Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 24

Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 24
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Að ég vildi verða leikkona ákvað ég þegar ég var mjög ung. Var að skoða myndir af pabba á sviði með áhugaleikfélaginu uppi á Skaga, þá læddist að mér sá grun-ur að ég ætti eftir að gera þetta líka og kannski enn betur en hann.“ Þetta segir Edda Heiðrún Backman brosandi þar sem við sitjum í litlu fundarherbergi í MS- setrinu við Sléttuveg, sá staður veitir fólki með alvarleg vandamál í miðtaugakerfinu uppbyggjandi þjónustu. Edda er einmitt að koma úr sjúkraþjálfun þegar við hittumst. Hún greindist með MND-sjúkdóminn fyrir tíu árum. Líkaminn hefur misst þrótt og röddin er lág en skýr. Hvernig skyldi venju- legur dagur vera hjá henni? „Dagurinn er þannig að fyrir hádegi er ég í líkamsrækt, ýmist sjúkraþjálfun, sundi eða nuddi. Svo borða ég. Svo mála ég. Hér í MS- setrinu mála ég með vatnslitum og með olíu uppi á Grensás. Ég skipti því svoleiðis.“ Hún kveðst yfirleitt taka daginn snemma. „Mér finnst rosalega gaman að vakna,“ segir hún og brosir. „Ég hlakka til að gera allt. Mér finnst ekkert leiðinlegt.“ Fannst þér einhvern tíma eitthvað leiðin- legt? „Nei, ég held ekki. Það er guðs gjöf.“ Maður verður að geta öskrað Edda átti farsælan feril sem leikkona í tutt- ugu ár, á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hóf atvinnuleikferilinn í Iðnó árið 1983 í Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Þaðan fór hún í Þjóðleikhúsið í Gæjar og píur. Svo tók eitt við af öðru. Hún var líka söngkona og það nýttist henni í mörgum sviðsverkum, auk þess sem hún söng inn á plötur. Þeir sem ekki muna lagið Önnur sjónarmið úr mynd- inni Eins og skepnan deyr ættu að drífa sig á YouTube í tölvunni og rifja það upp. Þegar sjúkdómurinn byrjaði að láta á sér kræla hjá Eddu naut hún þess ekki lengur að leika á sviði. Þá sneri hún sér að leikstjórn og stýrði sex sýningum. Segir það hafa verið rosalega gaman. „Eins og þú heyrir þá tala ég dálítið lágt og það gengur ekki við leikstjórn,“ segir hún. „Maður verður að geta öskrað og talað. Stoppað allt á sviðinu og byrjað aftur.“ Eftir að leikstjórninni sleppti opnaði Edda verslunina Súkkulaði og rósir við Hverfis- götu og rak hana í tvö ár. „Þegar ég gat það ekki lengur var sjálfhætt. Því þurfti ég ekki að fara á hliðina í hruninu. Ég slapp með skrekkinn!“ segir hún. Nú fæst Edda mest við að mála. Með munninum. Hin fegurstu listaverk. Var hún kannski alltaf að mála líka ásamt því að vera leikari og söngvari? „Nei. Þessir hæfi- leikar voru mér huldir. En ég gat orðið fátt og varð að beina kröftum mínum eitthvert, prófaði að byrja að mála og það bara laukst upp fyrir mér. Þetta er rannsókn. Bara vísindi í listum.“ Hún kveðst hafa feng- ið tilsögn í myndlistinni, fyrst hjá Darrell Mundell myndlistarmanni, svo í Myndlistar- skóla Reykjavíkur á alls konar námskeiðum, í málun, módelteikningu og tilraunastofu. „Það var mjög gaman,“ segir hún glaðlega. Bætir svo við eftir andartaksþögn: „En það er svo merkilegt að ein vinkona mín, Auður Ava Ólafsdóttir sem nú er orðin mikilsvirt- ur rithöfundur, sagði við mig fyrir mörgum árum: „Edda mín, þú ert ekki bara leik- kona. Þú ert listmálari. Ég skildi ekki hvað hún átti við en mér verður stundum hugsað til þess núna. Hún er sko listfræðingur, hún Auður Ava.“ Að leggja góða dóma inn á bók Edda fæddist á Akranesi en flutti til Reykja- víkur þriggja ára með foreldrum sínum, Halldóri Sigurði Backman byggingarmeist- ara og Jóhönnu Dagfríði Arnmundsdóttur, ásamt systkinum sínum, Arnmundi Sævari, Ingu Jónínu og Ernst Jóhannesi. Hún kveðst muna vel eftir sér á Akranesi, aðallega af því hún hafi alltaf dvalið þar hjá ömmu sinni og afa einhverjar vikur á sumrin sem stelpa. Síðasta sunnudag skrapp hún á æskuslóðirn- ar með mömmu sinni og systur og tveimur konum sem áttu heima í sama húsi og þær, á Skagabraut 5. „Við bönkuðum ekkert upp á. En fólkið í Tryggvaskála bauð okkur heim. Tryggvaskáli er fyrir aftan gamla heimilið okkar þannig að við sáum það í allri sinni dýrð,“ segir hún kankvís. Rosalega gaman að vakna Edda Heiðrún Backman steig fyrst á svið í atvinnuleikhúsi fyrir 30 árum en fyrir tíu árum greindist hún með MND-sjúk - dóminn. Hún á fallegan feril sem leikari, söngvari, leikstjóri, verslunar- og myndlistarmaður. Nú undirbýr hún nýja starfsemi. