Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 26
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Ég er tíu árum eldri en Edda Heiðrún en hafði aldrei áhyggjur af henni í uppvextinum. Hún var farin að elda tíu ára og hafði strax áhuga á öllu. Allt í einu var hún búin að sækja um í Leiklistarskól- anum. Það voru engar vangaveltur um það. Edda er vinmörg og góður gest- gjafi, örlát og ósérhlífin og nú fær hún það margfalt til baka. Á tíma- bili sá vinahópurinn til þess að hún væri aldrei ein, heldur væri ein- hver hjá henni allan sólarhringinn sem veitti henni liðsemd eftir þörf- um. Hópurinn gengur undir nafn- inu Heiðrúnardropar og í honum eru hetjur sem við í fjölskyldunni stöndum í mikilli þakkarskuld við. Þetta vinanet varð til eftir að hún flutti á Vatnsstíginn, og það er lík- lega komið á fjórða ár síðan. Áður en hún flutti þangað voru aðstæður í húsinu hennar ekki nógu góðar. Þegar fæturnir gáfu sig var erfitt fyrir hana að komast í vaskahús- ið og víðar. Ég hef auðvitað reynt að leggja mitt af mörkum eftir að hún varð hjálpar þurfi og mamma líka, einkum til að byrja með, hún er orðin níræð núna. Jóhanna dótt- ir mín var í Heiðrúnardropum og hefur aðstoðað hana og öll mín börn og tengdabörn. Ein tengda- dóttir mín sér um hárið á henni til dæmis. Ég á líka tengdason sem er sálfræðingur og það hefur verið gott að hafa hann í fjölskyldunni. Öll frændsystkini okkar hafa verið dugleg og hjálpsöm og svo eigum við fjölskyldu að sem við ólumst upp með á Akranesi. Systur úr þeirri fjölskyldu eru nú eins og sólargeislar í lífi okkar. Jólabakst- urinn hjá annarri þeirra er fastur punktur, þá dönsum við kringum jólatré. Það var hefð á Akranesi og við höldum henni. Inga segir Notendastýrða pers- ónulega aðstoð (NPA), sem lög- bundin var á síðasta ári, hafa leyst Heiðrúnardropana af hólmi við umönnun systur sinnar. „Ein son- ardóttir mín sem var áhugasöm í vinanetinu fær núna laun fyrir að sinna frænku sinni. Það leiddi af sér að stúlkur úr listageir- anum hafa komið inn í þá vinnu. Þá eru áhugamálin gagnkvæm. Þær hafa líka góð félagsleg áhrif á Unni Birnu, dóttur Eddu Heið- rúnar. Svo eru þær að hjálpa Eddu Heiðrúnu að gera nýja heimasíðu og þær hafa líka gott af að fara í gegnum eldamennsku með henni, því hún er afbragðs kokkur. Þann- ig að þetta er lærdómsríkt fyrir alla. Svo erum við með stúlkur í aðhlynningu líka sem eru í sjúkra- liðanámi eða hjúkrun.“ Sjálf kveðst Inga vera aðstoðar- mær Eddu systur sinnar með ýmis mál. Halda utan um launagreiðslur í sambandi við NPA-vinnuna og fleira. „Arnmundur bróðir okkar fékk þennan sama sjúkdóm og Edda Heiðrún og var með hann í tíu ár. En þá voru ekki komin þau tæki sem nú eru til staðar og það var minna hægt að gera. En fólk sem fær þessa veiki bilar ekkert í koll- inum. Það heldur sínum löngunum fram í rauðan dauðann og hefur þvílíka elju og andlegt þrek að maður botnar ekkert í því. Hún er vel gerð, hún Edda Heið- rún, og frjó í hugsun. Mjög aktív og ákveðin í öllum verkefnum. Það klikkar varla nokkur einasti hlut- ur hjá henni.“ ÞETTA SEGIR INGA SYSTIR Edda er vinmörg og góður gestgjafi, örlát og ósérhlífin og nú fær hún það margfalt til baka,“ Inga J. Backman. söngkona og söngkennari 1983 HART Í BAK Með Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó. „Hreinn tónn utan af landi,“ segir Edda Heiðrún. 1987 DJÖFLAEYJAN Með Leikfélagi Reykja- víkur í Iðnó. „Dollý, drottning undirheimanna,“ segir Edda Heiðrún. 1996 VILLIÖNDIN Steinunn Ólína og Edda Heiðrún. „Gína með dóttur sinni sem leysti allar heims- ins gátur með brjóstvitinu,“ segir Edda Heiðrún. 2002 KRYDDLEGIN HJÖRTU Í Borgarleikhúsinu. „Þarna fékk ég að leika svarta litinn í málverkinu, það var mjög gaman,“ segir Edda Heiðrún. 