta eru allt einkar skemmtileg orð en fengu aldrei útbreiðslu, af skiljanlegum ástæðum kannski!“ Bragi segist bíða spenntur eftir viðbrögðunum við þættinum á samfélagsmiðlunum. „Já, maður hlýtur að bíða eftir fyrsta „læk- inu“, er það ekki?“ segir hann. Spurður hvort „læk“ sé orðið lög- legt íslenskt orð segir hann. „Tja, það er allavega með umsóknarað- ild, í aðlögunarferli …“ Við ákváðum að láta á þetta reyna. Nálgast tungumálið á nýjan hátt og skoða það frá öllum hliðum. Bragi Valdimar Flautuleikur og píanó Sjálfsmynd í Salnum Útgáfutónleikar Flautuleikarinn Emilía Rós Sigfúsdóttir gefur út í vikunni sinn fyrsta geisladisk, Portrait. Hann hefur að geyma nokkur eftir- lætisverk Emilíu Rósar fyrir flautu og píanó sem hafa fylgt henni um lengri eða skemmri tíma. Í tilefni af útkomu Portrait munu Emilía Rós og píanó- leikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir flytja efni af disknum á útgáfutónleik- um í Salnum, Kópavogi 24. nóvember kl 20. Á efnisskrá eru verk eftir Franz Schubert, Pierre Sancan, Gabriel Fauré, Tarek Younis, André Jolivet og Atla Heimi Sveinsson. Skipuleggur tónleika Helga Möller söngkona Dagurinn í dag fer í skipulagningu æfinga fyrir tónleikana mína en hljómsveitin Celsius hittist einmitt þá og suma hef ég bara ekki séð í um 30 ár. Spennandi. Núna er líka alveg að verða upp- selt á tónleikana mína í Austurbæ 30. nóvember, tæplega þrjátíu miðar eftir svo það fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða. Sunnudagur- inn fer í hvíld fyrir annasama komandi viku. Bíða eft ir fyrsta „lækinu“ Á sunnudagskvöld verður frumsýndur á RÚV nýr þáttur um íslenskt mál sem heitir Orðbragð. Stjórnendur þáttarins segjast hafa kynnst nýjum hliðum á íslenskri tungu og hvort öðru. ORÐHÁKAR Bragi Valdi- mar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir stjórna þætt- inum Orð- bragði. Segja í lagi að beygja reglurnar en ekki að brjóta. MYND/STEFÁN Austurríski leikstjórinn Ulrich Seidl mun svara spurningum bíó- gesta í Bíói Paradís um helgina. Kvikmynd hans Paradís: Von verður frumsýnd í Bíói Paradís á laugardagskvöld en hún er síðasta myndin í Paradísarþríleik hans sem vakið hefur mikla athygli. Fyrsta myndin í þríleiknum, Paradís: Ást, var sýnd í Bíói Para- dís í sumar. Myndin sagði frá kynlífsferðum miðaldra kvenna til Kenía og vakti mikla athygli. Önnur myndin Paradís: Trú, fjallaði um konu á sextugsaldri sem helgar líf sitt Jesú Kristi. Hún er nú í sýningum í Bíói Para- dís. Þriðja og síðasta myndin, Paradís: Von, fjallar um þrettán ára stúlku sem eyðir sumarfríi sínu í megrunarbúðum úti á landi í Austurríki. Á milli líkamsæf- inga og næringarfræðitíma, kod- daslags og þess að fikta við reyk- ingar, þá verður hún ástfangin af fertugum manni, og í sakleysi sínu reynir að tæla hann eftir mestum mætti. Myndirnar þrjár verða allar sýndar í Bíói Paradís um helgina og mun Ulrich Seidl sitja fyrir svörum eftir frumsýningu Para- dís: Von á laugardagskvöld- ið klukkan 20.00 og sýningu á eldri mynd hans Import/Export á sunnudaginn klukkan 18.00. - sb Unglingsstúlka í megrunarbúðum Síðasta myndin í paradísarþríleik Ulrich Seidl frumsýnd í Bíói Paradís. Fjallar um megrunarbúðir unglinga. Leikstjórinn situr fyrir svörum. LEIKSTJÓRINN Ulrich Seidl verður viðstaddur sýningu myndarinnar. NORDICPHOTOS/GETTY Léttleiki tilverunnar Ferðalag um fornar slóðir Vintage Söngkonan og píanóleikarinn Margrét Sigurðardóttir og hljómsveit flytja tónleikadagskrána Vintage nú um helgina á tvennum tónleikum. Þeir fyrri verða í Guðríðarkirkju á föstudags- kvöldið klukkan átta og þeir síðari í Hannesarholti við Grundarstíg 10 á sunnudaginn klukkan tvö. Margrét segir tónleikana ferðalag um fornar slóðir – þetta sé tónlistin sem sungin var á klúbbum í Berlín á fyrstu áratugum síðustu aldar og undir Parísarhimni um miðbik aldarinnar. „Hér er sungið um léttleika tilverunnar, ástina og dauðann,“ segir Margrét. Útvarpsleikhúsið Hermaður á bóndabýli Frumfl utningur Útvarpsleikhúsið frumflytur nýtt leikrit eftir Kristínu Ómarsdóttur á sunnudaginn klukkan 13.00. Leikritið fjallar um hermanninn Rafael sem kemur á bóndabýli þar sem rekið er heimili fyrir börn. Hann myrðir alla heimilismenn, unga sem aldna en einnig félaga sína tvo, því hann vill hlaupast undan stríðinu sem stendur yfir og gerast bóndi. Meðal leikenda eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Hilmir Jens- son og Hjörtur Jóhann Jónsson. Leik- stjórn er í höndum Bjarna Jónssonar. Símon Birgisson simon@frettabladid.is HELGIN 23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR Ritlist og knæpur Eiríkur Örn Norðdahl skáld Ég ætla að kenna unglingum ritlist í Norræna húsinu, hanga með vinum mínum á knæp- um og kíkja á bókamessu í Reykjavík. Svo verður reyndar ekki bundinn endi á helgina fyrr en á mánudagskvöld með epísku ljóðakvöldi á Loft Hostel. Skíðaferð með fjölskyldunni Hjördís Sigurjónsdóttir, blaðamaður og nemi Vonandi verður hægt að fara á skíði í Bláfjöllum í dag, við erum að reyna að gera skíðaíþróttina að fjölskyldusporti. Svo er ég í ritgerðarvinnu og þarf að veita henni einhverja athygli um helgina. Fagnar með Hlín Viðar Eggertsson Útvarpsleikhússtjóri Í dag ætla ég í 60 ára afmælis- veislu vinkonu minnar, Hlínar Agnarsdóttur, þar sem nokkrar eðalleikkonur leiklesa nýtt leikrit eftir afmælisbarnið. Á sunnudaginn ætla ég að mæta í Aðventuglaðning í hádeginu í Borðstofunni í Hannesarholti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.