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is LEIKARI, SÖNGVARI OG LIST- MÁLARI „Ég er þeirr- ar gæfu aðnjótandi að geta notað þann meðbyr sem ég hef og veitt honum í farveg til þeirra sem þurfa þess með. Ég álít það heppni því það er svo gaman,“ segir Edda Heiðrún. Mér finnst þetta þrennt vera hornsteinar lífsins: listin, vísindin og heilbrigðisgeirinn, það eru þau gildi sem hafa veitt mér hvað mest. KRÍUSERÍA EDDU HEIÐRÚNAR Nú býr Edda við Vatnsstíg í Reykjavík. Þar segir hún gott aðgengi og innangengt í bílskúr. „Það er eins og best verður á kosið,“ segir hún. Dóttir hennar, Unnur Birna, 15 ára, býr hjá henni, hún er nemandi á fyrsta ári í Menntaskólanum í Reykjavík. Sonurinn, Arnmundur Ernst, býr úti í bæ og er byrjað- ur að leika, útskrifaðist síðasta vor úr Leik- listardeild Listaháskólans og fékk fína dóma fyrir frammistöðu sína í Jeppa á fjalli. „Ég kallaði Arnmund til mín og bað hann um að leggja alla góða dóma inn á bók, hann þyrfti kannski að geta tekið þá út síðar,“ segir Edda og bætir við: „Maður fær ekki alltaf góða dóma og það er eins gott að standast mótlæti því þá reynir á manninn.“ Hún kveðst hafa aðstoð allan sólarhring- inn. Vinir mínir stofnuðu félag og skiptust á að vinna fyrir mig. Ég kallaði það Heið- rúnardropa. En fyrir rúmlega ári var sett í lög tilraunaverkefni sem nefnist Notenda- stýrð persónuleg aðstoð og nú er ég með fólk í vinnu, fæ peninga frá borginni til að borga því. Í gamla kerfinu hitti ég vini mína reglu- lega en allir hafa nóg að gera og það er erf- itt að geta ekki borgað laun, þó vinir mínir gerðu þetta með glöðu geði.“ Vildi ráða sér sjálf Við Edda höfum bara hálftíma til að tala saman svo það er ekki tími til að rifja upp öll afrekin hennar á leiksviðinu. En með grúski í gömlum blöðum komst ég að því að hún hefði eitt sinn sagt upp starfi sínu í Þjóðleikhúsinu. Var það ekki dálítið sér- stakt? Hún hlær. „Jú, ég hugsa að ég hafi verið fyrsta manneskjan sem sagði upp þar. Hvað gerðist? Ég fékk ekki réttar upplýs- ingar. Ég vildi frekar ráða ferli mínum sjálf en láta ráðskast með hann. Þegar maður er fastráðinn er maður svo bundinn og hefur svo lítið að segja. Ég var alin upp við að konur og karlar hefðu jafnan rétt til skoð- ana þannig að þetta var ekkert erfitt fyrir mig.“ Hún kveðst hafa fengið ótal tækifæri, bæði hjá stóru húsunum og sjálfstæðum leikhópum. Hún hafi verið í öllum mögu- legum verkefnum á tímabili, hefði gjarn- an viljað vera meira í kvikmyndum. „Ég lék stór hlutverk í tveimur myndum, Eins og skepnan deyr og Svart og sykurlaust og svo alls konar lítil hlutverk,“ rifjar hún upp. „Svo söng ég og lék mikið fyrir börn og tal- aði inn á barnamyndir, til dæmis Aladdín, Hringjarann í Notre-Dame, Þyrnirós, Ösku- busku og Skrekk.“ Ég spyr hvort hún hugsi oft til baka. „Já, já,“ svarar hún. „Ég hef átt gott líf og finnst gaman að eiga það í minningunni eins og ferðalag sem maður getur alltaf rifjað upp aftur og aftur. En ég hugsa ekki um mig sem fyrir og eftir að ég veiktist. Sjúkdóm- urinn er bara ferli sem gerist og sem betur fer gerist það hægt og svona smádrabbar mig niður. Svo er ég þeirrar gæfu aðnjót- andi að geta notað þann meðbyr sem ég hef og veitt honum í farveg til þeirra sem þurfa þess með. Ég álít það heppni því það er svo gaman. Þá er ég alltaf að gefa. En ég er alltaf þiggjandi líka.“ Nú er hún komin á flug. „Listamenn, vísindamenn og heilbrigðisstarfsfólk á það sameiginlegt að finnast starfið sitt skemmtilegt því það inniber svo mikla rannsókn. Það er svo óendanlega mismun- andi og breytilegt. Mér finnst þetta þrennt vera hornsteinar lífsins: listin, vísindin og heilbrigðisgeirinn, það eru þau gildi sem hafa veitt mér hvað mest.“ Gestgjafi við Strandgötu Framundan er fjörug aðventa hjá Eddu. Hún ætlar að láta að sér kveða í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og safna fé til mannúðarmála. „Mér var úthlutað húsnæði innan dyra á Strandgötu 43. Þar verð ég með afurðir eftir mig, myndir, bækur og kort. Allur ágóði rennur til MS-félagsins, MND-félagsins og Grensáss. Svo borga ég líka fólkinu sem vinnur fyrir mig laun en það verður fullt af listamönnum sem koma fram, trúbadorum og upplesurum og allt það fólk gefur vinn- una sína. Eins og listamenn gera alltaf, gefa alltaf vinnuna sína þegar safnanir eru. Þeir eru örlát stétt. Enda trúi ég sterkt á mátt ein- staklingsins til að láta gott af sér leiða. Ég vil í lokin færa sérstakar þakkir til frænku minnar, Sunnevu Ásu Weisshappel.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.