1986 EINS OG SKEPNAN DEYR Edda Heiðrún og Þröstur Leó eftir frumsýninguna. „Takið eftir tískunni,“ segir Edda Heiðrún. 1985 LITLA HRYLLINGSBÚÐIN Með Hinu leikhúsinu. Gísli Rúnar og Edda Heiðrún. irt B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b t re ys t án f á yr irv ar a. frá 25.900 kr.* Flugsæti aðra leiðina Alicante *Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. Heimsferðir bjóða upp á beint flug til Alicante á næsta ári. Betra verð, góðir flugtímar og þjónusta á íslensku alla leið – fyrir þig! Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér í fyrstu sætin á lægsta verð á www.heimsferdir.is Skráðu þig í netklúbb Heimsferða og fáðu öll tilboð send. Skógarhlíð 1 8 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is inu FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N ➜ Edda Heiðrún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1982. Fyrsta prófraun hennar á sviði atvinnuleikhúss var í Iðnó árið eftir, í Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Þar fór hún með hlutverk Árdísar, ungrar stúlku að austan sem kemur til bæjarins að leita að pabba sínum. Síðan tók eitt hlutverkið við af öðru, bæði í stóru atvinnuleikhúsunum og með smærri leikhópum, eins og Frú Emilíu og Hinu leikhús- inu. Hjá Frú Emilíu lék hún lafði Macbeth í Macbeth eftir Shakespeare, Vörju í Kirsuberjagarðinum eftir Tsjekhov og aðalhlutverkið í óperunni Rhodymenia Palmata eftir Halldór Kiljan og Hjálmar H. Ragnarsson og með Hinu leikhúsinu sló hún í gegn sem Audrey í Litlu hryllingsbúðinni þar sem söngrödd hennar fékk virkilega að njóta sín. Hryllingsbúðin var sýnd yfir hundrað sinnum í Gamla bíói og þegar því ævintýri sleppti hjá Eddu tók við titilhlutverkið í Rauðhóla- Ransí. Í því sýndi hún meðal annars snilli sína í fjölbragða- glímu (wrestling) sem hún tileinkaði sér á æfingatímabilinu. NOKKRIR PUNKTAR UM FERIL EDDU HEIÐRÚNAR ➜ Edda Heiðrún hefur leikið jafn ólík hlutverk og ameríska daðurdrós í Gæjum og píum og Rauðs- mýrarmaddömuna í Sjálfstæðu fólki. Hún hefur túlkað Gínu í Villiöndinni, Goldu í Fiðlaranum á þakinu, Cosette í Vesalingunum og syngjandi klæðskiptinginn Mímí í Evu Lúnu svo aðeins örfá verkefni séu nefnd. ➜ Svo drepið sé niður í leikdóma um Villiöndina í Þjóðeikhúsinu 1997 segir Soffía Auður Birgisdóttir í Morgunblaðinu: „Edda Heiðrún Backman leikur Gínu eiginkonu Hjálmars Eklands af reisn og fagmennsku,“ og Jón Viðar Jónsson sem þá var gagnrýnandi í Dags- ljósi Sjónvarpsins tekur í sama streng: „Edda Heiðrún hefur í raun og veru alla kosti sem prýða einn leikara. Hún hefur feikilega örugga tækni sem hún kann að beita af smekkvísi, tilfinningalegt næmi og innsæi eru í góðu lagi, svo er hún greind.“ ➜ Edda Heiðrún þótti sýna afburða leik sem Donna í Kvetch sem Vesturport var með árið 2002. Á sama tíma var hún að leika í Krydd- legnum hjörtum og Honk! í Borgarleikhúsinu og bráðhressa forstjórafrú í Með fullri reisn í Þjóðleikhúsinu, einnig í stuttmyndinni Blind Date eftir Huldar Frey og kvikmyndinni Kaldaljósi, auk þess sem hún skrapp til Færeyja í leikför með Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín. ➜ Barnamenningin hefur alltaf verið Eddu hugstæð. Hún gaf út plöturnar Barnaborg 1990 og Barnajól 1991. Einnig plötuna Fagur fiskur í sjó 2001 með helstu söngperlum Atla Heimis Sveinssonar úr íslenskum leikverkum. ➜ Fyrsta leikstjórnarverkefni Eddu Heiðrúnar var Svik eftir Harold Pinter sem Leikfélag Akureyrar sýndi. Í kjölfarið komu Mýrarljós, Átta konur, Salka Valka og fleiri. Afrekalistinn er ótæmandi. Hver man til dæmis ekki eftir Eddu Heiðrúnu í gervi Ingibjargar Sólrúnar, sem var hápunktur áramótaskaupsins 2002? Þetta er ótrúleg kona.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.